Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 78

Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 78
grein fyrir reikningum félagsins og voru þeir samþykktir, einnig skýrði gjaldkeri frá reikningum Minningar- sjóðs Eggerts Olafssonar, Minningar- sjóðs Stefáns Stefánssonar og dánar- gjafar dr. Helga Jónssonar. Þóra Ellen Þórhallsdóttir gaf ekki kost á sér aftur til formanns og var Freysteinn Sigurðsson jarðfræðingur kjörinn formaður félagsins. Aðrir sem úr stjórn áttu að ganga voru Ingólfur Einarsson og Björg Þorleifsdóttir. Ingólfur gaf kost á sér aftur og var endurkjörinn. Björg baðst undan end- urkjöri og var Gyða Helgadóttir, sem áður sat í varastjórn, kjörin í hennar stað. Einar Egilsson var endurkjörinn í varastjórn en auk hans var Þóra Elín Backmann hjúkrunarfræðingur kosin varamaður. Magnús Árnason og Sveinn Ólafsson voru kosnir endur- skoðendur en Þór Jakobsson sem áð- ur var varaendurskoðandi gaf ekki kost á sér aftur og var Ólafur Jónsson kosinn í hans stað. Á fundinn kom Sigurður H. Richt- er, fulltrúi félagsins í dýraverndar- nefnd, og gerði grein fyrir störfum nefndarinnar á árinu. Fulltrúi félags- ins í fuglaverndarnefnd, Agnar Ing- ólfsson, gat ekki komið á fundinn en formaður gerði grein fyrir samantekt hans á störfum nefndarinnar. Þá greindi formaður frá starfi nefndar um byggingu náttúruhúss og endurskoðun laga nr. 48/1965 um al- mennar náttúrurannsóknir og Nátt- úrufræðistofnun íslands. Nefndin var skipuð af Svavari Gestssyni mennta- málaráðherra 13. júní 1989 og áttu í henni sæti Hjörleifur Guttormsson al- þingismaður (formaður), Eyþór Ein- arsson grasafræðingur (tilnefndur af Náttúrufræðistofnun íslands), Jóhann Pálsson garðyrkjustjóri (tilnefndur af Reykjavíkurborg), Sveinbjörn Björns- son prófessor (tilnefndur af Háskóla íslands), Kristín Einarsdóttir alþingis- maður, Þórunn Hafstein lögfræðingur (fulltrúi menntamálaráðuneytis) og Þóra Ellen Þórhallsdóttir. Verkefni nefndarinnar voru að semja drög að frumvarpi til nýrra laga um náttúru- rannsóknir og Náttúrufræðistofnun ís- lands og að kanna möguleika að sam- komulagi um byggingu Náttúrufræði- húss á höfuðborgarsvæðinu með aðild Náttúrufræðistofnunar íslands, Há- skóla íslands, Reykjavíkurborgar og hugsanlega fleiri aðila. Nefndin hefur alls haldið um 30 fundi. Skýrði Þóra Ellen frá helstu þáttum í tillögum nefndarinnar. Tillaga stjórnar um að árgjald fyrir árið 1990 skyldi vera kr. 2300, var samþykkt. FRÆÐSLUFUNDIR Félagið gekkst fyrir sjö fræðslu- fundum í stofu 101 í Odda og voru efni og fyrirlesarar eftirfarandi: febrúar: Margrét Guðnadóttir: Eyðni- veiran og eiginleikar hennar. Fundargestir voru 62. mars: Hreinn Haraldsson: Markarfljót og Landeyjar. Fundargestir voru 80. apríl: Áslaug Geirsdóttir: Setlaga- rannsóknir og hugsanleg tengsl við upphaf ísaldar á Vesturlandi. Fundargestir voru 55. júní: Ólafur Ingólfsson: Af mörgæs- um, jöklum og mannlífi á Suður- skauti. Fundargestir voru um 70. október: Einar H. Guðmundsson: Heimsmynd nútímans. Fundargest- ir voru 128. nóvember: Kjartan Magnússon og Ól- afur Karvel Pálsson: Tengsl þorsks og loðnu. Fundargestir voru um 30. janúar: Björg Þorleifsdóttir: Svefn og

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.