Fréttablaðið - 15.05.2009, Side 16
16 15. maí 2009 FÖSTUDAGUR
FRÉTTAVIÐTAL: Ocampo saksóknari alþjóðaglæpadómstólsins
Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur
Íslenskt stjórnborð - Stórt hurðarop
Íslenskar leiðbeiningar - 20 ára ending
Miele þvottavélar hafa verið framleiddar í yfir hundrað ár.
Miele þvottavélar eru framleiddar til að endast.
Þvottavélar - Verð frá kr. 154.995
Þurrkarar - Verð frá kr. 129.995
TILBOÐ
Sparaðu
með Miele
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
FRÉTTAVIÐTAL
JÓN SIGURÐUR EYJÓLFSSON
jse@frettabladid.is
Pakistansher gerir nú harða hríð að herskáum talibönum í norðvesturhluta lands-
ins, þar sem þeir höfðu lagt undir sig heilu héruðin. Hundruð þúsunda almennra
íbúa hafa flúið átakasvæðin. Á þessum slóðum búa Pastúnar, en hvergi njóta
talibanar meira fylgis en meðal þeirra.
■ Hverjir eru Pastúnar?
Pastúnar eru rúmlega fjörutíu milljón manna þjóð sem býr bæði í Pakistan og
Afganistan, norðvestan til í Pakistan en suðaustan til í Afganistan. Pastúnar hafa
frá fornu fari einnig verið kallaði Afganir, þótt landamæri Afganistans og Pakistans
liggi nú þvert í gegnum heimkynni þeirra. Í Pakistan eru Pastúnar rúmlega 25
milljónir, og eru þeir næstfjölmennasta þjóðin þar í landi. Í Afganistan eru nærri
fimmtán milljónir Pastúna, og þar eru þeir fjölmennastir þjóða og hafa lengi haft
ráðandi stöðu.
■ Hverjir eru talibanar?
Talibanahreyfingin nýtur meira fylgis meðal Pastúna en annarra þjóða, bæði í
Pakistan og Afganistan. Talibanar eru strangtrúaðir múslimar, sem vilja að lögum
íslams verði fylgt með mun strangari hætti en almennt tíðkast meðal múslima-
þjóða. Talibanahreyfingin varð til meðal ungra afganskra flóttamanna sem sóttu
kóranskóla í Pakistan á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, þegar Rússar
höfðu hertekið landið og borgarastyrjöld var skollin á. Talibanar fengu ríkulegan
stuðning frá stjórnvöldum í Pakistan, Sádi-Arabíu og
Bandaríkjunum til að berjast gegn Rússum í Afganistan.
■ Hve víðtækur er stuðningurinn?
Skoðanir Pastúna á talibönum eru þó afar skiptar.
Almennt virðast Pastúnar leggja meira upp úr því
að verja sjálfstæði sitt og lífshætti gagnvart
utanaðkomandi valdi, hvort sem þar er um
að ræða stjórnina í Pakistan eða erlenda hernámsliðið
í Afganistan. Meðan talibanar standa uppi í hárinu
á Bandaríkjamönnum njóta þeir stuðnings meðal
Pastúna, en minni hrifning virðist vera fyrir því að
láta vígasveitir talibana komast upp með að stjórna
öllu í heimkynnum Pastúna.
Segja má að vegferð Luis
Moreno Ocampo hafi
verið mörkuð af fyrsta
verkefni hans sem hlaut
alþjóðlega athygli. Það
var árið 1985 þegar hann
var aðstoðar saksóknari
í frægum réttar höldum í
föðurlandi sínu Argentínu
yfir Jorge Rafael Videla
sem var einræðisherra á
árunum 1976-1983. Átta
aðrir voru dregnir fyrir
dóm í þessum umfangs-
miklu réttarhöldum en um
fimmtán þúsund manns
hurfu sporlaust í stjórnar-
tíð Videla.
Árið 2003 var hann skipaður sak-
sóknari Alþjóðaglæpadómstóls-
ins í Haag. Hann hefur ekki setið
auðum höndum þar. Í mars síðast-
liðnum lét hann gefa út handtöku-
skipun á Omar al-Bashir, forseta
Súdans, fyrir stríðsglæpi og glæpi
gegn mannkyni. Forsetinn reynir
þó að gera sem minnst úr því og
reynir hvað hann getur að ferðast
til landa í opinberum heimsókn-
um og láta þannig í veðri vaka að
alþjóðasamfélagið gefi ekki mikið
fyrir gjörninginn.
Ocampo verður heiðursgestur á
málþingi á laugardagsmorgun um
framfylgd alþjóðalaga er varða
gróf mannréttindabrot og mann-
úðarlög. Það er á vegum Háskól-
ans í Reykjavík og er haldið í
Rauða salnum svokallaða í Versl-
unarskóla Íslands.
Skylda að koma forsetanum fyrir
dóm
Það er ekki oft sem forsetar eru
dregnir fyrir alþjóðadómstóla.
Almenningur í Kartúm, höfuð-
borg Súdans, mótmælir harð-
lega þessari ákvörðun og kall-
ar Alþjóðadómstólinn „dómstól
hvíta mannsins“. Kemur ekki upp
sú hugsun hjá þér hvort þú hafir
verið full djarfur?
„Þetta er ekki spurning um það.
Látum okkur nú sjá, af hverju er
ekki stríð milli Alabama og Miss-
issippi? Af því að það eru stofn-
anir í Bandaríkjunum. Af hverju
er ekki stríð milli Þýskalands og
Frakklands? Nú, af því að þau eru
í Evrópusambandinu og heyra
undir sömu stofnanir. Þetta er
leiðin til þess að komast hjá stór-
átökum og þetta er hugsunin með
Rómarsáttmálanum frá árinu
1998 sem Alþjóðaglæpadómstól-
inn vinnur eftir; að binda þjóðir
saman í gegnum stofnanir. Hvað
viðvíkur Darfúr þá var ég beðinn
af öryggisráðinu um að rannsaka
málið sem í fyrsta kasti sneri að
Ahmad Muhammad Harun sem
er með um fimmtíu ákærum um
glæpi gegn mannkyni en Omar al-
Bashir, forseti Súdans, neitar að
framselja hann þannig að hann
heldur áfram í embætti. Hvað á ég
að gera? Ég er tannhjól í þessari
stofnun sem er að rannsaka mál-
efni Darfúr þar sem tvær millj-
ónir hafa týnt lífi. Öll höfum við
okkar hlutverk í þessum heimi og
það er mín skylda að koma þeim
fyrir rétt og það er það sem ég er
að gera.“
Heillast af fórnarlömbunum
Það hlýtur að breyta heimsmynd
manns að hafa þann starfa að ná
með lagabókstafnum til manna
sem hugsanlega eru ábyrgir fyrir
pyntingum og morðum í þúsunda-
tali. Er eitthvað í fari þessara
manna sem hann telur þá eiga
sameiginlegt? „Þeir eiga það allir
sameiginlegt að þeir hafa tekið á
sig þá ábyrgð að verja sinn hóp.
Og til að verja hópinn sinn ráð-
ast þeir á þann næsta sem er
óvinurinn. Þar er hugsunarháttur-
inn sá sami svo aftur er reitt til
höggs. Það er rót allra stríðs átaka
að koma óvininum fyrir kattar-
nef. Þess vegna erum við með
lög sem segja að við verðum að
virða alla, jafnvel óvini okkar.“
En hefur þú séð eitthvað í fari
þessara manna sem hefur jafn-
vel heillað þig? „Nei, ég heillast
hins vegar af fórnarlömbunum
sem þola harðræði þeirra.“
Mamma, Maradona og réttlætið
En sjálfur hefur Ocampo fengið
að kenna á því að mörkin milli
óvinanna eru ekki alltaf klippt
og skorin. Móðir hans var til
dæmis fylgismaður Videla ein-
ræðisherra. Ocampo var aðstoðar-
saksóknari í réttarhöldunum yfir
honum og yfirheyrði um 800
manns til að varpa ljós á ódæði
einræðisherrans. „Hún var á því
að Videla hefði staðið vörð um sig
og sinn hóp.“ Var það ekki erfitt
fyrir þig að þið skylduð standa
svona hvort sínum megin við
þessa víglínu? „Nei, því hún skil-
ur út á hvað réttarhöld ganga.
Það er ekki verið að stinga mönn-
um inn fyrir að vera óvinir ein-
hvers. Í réttarhöldum er borin
virðing fyrir lögunum og fyrir
þeim ákærðu. Þau sýna í reynd
hvað virðing er. Móðir mín sagði
líka við mig eftir réttarhöldin að
henni hafi þótt vænt um Videla
og það hefði ekki breyst en hins
vegar væri hún sannfærð um það
eftir allt saman að hann ætti að
vera bak við lás og slá.“
Ocampo hefur haft kynni af
öðrum umdeildum landa sínum
en hann varði eitt sinn Diego
Maradona. „Maradona lenti í
vandræðum með blaðamenn sem
voru fyrir utan húsið hans og
hann skaut á þá með loftriffli með
þeim afleiðingum að einn meidd-
ist lítillega.“ Ocampo hefur þó
ekki mikinn áhuga á að ræða það
mál, sem vissulega ber ekki jafn
hátt og önnur viðfangsefni hans
á ferlinum.
Ísland sem Argentína án tangós
Við Íslendingar höfum ekki orðið
fyrir barðinu á einræðisherrum
eða vopnuðum sveitum. Það órétt-
læti sem við kvörtum þó mest yfir
þessi dægrin er að fáir viðskipta-
menn hafa steypt þjóðinni í afar
erfiða stöðu með framferði sínu
síðustu ár með þeim afleiðingum
að margir okkar meðbræðra eru
á vonarvöl. Hvernig getur rétt-
lætið náð fram að ganga í þessu
tilfelli? „Ég ætla nú ekki að fara
að dæma í máli sem ég þekki ekki
til. En mér sýnist vandinn hafa
verið sá að fjármálaheimurinn óx
gríðarlega á stuttum tíma og því
var engin yfirstjórn yfir honum.
Spurningin er því hvernig hægt er
að bæta yfirstjórn sem ekki er til;
þar er ekki til nein alheimsstjórn
en efalítið gæti okkar vinnulag
hjálpað til í þeirri viðleitni að ná
utan um fjármálaheiminn.“
Hann kveðst ekki þekkja svo
mikið til hér á Íslandi. „En þó
veit ég að sjálfsögðu hver Eiður
Guðjohnsen er. Svo ímynda ég
mér eftir allar þær raunir sem
þið hafið farið í gegnum síðustu
misseri að Ísland sé eins konar
Argentína, bara án tangós.“
Hugsjónamaðurinn með
hættulegustu óvinina
DIEGO MARADONA Knattspyrnugoðið
fékk Ocampo til að verja sig.
NORDICPHOTOS/GETTY
LUIS MORENO OCAMPO Hann situr ekki auðum höndum í Haag. Hann vill láta
reyna á hvort hægt verði að koma armi laganna yfir FARC-skæruliðana í Kólumbíu
og gefin út handtökuskipun á forseta Súdans. Hann var aðstoðarsaksóknari við
réttarahöldin yfir Videla einræðisherra Argentínu árið 1985.
FBL-GREINING: TALIBANAR OG PASTÚNAR
Uppgjör í Pakistan