Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 68

Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 68
3. mynd. Farbrautir Pg- og Pn-bylgna í jarðskorpunni og möttlinum. Thepath ofPg- and Pn-waves in the crust and mantle. þess að jarðskjálftabylgjur geta borist margar mismunandi leiðir frá upptök- um til jarðskjálftamælis. Á máli jarð- skjálftafræðinga ber hver farbraut sér- stakt nafn sem endurspeglar legu hennar í jörðinni og hvers konar bylgju er um að ræða. Nokkur dæmi um þetta eru sýnd á 3.-6. mynd. Ef mælir er nálægt upptökum skjálfta eru þær P- og S-bylgjur sem hafa farið fljótustu leið í gegnum jarð- skorpuna mest áberandi á skjálftarit- inu. Þær eru venjulega aðeins kallaðar P og S (3. og 4. mynd). Eftir því sem lengra dregur frá upptökunum dregst S-bylgjan meira aftur úr P-bylgjunni. Tímamuninn á bylgjunum má því nota til að meta fjarlægð upptakanna frá mælinum. Gróft mat á fjarlægð (í kíló- metrum) fæst með því að margfalda tímamuninn (í sekúndum) með töl- unni 8. Margir kannast við það, þegar þeir finna jarðskjálfta, að heyra lágan þyt áður en aðaltitringurinn finnst. 4. mynd. Skjálftarit af jarðskjálftum með upptök skammt austan við Grímsey 12. sept- ember 1988. Skjálftaritin sýna hreyfingu jarðarinnar sem fall af tíma. Tíminn gengur frá vinstri til hægri. A) Rit úr mæli í Grímsey, um 10-15 km frá upptökum skjálftanna. Tíma- munur á P- og S-bylgjum er aðeins 1-2 sekúndur. Útslag er mikið, en skjálftarnir standa stutt. B) Rit úr mæli á Leirhöfn á Melrakkasléttu, um 60 km frá upptökum. Tímamunur á P- og S-bylgjum er hér á bilinu 7-8 sekúndur. C) Rit úr mæli við Reynihlíð í Mývatns- sveit, um 110 km frá upptökum skjálftanna. Tímamunur á P- og S-bylgjum er um 13-14 sekúndur. Báðar bylgjurnar byrja snöggt og deyja síðan út. D) Rit úr mæli á Aðalbóli í Hrafnkelsdal, um 200 km frá upptökum. Bæði P- og S-bylgjurnar byrja með litlu útslagi sem vex og nær hámarki nokkrum sekúndum síðar. Hugsanlega má greina hér í sundur Pn og Pg. Erfitt er að greina hvenær S-bylgjurnar byrja. Seismograms ofearthquak.es or- iginating in the Tjörnes Fracture Zone north of Iceland on September 12, 1988. A. Seis- mogram frotn Grímsey at the epicentral distance of 10-15 km. B. Seismogram from Leir- höfn at the distance of 60 km. C. Seismogram from Reynihlíð at the distance of 110 km. D. Seismogram from Aðalból at the distance of 200 km. Clear P- and S-waves can be seen on all the seismograms with the time difference increasing with the epicentral dista- nce. Pg- and Pn-waves can possibly be distinguished on the last seismogram. 62

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.