Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1991, Side 43

Náttúrufræðingurinn - 1991, Side 43
3. mynd. Gulllóa á fyrsta hausti. Takið eftir áber- andi hvítri brúnarák og gráleitum yfirvæng. Am- erican Golden Plover (Pluvialis dominicaj. Ljósm. photo Cornell University Laboratory of Ornithology. Fjalllóa hefur sést tvisvar með vissu á Islandi og sáust báðir fuglarnir á far- tíma, ungfugl í september og einn fugl í maí: 1. Herdísarvík f Selvogi, Arn, 23. september 1962 (CT imm RM2202). Jón Baldur Sigurðs- son og Arnþór Garðarsson. 2. Landakot á Álftanesi, Kjós, 8. maí 1980. GP & KHS (1982). Kvikmynd af þessum fugli var sýnd í Stundinni okkar í sjónvarpinu 18. maí 1980. Dagsetningin var röng þegar til- vikið var birt fyrst. Til eru tvö fjalllóuegg í Breska Náttúrugripa- safninu (British Museum of Natural History) sem sagt er að hafi verið safnað á íslandi 2. júní 1864 (sbr. Nethersole-Thompson 1973). Upp- runi þessara eggja er óljós og e.t.v. hafa þeir sem söfnuðu eggjunum eða skrásettu þau rugl- ast í ríminu. Gulllóa (Pluvialis dominica) Allt fram á síðustu ár töldu flestir að tvær lóur, Pluvialis dominica dom- iriica (hér eftir gulllóa; 3. mynd) og Pluviaiis dominica fulva (hér eftir glit- lóa, skv. uppástungu Gunnlaugs Pét- urssonar), væru ein og sama tegundin, „gulllóa“. Varplendur gulllóu og glit- lóu skarast á um 1300 km löngu belti í Alaska, en að öðru leyti er útbreiðsla gulllóu bundin við N-Ameríku og glit- lóu við NA-Síbiríu. Ekki er vitað til þess að tegundirnar kynblandist á þessu sameiginlega útbreiðslusvæði og réði það úrslitum þegar þessar „deili- tegundir“ voru flokkaðar sem sjálf- stæðar tegundir (Knox 1987, sjá einnig Connors 1983). Enda þótt glitlóa og gulllóa séu nauðalíkar og líkist mjög heiðlóu, eru lífshættir þeirra talsvert frábrugðnir og útbreiðsla sem fyrr segir að mestu aðskilin. Glitlóa er sjónarmun minni en gulllóa og talsvert vængstyttri. Stærstu gulllóur eru svipaðar heiðló- um að stærð, en bæði gulllóa og glit- lóa eru fínbyggðari en heiðlóa. Þær eru hlutfallslega háfættari en heiðlóa, þannig að þegar þessar tegundir standa hlið við hlið, sýnast þær jafn- háar. Litur undirvængs og vængkrika- fjaðra greinir gulllóu og glitlóu frá heiðlóu, er gráleitur á fyrrnefndum tegundum, en hvítur á heiðlóu (sbr. 4. mynd). Auðveldast er að greina glit- lóu og gulllóu sundur í ungfuglabún- ingi og vetrarbúningi. Glitlóa er þá 37

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.