Náttúrufræðingurinn - 1991, Síða 36
tegunda með því að skoða sjálft erfða-
efnið, kjarnasýrurnar (Sibley & Mon-
roe 1990). Áður fyrr flokkuðu menn
fugla og önnur dýr svo til eingöngu
eftir ýmsum ytri einkennum, svo sem
lit, stærð og sköpulagi. Þrátt fyrir
þessar nýjungar í flokkunarfræði er
skipan vaðfugla í ættir o.s.frv. að
mestu leyti óbreytt, og hef ég því kos-
ið að fylgja því kerfi sem flestir nota
ennþá, þar á meðal Cramp & Sim-
mons (1983). Veigamesta breytingin
er sú, að trítlaætt (Glareolidae) er tal-
in standa nær máfum en vaðfuglum og
því skipað í sömu yfirætt og nráfar. Ég
mun engu að síður fjalla um trítla hér,
enda var ekki rætt um þá í nýlegri
grein um flækingsfugla af máfaætt
(Gunnlaugur Pétursson 1987).
I þessari grein verður fjallað sér-
staklega um hverja tegund og athug-
anir frá íslandi raktar í tímaröð, þ.e.
þær sem ég tel að byggðar séu á
traustum gögnum. Flest þau tilvik sem
fjallað verður um eru frá síðari árum
og hafa athuganir 1979-89 verið birtar
í skýrslum um sjaldgæfa fugla (Gunn-
laugur Pétursson & Kristinn H.
Skarphéðinsson 1980-83, Gunnlaugur
Pétursson & Erling Ólafsson 1984-89,
Gunnlaugur Pétursson o.fl. 1991a,b).
Óbirtar athuganir, flestar frá árunum
1944-78, eru varðveittar á Náttúru-
fræðistofnun Islands, svo og langflest-
ir hamir af þeim vaðfuglum sem hefur
verið safnað.
Raktar verða einstakar athuganir
fram til 1980, en síðan þá hafa gögn
um flækingsfugla birst á prenti í fram-
angreindum skýrslum. Hins vegar eru
allar athuganir til og með 1989 sýndar
í myndum og súluritum. Við hvert til-
vik er tilgreindur athugunarstaður,
fundartími, kyn og aldur fugls, ef
þekkt er og skrásetningarnúmer, ef
hamur er varðveittur á Náttúrufræði-
stofnun íslands (RM-nr), í Dýrafræði-
safninu (Zoologisk Museum) í Kaup-
mannahöfn (ZM-nr) eða í öðrum
söfnum (t.d. í einkasafni). Loks er
nafn athuganda eða heinrild, ef athug-
anir hafa birst áður og athugasemdir.
Annars fylgi ég sömu reglum í fram-
setningu og Gunnlaugur Pétursson
(1987) hefur gert grein fyrir.
VAÐFUGLAR
Vaðfuglar (Charadrii), máfar og
svartfuglar mynda ættbálk strandfugla
(Charadriiformes). Vaðfuglum hefur
verið skipað í 12-14 ættir. Tegundir af
tjaldaætt (Haematopodidae; 1 teg-
und), lóuætt (Charadriidae; 2 tegund-
ir) og snípuætt (Scolopacidae; 8 teg-
undir) verpa hér á landi. Þá hafa teg-
undir sem teljast til þriggja annarra
vaðfuglaætta flækst hingað til lands og
verður rætt um þær í þessari grein.
Langflestir vaðfuglar tilheyra tveimur
ættum, lóuætt og snípuætt og verpa
tegundir af þessum ættum um alla
heimsbyggðina.
Margir vaðfuglar eru votlendisteg-
undir, en það búsvæði hefur sætt mik-
illi ásókn og eyðileggingu á undan-
förnum áratugum (sbr. Arnþór Garð-
arsson 1975, Brennan 1988, Ævar
Petersen 1988, Arnþór Garðarsson &
Ólafur K. Nielsen 1989). Það er yfir-
leitt auðveldara er að telja og fylgjast
með votlendisfuglum, þ.á m. vaðfugl-
um, en öðrum lífverum sem byggja af-
komu sína á votlendi. Mat á verndar-
gildi og ástandi votlenda felst því oft í
rannsóknum á fuglum. Þær rannsókn-
ir hafa stundum verið helsta forsenda
þess að tekist hefur að friða svæði og
forða þeim frá frekari eyðileggingu.
Allmargar norrænar vaðfuglateg-
undir eru útbreiddir varpfuglar í
heimskautalöndum, einkum svo-
nefndar títur (lóuþræll Calidris alpina
og skyldar tegundir). Margar suðræn-
ar vaðfuglategundir eru á hinn bóginn
30