Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1991, Side 65

Náttúrufræðingurinn - 1991, Side 65
1. mynd. Skýringarmynd af hreyfingum efnisagna þegar P-bylgjur (A) og S-bylgjur (B) ganga yfir. (Úr Boit (1982)). Particle motion in the two types of seismic body waves, P- waves (A) and S-waves (B). Eðli sínu samkvæmt berst S-bylgja eingöngu um efni sem getur svignað. Vökvi er fjaðrandi efni, en eingöngu gagnvart þrýstingi. Hann getur því flutt P-bylgjur en ekki S-bylgjur. Þessa eiginleika er m.a. hægt að nota til að ganga úr skugga um að möttull jarðar er úr föstu efni niður á 2885 km dýpi. Þar fyrir neðan tekur við jarð- kjarninn, en ytri hluti hans er úr fljót- andi efni. I jarðskorpunni eða möttl- inum undir sumum eldstöðvum hafa fundist svæði þar sem S-bylgjur berast illa eða ekki í gegn. Þetta má líta á sem vísbendingu um bráðið efni eða kvikuhólf (Sanford og Páll Einarsson, 1982, Páll Einarsson, 1978). Hér á landi er það áberandi hve illa S-bylgj- ur berast um þau lög sem liggja næst undir jarðskorpunni. Einnig er þar hlutfall milli hraða P- og S-bylgna óvenjulega hátt. Þetta má túlka þann- ig að efnið þar sé í hlutbráðnu ástandi (Gebrande o. fl. 1980). Ýmsar fleiri vísbendingar eru um að óvenjulegt ástand ríki undir íslandi. P-bylgjur frá fjarlægum jarðskjálftum verða fyrir nokkurri seinkun á leið sinni til íslands ef miðað er við löndin um- hverfis. Rannsóknir Kristjáns Tryggvasonar o. fl. (1983) á þessari seinkun sýndu að bylgjuhraðinn er lægri en hann ætti að vera allt niður á um 300 km dýpi. 59

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.