Fréttablaðið - 15.05.2009, Page 2
2 15. maí 2009 FÖSTUDAGUR
BRETLAND Breska þingmanninum
og fyrrverandi ráðherranum
Elliot Morley hefur verið vikið
tímabundið úr Verkamanna-
flokknum
vegna ásakana
um alvarlegt
fjármálamis-
ferli, að því er
fram kemur á
vef BBC.
Morley segir
að fyrir mis-
tök hafi breska
þingið greitt
samtals sextán
þúsund pund, jafnvirði ríflega
þriggja milljóna króna, af hús-
næðisláni hans eftir að lánið var
að fullu greitt upp.
Gordon Brown, formaður
Verkamannaflokksins, sagði í
gær að væru ásakanirnar rétt-
ar yrði Morley líklega rekinn úr
flokknum. - bj
Guðmundur, lumarðu ekki á
neinum töfraþulum sem gera
sama gagn?
„Nei, ég held að það sé bara best
að plástra þjóðina fyrir neikvæðni.“
Guðmundur H. Bragason, fyrrverandi
sjónvarpsþulur, selur nú svokallaða
Lifewave-orkuplástra sem eiga að vera
allra meina bót. Þeir eru þó til sem telja
plástrana bara vera tómt kukl.
STJÓRNMÁL „Þrjú okkar úr Borg-
arahreyfingunni ætla að vera úti
á Austurvelli á meðan allir eru að
láta messa yfir sér,“ segir Birg-
itta Jónsdóttir, formaður þing-
flokks Borgarahreyfingarinnar.
Samkvæmt venju ganga
alþingis menn til guðsþjónustu í
Dómkirkjunni áður en nýtt þing
verður sett í dag. Birgitta segir
að hún sjálf, Þór Saari og Mar-
grét Tryggvadóttir, þrír af fjór-
um alþingismönnum Borgar-
hreyfingarinnar, ætli ekki að
sitja messuna. Fjórði þingmaður
Borgarahreyfingarinnar er Þrá-
inn Bertelsson.
„Okkur finnst ekki við hæfi að
blanda saman trúmálum og þing-
störfum og gerum athugasemd
við að það fyrsta sem þing geri
þegar það komi saman sé að fara
í messu,“ segir Birgitta.
Að sögn Birgittu ætla nokkrir
þingmenn úr öðrum flokkum
einnig að sniðganga messuna í
Dómkirkjunni.
„Það hefur verið venjan að fólk
feli sig bara inni í þinghúsi ef það
fer ekki í dómkirkjuna. Við erum
aðeins að rjúfa leyndina yfir því.
Það eru svo margar hefðir sem
eru kannski ekki viðeigandi í
dag,“ segir Birgitta Jónsdóttir.
Þess má geta að Siðmennt,
félag siðrænna húmanista á
Íslandi, býður alþingismönnum
á Hótel Borg til að hlýða á hug-
vekju Jóhanns Björnssonar heim-
spekings áður en þingið er sett.
Jóhann mun þar fjalla um mikil-
vægi góðs siðferðis í þágu þjóðar.
- gar
Þrír af fjórum þingmönnum Borgarahreyfingarinnar og nokkrir aðrir þingmenn:
Hunsa messu í Dómkirkjunni
BIRGITTA
JÓNSDÓTTIR
HEILBRIGÐISMÁL Sérstakur syk-
urskattur á sykraða gosdrykki
mun ekki gagnast í baráttunni
gegn tannskemmdum, og mikil
einföldun er að skella skuldinni
af hrakandi tannheilsu ung-
menna á sykraða gosdrykki,
segir í frétt á vef Samtaka iðn-
aðarins.
Þar er bent á að neysla
ósykraðra gosdrykkja hafi auk-
ist á kostnað hinna undanfarið
án sérstakar skattlagningar rík-
isins. Þá hafi engin söluaukning
orðið á sykruðum gosdrykkjum
þegar verð hafi lækkað umtals-
vert fyrir tveimur árum. Sykur-
skattur eins og heilbrigðis-
ráðherra íhugi sé skattur á
framleiðendur og fjölskyldurnar
í landinu. - bj
Samtök iðnaðarins ósátt:
Sykurskattur
gagnast ekki
DÓMSMÁL Hálfþrítugur maður
hefur verið ákærður fyrir hrotta-
legt ofbeldi gegn systur sinni á
heimili hennar í Reykjanesbæ í
júní í fyrra.
Honum er gefið að sök að hafa
hrint systur sinni á sófaborð
þannig að glerplata á borðinu
brotnaði, kýlt hana í andlitið, lamið
höfði hennar við píanó, tekið hana
tvívegis hálstaki þannig að hún
missti meðvitund og þá sparkað
ítrekað í hana á gólfinu, stungið
hana í lærið með hnífi og loks hent
í hana tölvuskjá. Systirin hlaut
ýmsa áverka og rifbeinsbrotnaði.
Þá er hann ákærður fyrir að
hóta henni lífláti á meðan og loks
að eyðileggja farsíma hennar. Hún
krefst ríflega 1.600 þúsund króna í
skaðabætur. - sh
Ákærður fyrir misþyrmingar:
Barði systur
sína hrottalega
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað-
fest sýknudóm yfir ungum manni
sem var handtekinn undir stýri
með niðurbrotsefni kannabiss
í þvagi sínu. Hann bar því við
að aðrir hefðu reykt kannabis
nálægt honum, en ekki hann sjálf-
ur, og hann hafi ekki mátt vita að
efnið myndi mælast í þvagi hans
af þeim sökum. Á þetta féllst
Hæstiréttur.
Maðurinn segist hafa verið
í bíl með nokkrum öðrum sem
reyktu stíft í lengri tíma. Dómur-
inn sýknar manninn, jafnvel þótt
sérfræðingur í eiturefnafræðum
hafi komið fyrir réttinn og sagt
það mjög ólíklegt að niðurbrots-
efnið myndi mælast í þvagi eftir
slíkar óbeinar reykingar, þótt
hann gæti ekki útilokað það með
öllu.
Eftir þrjá hæstaréttardóma sem
féllu í síðustu viku er komið fram
skýrt dóma-
fordæmi fyrir
því að svipta
menn ekki öku-
rétti sem aka
með leifar af
kannabisefnum
í þvagi sínu en
ekki blóði, og
eru þar af leið-
andi ekki undir
áhrifum. Nið-
urbrotsefnin geta greinst í þvagi
nokkrum vikum eftir að efnisins
er neytt. Menn eru eftir sem áður
sektaðir fyrir athæfið lögum sam-
kvæmt.
Valtýr Sigurðsson ríkissaksókn-
ari sagði í samtali við Fréttablað-
ið í vikunni að breyta þyrfti lög-
unum á þá leið að ekki yrði lengur
ólöglegt að aka með efnið aðeins
í þvagi. Enn fremur taldi Valtýr
það líklegt að það myndi færast
mjög í aukana að menn bæru við
óbeinum reykingum í málum sem
þessum, færi svo að Hæstirétt-
ur staðfesti sýknudóminn – sem
hann hefur nú gert. - sh
Hæstiréttur sýknar mann af akstri með leifar af kannabisefnum í þvagi:
Óbeinar reykingar eru gild afsökun
ENGIN VÍMA –
SAMT ÓLÖGLEGT
Niðurbrotsefnið tetrakannabínól-
sýra getur mælst í þvagi þeirra
sem neyta kannabiss vikum
saman eftir neysluna. Áhrif
kannabisreykinga renna hins
vegar af mönnum um leið og
efnið fer úr blóði þeirra. Hingað
til hefur verið nóg að ökumenn
mælist með kannabisleifar í þvagi
til að þeir séu sviptir ökurétti
– eins og kveðið er á um í lögum
– en það er nú að breytast.
ATVINNUMÁL Ráðningarsamningar
22 lögreglumanna á höfuðborgar-
svæðinu renna út í dag og verða
ekki framlengdir. Lögreglumenn-
irnir voru ráðnir þegar búsáhalda-
byltingin stóð sem hæst í janúar.
Samningarnir hafa verið fram-
lengdir einu sinni, en nú er féð
uppurið.
„Við höfum verulegar áhyggjur
af þessari fækkun,“ segir Snorri
Magnússon, formaður Landssam-
bands lögreglumanna. Lögreglu-
mönnum í borginni hafi þegar
fækkað verulega frá því að emb-
ættin á höfuðborgarsvæðinu voru
sameinuð í ársbyrjun 2007. Á höfuð-
borgarsvæðinu öllu starfi nú færri
en í Reykjavík einni fyrir samein-
inguna.
Arinbjörn Snorrason, formaður
Lögreglufélags Reykjavíkur, segir
nokkra af þeim sem nú hætta hafa
fengið tímabundna vinnu annars
staðar, en um helmingur horfi
fram á atvinnuleysi. Þá hafi ein-
hverjum verið boðið hálft starf
á álagstímum. Arinbjörn segir
ábyrgðina fyrst og fremst liggja
hjá stjórnvöldum.
Hann gagnrýnir þó einnig yfir-
stjórn lögreglunnar vegna fyrir-
hugaðra skipulagsbreytinga, sem
fela í sér að settar verði á fót fimm
sjálfstæðar lögreglustöðvar. „Við
viljum meina að áherslurnar liggi
ekki alveg á réttum stöðum og að
það hefði mátt hinkra með þess-
ar breytingar og nýta fjármagnið
frekar í grunnlöggæsluna.“ Lög-
reglufélagið hafi kallað eftir upp-
lýsingum um kostnað við breyting-
arnar en engin svör fengið.
Fækkunin kemur á versta tíma
að mati þeirra Snorra og Arin-
bjarnar. Fjöldi auðgunarbrota á
tímabilinu frá því í október þar
til í mars er til dæmis tvöfaldur á
við sama tíma fyrir ári. Auk þess
segir Arinbjörn menn finna fyrir
því að málum vegna vandamála
á heimilum fólks hafi fjölgað. Þá
hefur Europol ítrekað varað við
því að draga úr löggæslu á tímum
niðursveiflu.
„Við höfum engan valkost, við
bara verðum að takast á við verk-
efnið,“ segir Stefán Eiríksson, lög-
reglustjóri á höfuðborgarsvæðinu,
spurður hvort embættið ráði við
missinn. „Það er auðvitað mjög
erfitt að missa þetta öfluga fólk
frá okkur,“ segir hann.
Hins vegar standi allar ríkis-
stofnanir frammi fyrir fjárhags-
vanda. „Við reynum hvað við
getum að sinna þeim verkefnum
sem okkur ber lögum samkvæmt
en það er ekki hægt að neita því að
eftir því sem fækkar hjá okkur þá
dregur sjálfkrafa úr þjónustunni.“
stigur@frettabladid.is
Tuttugu hætta hjá
lögreglunni í dag
Færri lögreglumenn starfa nú á öllu höfuðborgarsvæðinu en í Reykjavík einni
fyrir rúmum tveimur árum. „Við höfum verulegar áhyggjur,“ segir formaður
sambands lögreglumanna. Þeir gagnrýna stjórnvöld og yfirstjórn lögreglunnar.
MÓTMÆLI VIÐ ALÞINGISHÚSIÐ Lögreglu-
mennirnir 22 voru ráðnir þegar búsáhalda-
byltingin stóð sem hæst. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
STEFÁN
EIRÍKSSON
ARINBJÖRN
SNORRASON
SNORRI
MAGNÚSSON
GORDON BROWN
Breskur þingmaður í vanda:
Vikið úr Verka-
mannaflokki
BÚRMA, AP Herforingjastjórnin í
Búrma hefur ákært Aung Sang
Suu Kyi, friðarverðlaunahafa
Nóbels og leiðtoga stjórnarand-
stöðunnar í Búrma, fyrir að hafa
brotið skilmála stofufangelsis,
sem hún hefur verið í árum
saman.
Brotið felst í því að bandarísk-
um manni tókst að komast með
leynd inn í hús hennar, eftir að
hann hafði synt yfir vatn sem er á
bak við húsið.
Hún átti að losna úr stofufang-
elsinu 27. maí næstkomandi. Her-
foringjastjórnin er nú sökuð um
að notfæra sér þetta tilvik til að
halda henni lengur í fangelsi. - gb
Maður kom í heimsókn:
Suu Kyi ákærð
fyrir brot
UMHVERFISMÁL Hefja á skógrækt
og uppgræðslu í Selfjalli í Lækjar-
botnalandi í samvinnu Kópavogs-
bæjar, Skógræktarfélags Kópa-
vogs, Skógræktarfélags Íslands
og Gróður fyrir fólk í Landnámi
Ingólfs.
„Miðað er við að framkvæmdin
standi yfir til ársins 2020 og nái til
svæðis, sem er alls um 145 hekt-
arar lands. Áætlað er að árlega
verði gróðursettar liðlega tólf
þúsund trjáplöntur á svæðinu og
uppgræðsla nái til um sex hektara
lands á ári hverju,“ segir í greinar-
gerð sem lögð var fram í bæjarráði
Kópavogs. - gar
Samstarf í Lækjarbotnum:
Rækta skóg á
145 hekturum
VALTÝR
SIGURÐSSON
Ákærðir fyrir líkamsárás
Tveir ungir Hvergerðingar hafa verið
ákærðir fyrir að hafa ráðist á þriðja
manninn í félagsheimilinu í Árnesi.
Maðurinn marðist töluvert og krefst
rúmlega 1.200 þúsund króna í bætur.
DÓMSTÓLAR
SPURNING DAGSINS