Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.05.2009, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 15.05.2009, Qupperneq 20
20 15. maí 2009 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ UMRÆÐAN Gunnar Tómasson skrifar um efnahagsmál Í minnisblaði viðskiptaráðherra – Endur-reisn fjármálakerfisins - sýn viðskipta- ráðherra á verkefnin framundan – dags. 5. maí segir svo í 1. lið: „Í ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins frá því í október 2008 var kveðið á um að til- teknar eignir og skuldir færðust yfir frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju. Í kjölfarið gerði Fjármálaeftirlitið samning við Deloitte LLP um að meta þær eignir og skuldir sem færðust á milli. Einnig gerði eftirlitið samning við alþjóða ráðgjafa- fyrirtækið, Oliver Wyman, til þess að hafa tilsjón með mati á eignunum. Fjármálaeftirlitið fól Deloitte LLP að byggja mat sitt á hugtakinu gangvirði, en skilgreining þess gerir ráð fyrir að nýju bankarnir haldi áfram starfsemi sem fullfjármagnaðir íslensk- ir bankar á innanlandsmarkaði og þurfi hvorki að losa eignir (eða gera upp skuldbindingar) í bráð né með nauðungarsölu. Niðurstöður matsins liggja nú fyrir og er nú verið að kynna þær hagsmunaaðilum í samræmi við stefnu þar að lútandi.“ Gangvirði („fair value“ á ensku) vísar til sölu- verðs eigna við ríkjandi markaðsaðstæður án tillits til upphaflegs kaupverðs eða nafnverðs, t.d. reynd- ist gangvirði eigna Glitnis í Noregi sl. október vera 10% af kaupverði 2004 og brezkur fjármálamaður bauð 5% í áhvílandi skuldir á eignum Baugs í Bret- landi á sama tíma. Þegar bankar fara á hliðina fara eignir þeirra á brunaútsölu, sbr. yfirtöku Bank of America á skuldum og eignum Merrill Lynch & Co. um síðustu áramót á 12% af gangvirði hluta- bréfa fyrirtækisins í janúar 2007. Markað- urinn er harður húsbóndi eins og skuldsett heimili landsins sannreyna um leið og stjórn- völd bjóða þeim aðstoð í skötulíki. Hins vegar hafa íslenzk stjórnvöld slegið skjaldborg um hagsmuni erlendra og innlendra kröfuhafa á Gömlu bankana sbr. þær vinnureglur sem Fjármálaeftirlitið setti Deloitte LLP við mat á eignum þeirra og eiga ekkert skylt við gang- virði í merkingu þess hugtaks við ráðstöfun eigna gjaldþrota banka. Höfuðstóll og skilmálar húsnæðislána Gömlu bankanna eru ótvírætt umfram greiðslugetu fjölda lántakenda. Það væri því glapræði fyrir Nýju bankana að yfirtaka slík lán skv. mati Deloitte LLP sem byggir á öðrum forsendum. Vandi stjórnvalda verður einfaldlega ekki umflúinn: skjaldborg verður ekki slegin samtímis um hagsmuni heimila landsins og kröfuhafa Gömlu bankanna. Hið sama er upp á teningnum varðandi skuldir sjávarútvegsfyrirtækja: Nýju bankarnir myndu verða nánast óstarfhæfir til langframa við yfirtöku skuldanna á margföldu gang- virði. Mat á eignum Gömlu bankanna samkvæmt þeirri aðferðafræði sem Fjármálaeftirlitið fyrirskipaði myndi ofmeta eignir þeirra til hagsbóta fyrir erlenda og innlenda kröfuhafa um e.t.v. hundruð milljarða miðað við eignamat samkvæmt „fair value“ aðferðafræðinni. Leiðrétting á mistökum Fjármálaeftirlitsins og endurmat eigna Gömlu bank- anna í samræmi við viljayfirlýsingu stjórnvalda til AGS myndi skapa samsvarandi svigrúm til að aðlaga greiðslubyrði heimila landsins af skuldum við bankakerfið að greiðslugetu þeirra. Höfundur er hagfræðingur. Eignamat gömlu bankanna GUNNAR TÓMASSON 34% 74% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18-49 ára. Könnun Capacent í febrúar 2009 – apríl 2009. Fréttablaðið er með 117% meiri lestur en Morgunblaðið Allt sem þú þarft... Þetta er mitt sæti! Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, er vissulega ósáttur við það að þurfa hugsanlega að sjá á eftir þingflokks- herberginu til Vinstri grænna. Sjálfur á hann ekki margar minningar þaðan en hins vegar hefur flokkurinn verið lengi með herbergið og því hefur skapast löng hefð fyrir því að flokkurinn sitji þarna inni. Sjálfstæðismenn geta örugglega hugsað sér gott til glóðarinnar ef þessi málflutn- ingur Sigmundar er að gera sig. Það er til dæmis löng hefð fyrir því að Sjálfstæðismenn hafi fleiri en sextán þingmenn. Hvað gera eyjarskeggjar í klandri? Steingrímur J. Sigfússon reynir eftir fremsta megni að tala kjark í landann nú þegar svo illa árar. Sagði hann í ræðu á fundi Samtaka fjármálafyrirtækja í gær að hann vonaðist til að Íslendingar ynnu sig úr þessum vanda rétt eins og Eyjamenn gerðu eftir gosið. Minnti hann á að þeir fóru til baka og skófu öskuna af húsþökunum og hófust handa við enduruppbyggingu. En ekki þó allir því íbúar þar voru rúmlega 5.300 fyrir gosið 1973. Síðan þá hafa þeir aldrei komist yfir fimm þúsund. Það er hætt við að einhverjir fari af eyjunni að þessu sinni líka. Sætir tíðindum hjá Ömma Ástarljóð prýða nú verslunarglugga á Laugaveginum. Bréfin fengust við söfnun á ástarbréfum og ástarjátn- ingum. Sunna Dís Másdóttir, meist- aranemi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands, stendur fyrir henni í samvinnu við Landsbóka- safnið. Ákaflega sætt myndu flestir segja. Því má hún prísa sig sæla að Ögmundur Jónasson er ekki kominn lengra í fyrirætlunum sínum. Hann vill koma skikki á tannhirðu barnanna, ætlar að leggja á sykurskatt og þykir það tíðindum sæta. jse@frettabladid.isF lest bendir til þess að tilveran verði beisk á ýmsa lund á næstu misserum. Þar á meðal í orðsins fyllstu merkingu, því verð á sykri stefnir hratt upp á við. Vegna uppskeru- brests á Indlandi hefur heimsmarkaðsverð á sykri hækk- að um fimmtíu prósent á nokkrum mánuðum og hefur fyrir vikið ekki verið hærra í þrjú ár. Þessu til viðbótar boðar Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra sérstakan sykurskatt sem hann ætlar að leggja fyrir ríkisstjórnina í dag. Er skatturinn hugsaður sem liður í að bæta tannheilsu barna og unglinga. Nú er hreint ekkert athugavert við að sælgætisgrísir landsins horfi fram á magra tíma. Hitt er annað mál að það er örugglega tálsýn að sykurskattur hafi eitthvað með tannheilsu ungmenna að gera þegar upp er staðið. Þar hafa aðrir þættir mun meiri áhrif. Staðreyndin er sú að upp úr 1990 hafði tekist með þrotlausu for- varnarstarfi að stórbæta tannheilsu yngstu kynslóða Íslendinga. Var hún orðin um það bil jafn góð og jafnaldra þeirra á hinum Norðurlöndunum. Um miðjan síðasta áratug ákvað hins vegar þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að norræna heilbrigðismódelið í tannverndarmálum dygði ekki hér og ákvað að hætta að endurgreiða tannlæknakostnað barna að fullu. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa. Íslenskir krakkar eru nú með tvisvar sinnum fleiri skemmdar tennur en jafnaldrar þeirra í Svíþjóð. Er það arfleifð kerfisbreytingar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á sínum tíma. Það er verðugt verkefni að koma skikk á tannheilsu barna og mikið gleðiefni að kominn sé í heilbrigðisráðuneytið ráðherra sem hefur það að hjartans máli. Ekki fer á milli mála að framlag hins opinbera er þar mikilvægt. Hugmynd Ögmundar um sykurskattinn er hins vegar dæmi um að ákafinn hafi borið hann ofurliði. Íslendingar hafa lengi verið í efstu deild í heiminum í gosdrykkjaþambi, og hefur þó skattur aldrei verið lágur á þeim veigum. Þambið er miklu frekar einn af þjóðarósiðum okkar, líkt og að geta helst ekki farið á milli húsa nema akandi í einkabíl. Í viðtali við Ríkisútvarpið í gær taldi heilbrigðisráðherra upp þá sem hann vill að samhæfi krafta sína í baráttunni við tann- skemmdir barna. „Hér þurfa að koma að heilbrigðisyfirvöld, skólarnir og sveitarfélögin,“ sagði hann og gleymdi allra mikil- vægasta hópnum; foreldrunum. Auðvitað stendur það fyrst og fremst upp á foreldra að halda börnum sínum frá of miklum sætindum og að passa upp á að þau bursti í sér tennurnar. Það eru líka foreldrar þessa lands sem þurfa að taka upp betri siði í innkaupum á til dæmis drykkjar- vörum fyrir heimilin. En því miður vitum við einnig að ekki ráða allir foreldrar við hlutverk sitt. „Foreldrar sem ekki sinna börnunum teljast með mestu erfiðleikum sem börn eiga við að stríða í Svíþjóð,“ sagði Lena Nyberg, umboðsmaður sænskra barna, í merkilegu erindi í Norræna húsinu fyrir tveimur árum. Þessi hópur barna þarf aukna hjálp frá þeim sem Ögmundur taldi upp. Skattur á sykur skiptir hann engu máli. Tímabær tiltekt í tannheilsumálum barna: Skattar og foreldrar JÓN KALDAL SKRIFAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.