Fréttablaðið - 15.05.2009, Qupperneq 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
FANGELSISMÁL Fólki sem bíður eftir
að komast í afplánun í fangelsum
landsins hefur fjölgað úr 53 árið
2003 í 182 nú. Skýringin er þyng-
ing refsidóma, segir Páll Winkel
fangelsismálastjóri. Meðalrefsi-
tími hafi til dæmis lengst um þriðj-
ung frá árinu 2006.
„Okkur ber að framfylgja öllum
fangelsisdómum. Ef hver maður
sem fer í fangelsi þarf að vera
þriðjungi lengur inni segir það sig
sjálft að plássin teppast lengur. Við
getum ekki losað nógu mörg pláss
til að tæma boðunarlistann,“ segir
hann.
Páll nefnir sérstaklega að nú séu
að falla þyngri dómar fyrir kyn-
ferðis- og fíkniefnabrot en áður.
Þannig taki skútusmyglmálin
tvö sinn toll af 136 fangaplássum
landsins. Fimm sitja inni fyrir þátt
sinn í fyrra málinu og sex sitja í
varðhaldi vegna þess síðara. Þá
má búast við mörgum í afplánun
vegna kannabisverksmiðja sem
upprættar hafa verið nýlega.
Páll segir að hingað til hafi tek-
ist að láta alla hættulega menn
hefja afplánun strax. „Það mun
ekkert breytast. Þetta þýðir að
aðrir þurfa að bíða lengur eftir
að komast í afplánun og þeir gætu
þurft að bíða mjög lengi, nokkra
mánuði eða ár.“
Byggingu nýs fangelsis hefur
verið frestað og því er engin von
til þess að biðlistarnir styttist í
bráð, segir Páll. Þeir hafi lengst
stöðugt síðustu ár og ekkert lát
virðist á þeirri þróun. Eigi þeir að
styttast þurfi að fjölga rýmum og
úrræðum til afplánunar utan fang-
elsa. Þá er rafrænt eftirlit einnig
til skoðunar. - ghs, - sh
34%
74%
Fr
ét
ta
bl
að
ið
M
or
gu
nb
la
ði
ð
Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18-49 ára.
Könnun Capacent í febrúar 2009 – apríl 2009.
Fréttablaðið er með 117%
meiri lestur en Morgunblaðið
Allt sem þú þarft...
FÖSTUDAGUR
15. maí 2009 — 115. tölublað — 9. árgangur
VEÐRIÐ Í DAG
KRISTINN ALFREÐ FERDINANDSSON
Notar helst ekki
matreiðslubækur
• matur • helgi • tíska
Í MIÐJU BLAÐSINS
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
BARBIE var nýlega heiðruð af AAFA-samtökunum í Bandaríkjunum,
American Apparel and Footwear Association. Á sama tíma voru heiðraðir
aðrir hönnuðir og fyrirtæki á borð við Norma Kamali, Lily Pulitzer, Gilbert
Harrison, Wolverine World Wide, Inc. og QVC.
400 g þorskhnakki2 msk. ólívuolía125 ml kókósmjólksafi úr einu súraldini (lime)
börkur af hálfu súraldini
Þorskuri
FRÍSKLEGUR ÞORSKURMeð kókos og súraldini FYRIR 2-3
Flest sem ég elda er eitthvað sem ég set saman í kollinum á mér,“ segir Kristinn Alfreð Ferdin-andsson, sem vinnur við þjálfun og skipulagningu flugáhafna hjá Flugfélaginu Primera Air. „Ég reyni að notast sem minnst við matreiðslubækur, nema kannski til að ráðfæra mig um einstaka hluti. Ég hef hins vegar gaman af því að horfa á mat-reiðsluþætti þannig að það síklárleg i
Skapandi eldamennskaKristinn Alfreð Ferdinandsson hjá flugfélaginu Primera Air hefur gaman af matreiðsluþáttum en þaðan
sækir hann helling af hugmyndum til að hressa upp á eigin eldamennsku.
Þorskur með kókos og súraldin með girnilegri kartöflumús að hætti Kristins Alfreðs.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
b
ro
t
Næg ókeypis bílastæði við Perluna
Ódýrt og gott!
Súpubar 620 kr. · Salatbar 990 kr.Súpa og salatbar á aðeins 1.430 kr.~ NÝBAKAÐ BRAUÐ FYLGIR MEÐ SÚPU- OG SALATBAR. ~Í kaffiteríunni Perlunnar er hægt að fá alls kyns góðgæti á frábæru verði: Crépes, samlokur, pizzur og smurt brauð. Eins er hægt að fá heimatilbúinn ítalskan ís, alls kyns ísrétti, kökur og tertur.
Komnar aftur!
Láttu belgísku vöfflurnareftir þér, þær eru algjörlega þess virði. Nú enn betri með kanil auk vanillu
E
lfa
D
ög
g
M
ah
an
ey
R
ek
st
ra
rs
tj
ór
i k
af
fit
er
íu
nn
ar
FÓLK Stór útgáfufyrirtæki frá
Bretlandi, Svíþjóð og Þýskalandi
hafa sýnt áhuga á að semja við
Jóhönnu Guðrúnu og gefa jafn-
framt út plötu hennar, Butterflies
and Elvis. „Það vantar ekki
athyglina á henni, við finnum
hana,“ segir María Björk Sverr-
isdóttir, umboðsmaður Jóhönnu
sem syngur í úrslitum Eurovision
annað kvöld. Á meðal útgáfu-
fyrirtækja sem hafa sýnt henni
áhuga er 19 Entertainment sem
er í eigu Simons Fuller, höfundar
Idol-þáttaraðanna bresku og
bandarísku. Þekktustu skjólstæð-
ingar þess eru Kelly Clarkson,
Beckham-hjónin og Spice Girls.
Sony í Svíþjóð hefur einnig lagt
fram fyrirspurn vegna Jóhönnu.
- fb / sjá síðu 30 og sérblað um Eurovision
Eftirsótt söngkona:
Sony og Fuller
vilja Jóhönnu
Varði titilinn
Jóhannes Steinn
Jóhannesson var
valinn matreiðslu-
maður ársins annað
árið í röð.
TÍMAMÓT 22
Opið til 19
Nýtt kortatímabil
Stórt verkefni
Leikstjórarnir Sammi
og Gunni gera bjór-
auglýsingu í Prag.
FÓLK 38
´99´00 ´01 ´02 ´03´04´05´06 ´07´08´09
200
150
100
50
0
Biðlisti í afplánun
1999-2009
49 59 65 63 53 75 97 10
5
14
2
16
1
18
2
HEIMILD: FANGELSISMÁLASTOFNUN
Opið 07 til 01
Lyfja Lágmúla
- Lifið heil
www.lyfja.is
föstudagur
ALDREI HÆGT AÐ GEÐJAST
ÖLLUM
Ragnhildur Magnúsdóttir, dagskrárgerðarkona á Bylgjunni, um það að vera ættleidd, talin skrítin og manninn sem núllstillir hana
FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 15. maí 2009
RAGNHILDUR MAGNÚSDÓTTIR
Ég er ekki
skrýtin
Föstudagur
Í MIÐJU BLAÐSINS
12
17
14
12
14
18
18
Í SÓL OG SUMARYL Í dag verður
víðast hæg austlæg átt en strekk-
ingur sums staðar með suður-
ströndinni. Skýjað suðaustan til
annars hálfskýjað eða léttskýjað.
Hiti 12-18 stig, hlýjast V- og NA-til.
VEÐUR 4
SUMARIÐ KOMIÐ? Þessir spræku drengir nutu sólarinnar og léku sér í fótbolta við Langholtsskóla í gær. Hitinn á höfuðborgar-
svæðinu fór í fimmtán stig og spáin fyrir helgarveðrið er góð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Biðlistar í afplánun
þrefaldast á sex árum
Ríflega þrefalt fleiri bíða eftir að afplána dóma nú en 2003 og engin von er til
þess að listinn styttist. Sumir bíða árum saman. Þynging dóma er aðalorsökin.
Vel gerð áróðursmynd
Draumalandið er víðs fjarri því að
draga upp sanngjarna heildar-
mynd af því sem gerðist fyrir
austan, skrifar Jón Kristjánsson.
UMRÆÐAN 20
STJÓRNMÁL Ríkisstjórnarflokkarn-
ir og Borgarahreyfingin leggja
fram sameiginlegan lista við kjör
í nefndir Alþingis. Þetta þýðir að
sjálfstæðismenn fá þremur full-
trúum færra í nefndirnar en ella
og framsóknarmenn tveimur.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður
Borgarahreyfingarinnar, segir
mikilvægt að fá sæti í þeim nefnd-
um sem snúi helst að stefnumálum
hreyfingarinnar, svo unnt sé
að leggja hana niður sem fyrst.
Stefna ríkisstjórnar innar tengist
málefnum sem Borgarahreyfing-
in sé að vinna að. Fulltrúar hreyf-
ingarinnar hafi lýst því yfir að
þau muni starfa að öllum góðum
málum þvert á flokkslínur.
Birgitta segir að flokkarnir þrír
styrki stöðu sína í þingnefnda-
kjörinu með sameiginlegu fram-
boði. Borgarahreyfingin sækist
þó ekki eftir sæti í öllum þing-
nefndunum. „Það er mikilvægt að
við séum ekki að fara í einhverj-
ar nefndir sem hafa ekkert með
stefnu okkar að gera.“ - gar
Nefndir á þingi:
Sjálfstæðis-
flokkur missir
þrjá fulltrúaFjögur með fullt hús
Stjarnan, KR, Fylkir
og Breiðablik
hafa unnið tvo
fyrstu leiki sína í
Pepsideild karla.
ÍÞRÓTTIR 34