Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1991, Qupperneq 63

Náttúrufræðingurinn - 1991, Qupperneq 63
Páll Einarsson J arðskj álftabylgj ur INNGANGUR Þegar jarðskorpan brotnar eða önn- ur snögg hreyfing verður í jörðinni berast bylgjur frá upptökunum í allar áttir. Ef bylgjurnar eru sterkar finnum við þær sem titring, jarðskjálfta, en oftar eru þær svo veikar að þær koma einungis fram á jarðskjálftamælum. Bylgjurnar bera með sér upplýsingar um atburðinn sem hratt þeim af stað og efnið sem þær bárust um. Það er viðfangsefni jarðskjálftafræðinga að ráða í þessar upplýsingar. Finna má, til dæmis, hvort atburðurinn var sprenging eða misgengishreyfing, og þá hvers konar misgengishreyfing. Megnið af því sem vitað er um innri gerð jarðar er byggt á rannsóknum á jarðskjálftabylgjum sem farið liafa gegnum hana. í þessari grein verður gefið yfirlit um helstu tegundir skjálftabylgna sem koma við sögu. Til þæginda fyrir þá sem vilja lesa sér frekar til fylgir orðalisti yfir helstu hugtökin með enskri þýðingu. Að- gengilega umfjöllun um jarðskjálfta- bylgjur má t.d. finna í bók Bolt (1982). FJAÐRANDI EFNI - FJAÐURBYLGJUR Jarðskjálftabylgjur eru stundum kallaðar fjaðurbylgjur því þær breið- ast út í fjaðrandi efnum. Efni er kall- að fjaðrandi ef aflögun þess fylgir kraftur eða spenna sem er í réttu hlut- falli við aflögunina. Hlutfallsstuðlarn- ir nefnast fjaðurstuðlar. Því hærri sem þeir eru því meira viðnám veitir efnið gegn aflögun, þ.e. því stífara er það. Stál hefur til dæmis hærri fjaðurstuðla en gúmmí, vatn hærri stuðla en loft. Öll þessi efni eru fjaðrandi og geta borið fjaðurbylgjur. Lítum á aflögunina í nágrenni lít- illar efnisagnar sem ýtt er úr jafn- vægisstöðu sinni og síðan látin laus. Á hana verkar nú kraftur sem leitast við að toga hana aftur til jafnvægis- stöðunnar. Hún verður fyrir hröð- un og hefur náð nokkrum hraða þeg- ar hún nálgast jafnvægisstöðuna. Vegna tregðu sinnar stöðvast hún ekki í jafnvægisstöðunni. Hún heldur áfram og sveiflast til gagnstæðrar áttar. Aftur verkar á hana fjaður- kraftur til baka, í átt til jafnvægisstöð- unnar. Þannig heldur hún áfram að sveiflast fram og til baka um jafn- vægisstöðuna þar til aðrir kraftar s.s. núningskraftar stöðva hana. En þessi efnisögn er ekki einsömul. Milli henn- ar og nágranna hennar verka kraft- ar. Sveifla hennar hefur því áhrif á nærliggjandi efniseindir og þær taka að sveiflast líka. Sveifluhreyfingin breiðist þannig út og bylgja fer um efnið. Utbreiðsluhraði bylgjunnar er háður fjaðurstuðlum efnisins og eðl- ismassa þess. Hraðinn er að öðru jöfnu meiri eftir því sem efnið er stíf- ara. Náttúrufræöingurinn 61 (1), bls. 57-69, 1991. 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.