Fréttablaðið - 15.05.2009, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 15. maí 2009 13
KENÍA, AP Keníabúar eru æva-
reiðir yfir vægum dómi sem
aðalsmaður af enskum uppruna
fékk fyrir að hafa drepið veiði-
þjóf á landareign sinni.
Enskættaði baróninn Thomas
Cholmondeley átti yfir höfði sér
ævilangt fangelsi, en hlaut þess í
stað átta mánaða fangelsisdóm.
Veiðiþjófurinn hét Robert
Njoya og var svartur á hörund,
en baróninn hvítur. Dómnum
verður líklega áfrýjað.
Cholmondeley hefur setið í
fangelsi síðan í maí 2006. Hann
var upphaflega ákærður fyrir
morð, en var dæmdur sekur um
manndráp. Hann hafði árið 2005
skotið veiðivörð til bana á land-
areign sinni, en fallið var frá
ákæru í því máli vegna skorts á
sönnunar gögnum. - gb
Dómur vekur reiði:
Átta mánuðir
fyrir manndráp
THOMAS CHOLMONDELEY Hvíti barón-
inn í réttarsal. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BARACK OBAMA Bandaríkjaforseti hugs-
ar sig tvisvar um. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BANDARÍKIN, AP Barack Obama
Bandaríkjaforseti reynir nú að
koma í veg fyrir að birtar verði
ljósmyndir, sem sýna bandaríska
hermenn misþyrma föngum.
Í síðasta mánuði sagðist Obama
ekki ætla að standa í vegi fyrir
því að myndirnar, sem eru 44
talsins, yrðu birtar 28. maí sam-
kvæmt dómsúrskurði.
Obama skipti um skoðun eftir
að hann sá myndirnar. Yfirmenn
í hernum segja að birting mynd-
anna geti skaðað starfsemi hers-
ins í Afganistan og Írak.
Birting myndanna gæti einnig
gert Obama erfiðara fyrir á fundi
með múslimum í Egyptalandi í
byrjun júní. - gb
Obama skiptir um skoðun:
Vill nú stöðva
birtingu mynda
Ræstingaútboð ógilt
Kærunefnd útboðsmála hefur ógilt
val Ríkiskaupa á tilboði Sólarræstingar
ehf. í útboði á ræstingum fyrir Land-
spítalann í Fossvogi. Úrskuðarnefndin
segir Ríkiskaup skaða bóta skyld ISS
Íslandi ehf. sem kærði útboðið.
RÍKISKAUP
SPÁNN, AP Loftmengun er nokkuð
hversdagsleg í borgum Spánar,
en vísindamenn hafa nú greint
innihald mengunarinnar á nokkr-
um stöðum og komist að óvæntri
niðurstöðu.
Í loftinu sveima sumsé fíkni-
efni á borð við kókaín, amfetam-
ín, ópíum, kannabis og lýsergíð-
sýru, sem er LSD.
Efnin finnast að vísu í afar litlu
magni í andrúmsloftinu, en kóka-
ínið þó sýnu mest.
Sá fyrirvari er þó gerð-
ur að sýnin voru tekin rétt hjá
háskólum í Madríd og Barcelona
og gæti verið að neysla stúdenta
hafi haft áhrif á niðurstöðuna. - gb
Görótt loftmengun á Spáni:
Kókaín mælist í
andrúmsloftinu
DÓMSMÁL Sýslumaðurinn á Hvolsvelli er að gefa út
ákæru vegna niðurrifs stigagangs í sameignarhúsi á
Kirkjubæjarklaustri. Þegar er rekið einkamál vegna
niðurrifsins fyrir Héraðsdómi Suðurlands og er dóm-
ari væntanlegur á vettvang í næstu viku.
„Ég kemst enn ekki inn í íbúðina,“ segir Jón Hlíðar
Runólfsson, eigandi risíbúðar á efstu hæð í þriggja
hæða húsi á Klaustri. Einkahlutafélagið KBK, sem
keypti hluti í byggingunni sitt hvoru megin við Jón,
lét í fyrravor rífa stigahús sem lá að íbúð Jóns. KBK
mun vera að innrétta veitingastað í húsinu. Sjálfur
býr Jón á höfuðborgarsvæðinu en leigði íbúðina út
undir starfsfólk hótelsins á Klaustri.
Jón segir réttinn vera sín megin. Samkvæmt
eignaskiptasamningi hafi stigahúsið tilheyrt honum.
Sýslumannsembættið á Hvolsvelli virðist vera sam-
mála Jóni því verið er að gefa út ákæru, meðal ann-
ars fyrir eignaspjöll. Fyrir sitt leyti hefur Jón auk
þess rekið einkamál á hendur KBK. Hann krefst
skaðabóta vegna niðurrifsins og tapaðra leigutekna.
„Það er ótrúlegt hvernig kerfið er. Þetta er búið að
taka heilt ár og enn kemst enginn inn í íbúðina. Ég
vil fá bætur og að stiginn verði endurreistur,“ segir
Jón. - gar
Dómari fer á vettvang til að skoða aðstæður og ummerki eftir horfið stigahús:
Ákært í stigamáli á Klaustri
ld og blá úr rnin ekki í skólasundi á þeim tímum sem hætta á frosti er
æjarlaugar að hækka hitann í barnalauginni á meðan skólasund er,“ segir Óskar.
- gar
LÖGREGLUMÁL Jón Hlíðar Runólfs-son, eigandi íbúðar á Klaustur-vegi á Kirkjubæjarklaustri, hefur kært til lögreglunnar á Hvolsvelli að fyrirtækið KBK ehf. hafi látið fjarlægja stiga við fjölbýlishúsið sem íbúðin er í. Íbúðin er á þriðju hæð hússins og stiginn var eina leiðin til að komast að henni. KBK, sem áætl-ar að byggja upp atvinnurekstur í húsnæðinu, segir stigann hafa farið inn á sína eign og ekki hafa samræmst brunavarnarreglum.„Ég er búinn að kæra þá til sýslumanns og lögreglu fyrir eignaspjöll. Þetta verður skaða-bótamál. Það er verið að kveða til dómskvadda matsmenn til að meta stigann og skemmdirnar,“ segir Jón. „Þessi stigagangur og stigi hefur alltaf verið einkaeign okkar íbúðar. KBK keypti svo hér um áramótin og fannst þetta taka of mikið pláss og ákvað aðrífa þetta í b
Ófært í íbúðina eftir að stiginn var rifinnEigandi íbúðar á Kirkjubæjarklaustri segir að ekki sé hægt að komast í íbúðina eftir að stigi að innganginum var rifinn niður. Fyrirtækið KBK er með áform um atvinnurekstur í húsinu og stiginn var fyrir. KBK segir stigann ólöglegan.
a-
17.
f
um
u
óns
nar.
r
ir
kur-
fi
ta
r
.
h
olið
LÖGR
róle
men
Sigu
lögre
Fjö
sama
að fag
aðalle
yfir m
Stöl
stutt v
gefið m
um nót
Þrátt
haft um
ó
Un
R
þj
RÓ
þjó
lögFRÉTTABBLAÐIÐ 19.
JÚNÍ 2008 Upphaf-
lega var sagt frá
stigahúsdeilunni á
Kirkubæjaklaustri
í Fréttablaðinu í fyrra-
sumar.
ATHYGLISVERÐ NEKT Áhugasamur
gestur virðist fyrir sér verkið Nekt nr. 2
á listasafni í Hong Kong í Kína.
FRÉTTABLAÐIÐ / AP