Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 44

Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 44
4. mynd. Gulllóa (ofar) og heiðlóa (neðar), Álfta- nes, Kjós 5. maí 1979. Undirvængþökur og væng- krikafjaðrir gulllóu eru gráleitar, en hvítar á heið- lóu. American Golden Plover (Pluvialis domin- ica; above) and Eurasian Plover (P. apricaria) col- lected at Alftanes, S W Ice- land 5 May 1979. Ljósm. photo Arnþór Garðars- son. gulleit líkt og heiðlóa en gulllóa grá- leit eða brúnleit. Hægt er að greina sundur um 90% fugla á mælingum. Nákvæmar lýsingar á þessum tegund- um er að finna hjá Marchant ofl. (1986: 392). Gulllóa og glitlóa eru miklir ferða- langar sem verpa í nyrstu löndum heims og hafa vetursetu á suðurhveli jarðar. Þó að bygging þeirra og bún- ingur sé tiltölulega lík, eru fjaðrafellir og farhættir verulega frábrugðnir. Gulllóa skiptir um flugfjaðrir á fyrsta vori, en glitlóa ekki, svo að hægt er að greina ársgamlar glitlóur á slitnum handflugfjöðrum. Þá dvelur töluvert af ungum glitlóum í vetrarheimkynn- um sumarlangt, en fátítt er að gulllóur geri það. Glitlóa verpur nyrst í A-Síbiríu og V-Alaska og hefur vetursetu í A-Afr- íku, sunnanverðri Asíu, á mörgum Kyrrahafseyjum og í Astralíu. Hún hefur flækst víða um heim, en er mun sjaldgæfari flækingur en gulllóa í V- Evrópu og hefur ekki sést hér á landi. Á Bretlandseyjum höfðu aðeins verið greindar 12 glitlóur, en 139 gulllóur fram til 1989 (Rogers o.fl. 1990). Gulllóa verpur nyrst í Alaska og Kanada (þó ekki á allra nyrstu eyjun- um), m.a. á Baffinseyju. Vetrarstöðv- ar hennar eru um miðbik S-Ameríku, nær eingöngu inn til landsins. Gullló- um fækkaði mikið á 19. öld vegna veiða. Um 200 veiðimenn skutu t.d. tæplega 50 þúsund fugla á einum degi í grennd við New Orleans á seinni 38

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.