Fréttablaðið - 15.05.2009, Side 19

Fréttablaðið - 15.05.2009, Side 19
Bókin er uppfull af hugmyndum um hvernig nýtni og hagsýni koma að góðum notum við að gera einfaldan en skemmtilegan heimilismat. Nanna Rögnvaldardóttir færir þér uppskriftir að fjölbreyttum heimilismat; réttum sem hægt er að breyta á ýmsa vegu, eftir smekk og fjárhag hvers og eins eða bara eftir því hvað er í skápunum hverju sinni. Heimilislegar hugmyndir úr eldhúsi Nönnu Nanna Rögnvaldardóttir áritar bók sína í Eymundsson í Suður-Kringlu á laugardaginn kl. 14:00-14:30. 4.990 kr. á tilboði til 24. maí 4.290 kr. Köld eggjakaka, skorin í sneiðar og borin fram t.d. með góðu salati og brauði – getur verið af- bragðsgóður matur eins og hún kemur fyrir – jafn- vel þótt hún hafi bara verið gerð úr afgöngum eða því sem til var í ísskápnum. Svo geturðu gert eggjakökusamlokur, smurt gróft brauð eða góða brauðbollu með dálitlu majónesi eða smjöri og lagt salatblað, tómatsneiðar og sneiðar af kaldri eggjaköku ofan á. Hitaðu eggjakökuafganginn og berðu hann fram með góðri kryddaðri tómatsósu, grænu salati og brauði. Eða skerðu eggjakökuafganginn í teninga og nokkrar pylsur í bita og steiktu á pönnu. Skerðu kaldan eggjakökuafgang í bita eða Sett það út í allskonar kjöt-, kjúklinga- og grænmetissúpur og pottrétti; það á sérlega vel við með tómötum og baunum og er ómissandi í baunasúpuna á sprengi- daginn. Strjúktu annaðhvort blöðin af stilkunum eða settu þá heila út í og mundu svo eftir að veiða þá upp úr áður en rétt- urinn er borinn fram. Dreift nokkrum timjangreinum í steikingar- fatið þegar þú ofnsteikir kartöflur og annað grænmeti, e.t.v. ásamt hvítlauksgeirum. Notað ferskt timjan í alls kyns maríneringar fyrir kjöt og fisk. Notað blöðin af potta-timjani í salöt og kaldar sósur og heilar greinar til að skreyta með. Blandað smátt söxuðu fersku timjani saman við brauðrasp þegar á að steikja eitt- hvað eða saman við ost í gratínréttum. Timjan hentar mjög vel í flesta villibráðar- rétti. Velt soðnum kartöflum upp úr ólífuolíu ... TIMJAN? Timjan er kryddjurt sem gott er að eiga í potti í eldhúsglugganum og getur enst nokkuð lengi þannig. Það endist einnig sæmilega í ísskápnum – lengur en ýmsar aðrar kryddjurtir. Annars er töluverður munur á því timjani sem keypt er í potti og er ungt og ferskt, með mjúkum stönglum, fremur bragðmilt og hentar best fyrir ósoðna rétti eða skamma eldun, og svo innfluttum, afskorn- um timjanstönglum sem yfirleitt eru trékenndir og blöðin bragðmeiri og henta betur fyrir langa suðu og steikingu. Ferskt timjan má nota í ótal rétti og þú getur t.d.:

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.