Fréttablaðið - 15.05.2009, Side 10

Fréttablaðið - 15.05.2009, Side 10
10 15. maí 2009 FÖSTUDAGUR ÁSTRALSKUR FRUMBYGGI Í LONDON Major Sumner heitir hann og situr fyrir utan breska þjóðminjasafnið, þar sem geymdar eru jarðneskar leifar ástralskra frumbyggja. Ástralarnir vilja fá líkamsleifarnar heim til Ástralíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Þú getur alltaf treyst á prinsinn Hlíðasmára 8 • 201 Kópavogi • s: 554 7200 www.hafid.is UTANRÍKISMÁL Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er rætt um að byggja upp pólitísk tengsl við heimastjórn Palestínu. Sveinn Rúnar Hauksson, for- maður Íslands-Palestínu, fagnar því en vonar að sáttmálinn sé fyrsta skrefið í átt að pólitískum tengslum við stjórnvöld á Gasa líka. „Það er mikilsvert að Palestínu- mál séu formlega á dagskrá ríkis- stjórnarinnar,“ segir hann. „En það sem skiptir máli núna er að ganga lengra. Íslensk stjórnvöld hafa hingað til einungis rætt við stjórnvöldin í Ramallah, ekki ríkis- stjórnina á Gasa,“ segir Sveinn Rúnar. Ósamræmi sé í því að vilja styðja sjálfsákvörðunarrétt þjóð- ar og neita um leið að virða úrslit kosninga. „Ríkisstjórnin ætti því sem allra fyrst að koma á stjórn- málasambandi við stjórnina á Gasa, sem er með lýðræðislegan meirihluta á bak við sig,“ segir hann. Hamas-samtökin fengu meiri- hlutakosningu í Palestínu 2006. Síðan hafa þau verið einangruð af vestrænum ríkjum, öðrum en Nor- egi, og kom til borgarastríðs milli Hamas og Fatah. „En til að byrja með ættu allir íslenskir þingmenn að geta sam- einast um að gera allt sem þeir geta til að þingmenn og ráðherr- ar Hamas verði leystir úr haldi,“ segir Sveinn Rúnar. Þeir hafi verið fangelsaðir fyrir það eitt að vera þingmenn Hamas. - kóþ Formaður Íslands-Palestínu fagnar stjórnarsáttmálanum en vill ganga lengra: Ættum að virða kosningarnar SVEINN RÚNAR Hvetur stjórnina til að stíga skrefið til fulls og virða niðurstöðu þingkosninga í Palestínu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STOKKHÓLMUR, AP Sömu flutningaflugvélarnar og notaðar eru til vopnasmygls á átakasvæðum Afríku eru einnig notaðar til að flytja hjálpargögn fyrir alþjóðlegar hjálparstofnanir. Að þessari niðurstöðu er komist í nýrri skýrslu frá Alþjóðlegu friðarrann- sóknastofnuninni í Stokkhólmi, SIPRI. Samkvæmt skýrslunni eru níutíu prósent af þeim flugvélum sem staðnar eru að því að flytja ólögleg- ar vopnasendingar líka leigð af hjálparstofnunum Sameinuðu þjóðanna, Evrópusambandsins og aðild- arríkja NATO, auk þekktra óháðra hjálparsamtaka. „Verst er þetta í Súdan, þar sem öll þau fyrir- tæki sem hafa komist á skrá hjá SÞ fyrir þátttöku í vopnasmygli hafa einnig verið notuð til að flytja hjálpargögn,“ segir Hugh Griffiths, einn höfunda skýrslunnar. Talsmenn Alþjóða Rauða krossins og Lækna án landamæra brugðust strax við þessum niðurstöðum með því að segja það vera ógjörning að vita hvað þær flugvélar, sem leigðar væru til að flytja hjálpar- gögn, væru notaðar í þess utan. SIPRI hefur sagt að flutningar með flugi gegni lykilhlutverki í dreifingu léttvopna til stríðandi aðila á átakasvæðum álfunnar. Í sumum tilvikum skipti hjálparstofnanir áfram við flugfélög sem sett hafi verið á bannlista vegna þátttöku í vopnasmygli. - aa Athygli vakin á að smyglvopn og hjálpargögn eru flutt með sömu flugvélum í Afríku: Flest flugfélög í vopnasmygli VARPAÐ ÚR FLUGVÉL Hjálpargögnum er varpað úr sömu vélum og eru notaðar til vopnasmygls. NORDICPHOTOS/AFP KAUPMANNAHÖFN Norðmaðurinn Andreas Bull-Gundersen lést eftir að hann fékk bjórglas í höfuðið þegar hann var að skemmta sér með vinum sínum í Kaupmannahöfn um helgina. Vinir piltsins segja hann hafa verið blæðara og að starfsmenn bráðavaktarinnar hafi ekki skilið þá. „Við sögðum aftur og aftur að hann væri blæðari en hjúkrunar- fræðingurinn skildi það ekki,“ segir vinur unga Norðmannsins. „Eftir að hann fékk bjórglasið í höfuðið fórum við á spítalann en fengum enga hjálp. Og lögreglan sagði bara að hann hefði bara fengið kúlu á ennið.“ - ghs Kaupmannahöfn: Danirnir skildu ekki norskuna EFNAHAGSMÁL Franek J. Rozwadow- ski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, segir sjóðinn ekki telja svigrúm til frekari lækkana stýri- vaxta. Á síðasta vaxtaákvörðunar- degi Seðlabankans var boðuð veg- leg vaxtalækkun í júní. „Stýrivextir á Íslandi eru ekki háir þegar búið er að leiðrétta þá gagnvart áhættu,“ segir Rozwadow- ski. Hann flutti erindi á ársfundi Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) í gær. „Ef þið viljið að fólk haldi áfram fjárfestingum sínum í krónum er ljóst að leikinn yrði hættulegur leikur með því lækka stýrivexti of hratt og í of stórum skrefum,“ segir hann jafnframt. Í viðtali við Fréttablaðið árétt- ar Rozwadowski að horfa verði á mögulega lækkun stýrivaxta í sam- hengi við markmið samkomulags ríkisins og AGS um aðgerðir í efna- hagsmálum. Þá sé líka ljóst að á síð- ustu vikum hafi krónan gefið eftir og sé nú með veikasta móti eftir að fjármálakreppan brast á. „Við sjáum ekki að hægt sé að lækka stýrivexti frekar á þessu stigi. Var- kárni er lykilatriði,“ segir hann og bendir um leið á að bið sé á að áhrif vaxtaákvarðana skili sér að fullu. „Veruleg lækkun upp á 250 punkta er nýafstaðin og við þurfum að sjá og meta áhrif hennar. Staðreynd- irnar eins og þær blasa núna við ýta ekki undir frekari lækkun.“ Franek Rozwadowski áréttar þó að peningastefnunefnd Seðlabank- ans sé sjálfstætt stjórnvald. Spurn- ingunni um hver áhrifin kunni að vera á samstarf stjórnvalda og AGS verði ekki tekið tillit til varn- aðarorða sjóðsins geti hann ekki svarað. „Stýrivaxtastefnan er háð mati. Vonandi hefur nefndin í huga möguleg áhrif á gengi krónunnar. Áætlun stjórnvalda og AGS leggur áherslu á stuðning við hana.“ Að sögn Rozwadowski eru í fjölda tilvika á gjaldeyrismarkaði, þrátt fyrir gjaldeyrishöft, teknar ákvarðanir um hvort fólk heldur sig við krónur eða færir sig í annan gjaldeyri. „Og þar hafa stýrivext- irnir áhrif. Eftir því sem vextirn- ir lækka eykst líka hvati til að fara framhjá þeim.“ Sjónarmið AGS, líkt og fram kom í ræðu Rozwadowski í gær, er að fyrir haustið eigi að vera hægt að aflétta að fullu gjaldeyrishöftum á nýjar fjárfestingar. „Þetta telj- um við mikilvægasta þáttinn í að aflétta höftum á gjaldeyrismark- aði og lykilatriði í endurreisn efna- hagslífsins. Þetta þýðir hins vegar ekki að öllum höftum verði aflétt. Eldri fjárfestingar verða áfram háðar hömlum.“ Þeim segir Roz- wadowski hægt að aflétta eftir því sem gjaldeyrisstaða Seðlabankans batnar. Það gæti þó tekið alllangan tíma, tvö til þrjú ár. Afnám hafta í haust hafi hins vegar snertiflöt við stýrivaxta- stefnuna. „Hafi höftum verið aflétt og stýrivaxtastigið er þá ekki nógu hátt til þess að halda fjárfesting- um í krónum, geta áhrifin orðið þeim mun meiri á gengi krónunnar. Mikilvægt er að koma sér ekki í þá stöðu að hafa gengið of langt.“ Rozwadowski segir áætlun AGS og ríkisins ganga út á að velja þá leið út úr vandanum sem minnst- an tilkostnað hafi, en allar séu þær erfiðar. „Skoðunin sem fram kemur í áætluninni er að meiri kostnaður yrði af því að missa tökin á geng- inu og þar með verðbólgu. Allt er þetta spurning um að velja rétta leið og áætlun stjórnvalda leggur áherslu á að ná tökum á gengi krón- unnar.“ Svein Harald Øygard seðla- bankastjóri segir Seðlabanka Íslands hafa átt ágætar viðræð- ur við AGS um stefnu í peninga- málum. „Bankinn þekkir því sjón- armið sjóðsins vel og tekur mið af þeim og öðrum sjónarmiðum þegar staðan er metin. Ákvörðun um stýrivexti er tekin sjálfstætt af peningastefnunefndinni í samræmi við lögin um Seðlabanka Íslands,“ segir hann. olikr@frettabladid.is SFF-DAGURINN Kaarlo Jännäri, finnskur bankasérfræðingur, flytur erindi á degi Samtaka fjármálafyrirtækja, í fundarsal Kaupþings í Borgartúni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Höftum aflétt þegar í haust Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur ekki svigrúm til frekari lækkana stýrivaxta. Gjaldeyrishöftum á nýjar fjárfestingar verður aflétt í haust. Á síðasta vaxtaákvörðunardegi var boðuð veruleg lækkun vaxta í júní. HJÓLAR Þó að heimilið hafi verið lagt í rúst á Ismail enn hjól og hjálm sem aðdáandi sendi honum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP INDLAND, AP Tíu ára stjarna kvik- myndarinnar Viltu vinna millj- arð er heimilislaus eftir að lögreglumenn vopnaðir bambus- prikum hröktu um þrjátíu fjöl- skyldur út úr kofum í fátækra- kerfi í Mumbai á Indlandi og jöfnuðu heimili þeirra við jörðu. Azharuddin Mohammed Ismail skaut upp á stjörnuhimininn eftir að hann lék aðalpersónu kvik- myndarinnar Viltu vinna millj- arð. Gott gengi myndarinnar í kvikmyndahúsum hefur lítið gert fyrir ungar stjörnur hennar, sem enn búa í fátækrahverfinu þrátt fyrir loforð framleiðenda mynd- arinnar um fjárhagsstuðning. - bj Milljarðastjarna heimilislaus: Kofinn jafnað- ur við jörðu FÉLAGSMÁL Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur eru afar ósáttir við 800 milljóna króna arðgreiðslur félagsins til sveitarfélaganna sem eiga veituna. Laun starfsmanna voru nýverið lækkuð, og krefjast þeir þess að launalækkunin gangi til baka, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2. Arðgreiðslurnar eru lægri en fyrirhugað var, og launalækkun mun ekki ganga til baka, sagði Guðlaugur Gylfi Sverrisson, stjórnarformaður OR. - bj Ósáttir við arðgreiðslur OR: Launalækkun gangi til baka

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.