Fréttablaðið - 15.05.2009, Síða 6
6 15. maí 2009 FÖSTUDAGUR
Vogaskóli fagnar 50 ára
afmæli sínu með
hátíðardagskrá í skólanum,
laugardaginn 16. maí n.k.
Dagskráin hefst kl. 13:00 og
henni lýkur kl. 16:00.
Okkur þætti vænt um ef þú
heiðraðir okkur með
nærveru þinni þennan dag.
Vogaskóli 50 ára
Minna kólesteról
www.ms.is
Benecol er náttúrulegur
mjólkurdrykkur sem
lækkar kólesteról í blóði.
Mikilvægt er að halda
kólesterólgildum innan
eðlilegra marka því of
hátt kólesteról í blóði er
einn helsti áhættuþáttur
kransæðasjúkdóma.
Ein flaska á dag dugar
til að ná hámarksvirkni.
SVEITARFÉLÖGIN Hagræðing hjá
sveitarfélögunum á næstu árum
verður ekki gerð nema með breyt-
ingum hjá grunnskólunum, virð-
ist vera útbreidd skoðun sveitar-
stjórnarmanna. Finna þarf örfína
línu í hagræðingu á næstu miss-
erum, því ef skref í sparnaðarátt
verða of stór þá er sú hætta raun-
veruleg að samfélagið staðni og
vítahringur myndist.
Þetta var meðal þess sem kom
fram á samráðsfundi Sambands
íslenskra sveitarfélaga á mið-
vikudag. Ljóst er að staða sveitar-
félaganna er verri en áætlan-
ir gerðu ráð fyrir um áramót.
Skuldirnar nema um 240 millj-
örðum króna.
Ragnheiður Hergeirsdóttir,
bæjarstjóri í Árborg, sagði að
kjarasamningar við grunnskóla-
kennara væru einfaldlega með
þeim hætti að sveitarfélögin réðu
ekki við þá. „Ég vil hafa vel laun-
aða og hamingjusama kennara
fyrir börnin okkar en þetta er
einfaldlega of þungt fyrir okkur.“
Ragnheiður sagðist vita að við-
ræður SÍS og ríkisins við samtök
kennara um að endurskoða lög
og þar með kjarasamninga hefðu
ekki skilað árangri. „Það er ein-
faldlega ekki ásættanlegt vegna
þess að niðurskurður hjá sveitar-
félögunum verður ekki gerður
nema tekið sé á þessu máli.“
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri
í Vogum, benti á að fræðslumálin
tækju langmest af tekjum sveitar-
félaganna, og launakostnaðurinn
væri þar hvað mestur. „Ég held
að við náum engum árangri til
lengri tíma nema endurskoða
skipulagið inni í grunnskólunum.“
Hann sagði það umhugsunarefni
að árangur skólanna væri ekki í
samræmi við fjármagn og kenn-
arar væru ósáttir með laun sín.
„Það hlýtur eitthvað að vera að og
við verðum að leggjast yfir það
hvar sóunin er.“
Ragnheiður gerði að umtals-
efni þá stefnu nýrrar ríkisstjórn-
ar að hæstu laun hjá ríkinu verði
aldrei hærri en laun forsætisráð-
herra. „Hafa sveitarstjórnir efni
á að borga hærri laun en forsætis-
ráðherralaun, ég spyr? Við höfum
þau hærri í Árborg en höfum ekki
efni á því, alla vega ekki eins og
þetta er núna.“
Hanna Birna Kristjánsdóttir
borgarstjóri hafði uppi viðvörunar-
orð til sveitarstjórnarmanna
á fundinum. Hún benti á að sú
hætta væri fyrir hendi að sam-
félagið lamaðist yrði gengið of
langt í launalækkunum og skatta-
hækkunum. svavar@frettabladid.is
Skólakerfið of dýrt
fyrir sveitarfélögin
Sú skoðun er uppi á vettvangi Sambands sveitarfélaga að nauðsynleg hagræð-
ing náist ekki nema með uppstokkun á grunnskólunum. Bæjarstjórinn í Árborg
segir að sveitarstjórnir eigi að skoða stefnu ríkisins í launamálum.
FOLDASKÓLI Grunnskólarnir eru stærsti útgjaldaliður sveitarfélaganna. Sveitarstjórnar-
menn telja margir að þar verði að ráðast í sparnaðaraðgerðir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
RÓBERT
RAGNARSSON
RAGNHEIÐUR
HERGEIRSDÓTTIR
KÍNA, AP Zhao Ziyang, fyrrverandi
forsætisráðherra Kína, segir að
Deng Xiaoping, sem var æðsti leið-
togi landsins, hafi upp á sitt eins-
dæmi tekið ákvörðun um að láta
herinn taka af fullri hörku á mót-
mælendum á Torgi hins himneska
friðar í Peking í júní árið 1989.
Sjálfur segist Zhao hafa ráðlagt
Deng að gæta hófs: „Ef við förum
í hart gegn fjöldanum, þá gæti
ástandið orðið hættulegt og við
gætum gjörsamlega misst stjórn-
ina,“ segist Zhao hafa sagt á fundi
17. maí árið 1989.
Þetta kemur fram í 300 blaðsíðna
bók sem unnin er upp úr 300 klukku-
stunda löngum segulböndum, sem
Zhao tókst að tala inn á með leynd,
þótt hann hafi verið undir ströngu
eftirliti í stofufangelsi í Peking.
Talið er að aðgerðir hersins helg-
ina 3. og 4. júní þetta ár hafi kost-
að hundruð ef ekki þúsundir manna
lífið.
Zhao missti embættið vegna sam-
úðar sinnar með málstað mótmæl-
endahreyfingarinnar, sem barðist
fyrir lýðræðisumbótum í Kína með
friðsömum mótmælum í Peking.
Zhao lést árið 2005 eftir fimmtán
ár í stofufangelsinu.
„Hann sjálfur skildi ekki eftir sig
nein fyrirmæli um það hvernig upp-
tökurnar verði notaðar. En ég er í
engum vafa um að hann hefði vilj-
að að útgáfa hans af sögunni lifði
áfram,“ sagði Bao Pu, einn af rit-
stjórum bókarinnar. - gb
Fyrrverandi forsætisráðherra Kína um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar:
Segir sína hlið sögunnar
Á TALI VIÐ MÓTMÆLENDUR Á síðustu
ljósmyndinni sem birtist opinberlega af
Zhao Ziyang sést hann ræða við mót-
mælendur á Torgi hins himneska friðar.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SVÍÞJÓÐ Innan ESB hefur verið
ákveðið að allir þingmenn á Evr-
ópuþinginu fái sömu laun óháð
því frá hvaða landi þeir eru. Sam-
kvæmt launahækkun sem fljót-
lega tekur gildi fær hver þing-
maður jafnvirði tæplega 1,3
milljóna króna á mánuði.
Sænskir þingmenn hafa tæpar
876 þúsund krónur í laun á mán-
uði, að sögn Aftonbladet, og er
því um verulega launahækkun
að ræða. Þingmennirnir geta þó
afþakkað hana og látið sér nægja
að hafa tæp 900 þúsund á mánuði.
Launahækkunin, sem kemur úr
sjóðum ESB, er verulega umdeild
í Svíþjóð. - ghs
Svíþjóð:
ESB-þingmenn
fá hærri laun
SVEITARSTJÓRNIR „Það eru yfirleitt
frekar fjársterkir aðilar sem eiga
frístundahús á Rangárbökkum og
þeir ættu að geta kostað malbik-
unina sjálfir,“ segir Guðlaug Ósk
Svansdóttir, sveitarstjórnarfull-
trúi minnihlutans í Rangárþingi
eystra.
Sveitarstjórnin hefur sam-
þykkt að verja 2,6 milljónum
króna í malbikun vegar að leigu-
lóðum undir frístundahús í landi
Móeiðarhvols. Vegagerð ríkisins
mun hins vegar sjá um að leggja
undirlag á veginn. Vegna ríkjandi
vindátta á svæðinu blæs töluvert
af malarveginum yfir sumarhúsa-
byggðina.
Guðlaug og Sólveig Eysteins-
dóttir greiddu atkvæði gegn
framkvæmdinni. Þær segja með
öllu óeðlilegt að sveitarfélagið
leggi í þennan kostnað sem því sé
ekki skylt að gera á sama tíma og
álögur á íbúa séu auknar vegna
erfiðrar fjárhagsstöðu.
„Það má segja að þetta mál sé
draugur sem ákveðnir aðilar í
sveitarstjórn drógu með sér úr
fyrri sveitarstjórn. Þeir segja að
gefið hafi verið um þetta loforð en
það kemur hvergi fram í samning-
um um þessar leigulóðir,“ segir
Guðlaug sem kveðst telja að verja
mætti fjármunum sveitarfélagsins
á betri hátt. „Þetta er spurning um
hverjir borga hér útsvar og hverj-
ir eiga þjónustu okkar skilið.“
Meðal þeirra sem eiga sumar-
hús og land á þessum slóðum á
bökkum Eystri-Rangár eru hjón-
in Ástríður Thorarensen og Davíð
Oddsson, fyrrverandi seðlabanka-
stjóri. - gar
Minnihluti sveitarstjórnar Rangárþings eystra gagnrýnir vegagerð við sumarhús:
Malbika að sumarhúsum í kreppu
GUÐLAUG ÓSK SVANSDÓTTIR Sveit-
arstjórnarfulltrúi minnihlutans segir
Rangaárþing Eystra ekki eiga að borga
malbikun vegar að frístundabyggð.
FÉLAGSMÁL Borgarráðsfulltrúar
Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks segja engar ábendingar
hafa borist um að vinnslu mála hjá
Barnavernd Reykjavíkur sé ábóta-
vant. Borgarráðsfulltrúi Samfylk-
ingar segir hins vegar verulega
þörf á fleira starfsfólki í barna-
verndarvinnu. Borgarráðsfulltrúi
VG segir að með versnandi fjárhag
heimilanna verði auk almennra
aðgerða til aðstoðar verst settu
heimilunum að fjölga stöðugildum
í barnaverndinni, að hefja eftirlit
með tannheilsu barna í skólum og
tryggja að þau fái öll skólamáltíð
án tillits til efnahags. - gar
Meirihluti borgarráðs:
Barnavernd
ekki ábótavant
MOSFELLSBÆR Sigurtillagan um
væntanlegan Ævintýragarð í hug-
myndasamkeppni Mosfellsbæjar
nefnist „Að spinna ævintýr“.
Sigurvegararnir að baki hug-
myndinni eru Landmótun sf. og
Sviðsmyndir ehf. Tillagan þykir
stuðla vel að hugmyndum bæjar-
yfirvalda um afþreyingar- og
útivistarsvæði sem henti öllum
aldurshópum, allt árið um kring.
Líklegt þykir að þremur efstu
tillögum samkeppninnar verði
blandað saman. Allar þrjár þóttu
innihalda spennandi og skemmti-
legar hugmyndir sem féllu vel
hver að annarri.
Uppbygging í Mosfellsbæ:
Nýr ævintýra-
garður í bígerð
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
– Mest lesið
Ætti að hækka gjöld á áfengi
og bensín?
Já 14,4%
Nei 85,6%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Á að leggja á sykurskatt í for-
varnaskyni?
Segðu þína skoðun á visir.is
KJÖRKASSINN