Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1991, Qupperneq 36

Náttúrufræðingurinn - 1991, Qupperneq 36
tegunda með því að skoða sjálft erfða- efnið, kjarnasýrurnar (Sibley & Mon- roe 1990). Áður fyrr flokkuðu menn fugla og önnur dýr svo til eingöngu eftir ýmsum ytri einkennum, svo sem lit, stærð og sköpulagi. Þrátt fyrir þessar nýjungar í flokkunarfræði er skipan vaðfugla í ættir o.s.frv. að mestu leyti óbreytt, og hef ég því kos- ið að fylgja því kerfi sem flestir nota ennþá, þar á meðal Cramp & Sim- mons (1983). Veigamesta breytingin er sú, að trítlaætt (Glareolidae) er tal- in standa nær máfum en vaðfuglum og því skipað í sömu yfirætt og nráfar. Ég mun engu að síður fjalla um trítla hér, enda var ekki rætt um þá í nýlegri grein um flækingsfugla af máfaætt (Gunnlaugur Pétursson 1987). I þessari grein verður fjallað sér- staklega um hverja tegund og athug- anir frá íslandi raktar í tímaröð, þ.e. þær sem ég tel að byggðar séu á traustum gögnum. Flest þau tilvik sem fjallað verður um eru frá síðari árum og hafa athuganir 1979-89 verið birtar í skýrslum um sjaldgæfa fugla (Gunn- laugur Pétursson & Kristinn H. Skarphéðinsson 1980-83, Gunnlaugur Pétursson & Erling Ólafsson 1984-89, Gunnlaugur Pétursson o.fl. 1991a,b). Óbirtar athuganir, flestar frá árunum 1944-78, eru varðveittar á Náttúru- fræðistofnun Islands, svo og langflest- ir hamir af þeim vaðfuglum sem hefur verið safnað. Raktar verða einstakar athuganir fram til 1980, en síðan þá hafa gögn um flækingsfugla birst á prenti í fram- angreindum skýrslum. Hins vegar eru allar athuganir til og með 1989 sýndar í myndum og súluritum. Við hvert til- vik er tilgreindur athugunarstaður, fundartími, kyn og aldur fugls, ef þekkt er og skrásetningarnúmer, ef hamur er varðveittur á Náttúrufræði- stofnun íslands (RM-nr), í Dýrafræði- safninu (Zoologisk Museum) í Kaup- mannahöfn (ZM-nr) eða í öðrum söfnum (t.d. í einkasafni). Loks er nafn athuganda eða heinrild, ef athug- anir hafa birst áður og athugasemdir. Annars fylgi ég sömu reglum í fram- setningu og Gunnlaugur Pétursson (1987) hefur gert grein fyrir. VAÐFUGLAR Vaðfuglar (Charadrii), máfar og svartfuglar mynda ættbálk strandfugla (Charadriiformes). Vaðfuglum hefur verið skipað í 12-14 ættir. Tegundir af tjaldaætt (Haematopodidae; 1 teg- und), lóuætt (Charadriidae; 2 tegund- ir) og snípuætt (Scolopacidae; 8 teg- undir) verpa hér á landi. Þá hafa teg- undir sem teljast til þriggja annarra vaðfuglaætta flækst hingað til lands og verður rætt um þær í þessari grein. Langflestir vaðfuglar tilheyra tveimur ættum, lóuætt og snípuætt og verpa tegundir af þessum ættum um alla heimsbyggðina. Margir vaðfuglar eru votlendisteg- undir, en það búsvæði hefur sætt mik- illi ásókn og eyðileggingu á undan- förnum áratugum (sbr. Arnþór Garð- arsson 1975, Brennan 1988, Ævar Petersen 1988, Arnþór Garðarsson & Ólafur K. Nielsen 1989). Það er yfir- leitt auðveldara er að telja og fylgjast með votlendisfuglum, þ.á m. vaðfugl- um, en öðrum lífverum sem byggja af- komu sína á votlendi. Mat á verndar- gildi og ástandi votlenda felst því oft í rannsóknum á fuglum. Þær rannsókn- ir hafa stundum verið helsta forsenda þess að tekist hefur að friða svæði og forða þeim frá frekari eyðileggingu. Allmargar norrænar vaðfuglateg- undir eru útbreiddir varpfuglar í heimskautalöndum, einkum svo- nefndar títur (lóuþræll Calidris alpina og skyldar tegundir). Margar suðræn- ar vaðfuglategundir eru á hinn bóginn 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.