Fréttablaðið - 15.05.2009, Page 22
„Við höfum verið þarna þrír ætt-
liðir saman í kór síðan í haust,“
segir Salóme Ásta Guðmundsdóttir
heimilislæknir, sem syngur í kórn-
um Vox Academica ásamt föður
sínum og dóttur.
„Pabbi minn, Örn Guðmundsson,
byrjaði í haust og dóttir mín, Erla
Steinunn Guðmundsdóttir, byrjaði
þá líka en ég var búin að vera leng-
ur í þessum kór,“ segir Salóme Ásta.
Svo skemmtilega vill til að foreldr-
ar hennar kynntust í kórastarfi.
„Pabbi og mamma kynntust í Pólýf-
onkórnum árið 1958 og ég fæddist
nokkrum árum síðar. Svo kynntist
ég mínum manni líka í kór en við
hittumst í Hamrahlíðar kórnum og
þá fæddist Erla Steinunn nokkrum
árum seinna,“ segir hún og hlær.
„Þetta hefur því verið mjög dramat-
ískt kórastarf hjá okkur og afdrifa-
ríkt. Nú er bara spurning hvað ger-
ist hjá dóttur minni.“
Salóme Ásta viðurkennir að
gaman sé að stunda kórastarfið
saman. „Ég og dóttir mín erum
samferða á kóræfingar og ég hitti
pabba oftar núna en annars. Að
mörgu leyti er þetta því þægilegt
og gaman að þessu.“
Um þessar mundir æfir kór-
inn eitt af stórvirkjum tónbók-
menntanna en Vox Academica
flytur ásamt einsöngvurum og
hljómsveit h-moll messu Bachs
í Langholtskirkju laugardaginn
16. maí næstkomandi. „Þetta er
gríðarstórt verk og höfum við
æft síðan rétt eftir jól. Verkið
er mikil upplifun og frábært að
fá að kynnast því. Þetta er eitt
af mögnuðustu verkum tónbók-
menntanna að mínu mati,“ segir
Salóme Ásta heilluð. Kammer-
sveitin Jón Leifs Camerata leik-
ur með kórnum og stjórnandi er
Hákon Leifsson. Kórnum til full-
tingis er einvalalið einsöngvara:
Hlín Pétursdóttir Behrens sópr-
an, Ingunn Ósk Sturludóttir mezz-
ósópran, Gissur Páll Gissurarson
tenór, Ágúst Ólafsson barítón og
Jóhann Smári Sævarsson bassi.
Miðaverð er 4.000 krónur og fást
miðar í forsölu hjá 12 Tónum og
kórfélögum en einnig er hægt að
panta miða með því að senda tölvu-
póst á voxacademica@gmail.com
eða fara á heimasíðu kórsins www.
voxacademica.net. Einungis er um
eina tónleika að ræða. „Kórinn er
ekki á neinum styrkjum þannig
þetta þarf að greiðast upp með sölu
aðgöngumiða og kostnaðarsamt er
að setja upp marga tónleika,“ segir
Salóme Ásta og hvetur sem flesta
til að nýta sér tækifærið og hlýða á
hina glæstu tónsmíð Bachs. „Hver
einasta kóræfing verður eiginlega
eins og lítil hugleiðslustund. Verkið
krefst heilmikillar einbeitingar og
fyrir mig, sem vinn ekki við tón-
list dags daglega, er þetta mikil
upplifun. Hins vegar er mikið af
tónlistarfólki í kórnum sem hjálp-
ar okkur hinum mikið,“ segir hún
og brosir. hrefna@frettabladid.is
Þrír ættliðir saman í kór
Kórinn Vox Academica flytur eitt af stórvirkjum tónbókmenntanna, h-moll messu Bachs, í Langholts-
kirkju 16. maí næstkomandi. Svo skemmtilega vill til að þar syngja þrír ættliðir saman.
ÞJÓNUSTUDAGUR TOYOTA verður haldinn í fimmta sinn á laugardag.
Þar geta allir Toyota-eigendur fengið bílinn þveginn frítt. Dagskráin
stendur frá 11 til 15 í húsakynnum Toyota í Kópavogi, Reykjanesbæ,
á Ísafirði, Selfossi og Akureyri. Þá er boðið upp á grill og gos.
Erla Steinunn Guðmundsdóttir, Salóme Ásta Arnardóttir og Örn Guðmundsson syngja öll saman í Vox Academica en auk þess
eru þau tengd ættarböndum þar sem Salóme er dóttir Arnar og Erla dóttir Salóme. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Íþróttasamband Íslands var stofnað 17. maí árið 1979 og er
því þrjátíu ára í ár. Af því tilefni verður opið hús í Krika við Ell-
iðavatn (húsi Sjálfsbjargar) á sunnudaginn frá klukkan 14 til
17. Veitingar verða í boði og eru allir velkomnir. Lalli töfra-
maður mætir í afmælisveisluna klukkan 15 og skemmtir gest-
um.
Í dag hefst einnig Sambandsþing ÍF á Radisson SAS Hóteli
Sögu og lýkur annað kvöld. Þar verða meðal annars heiðraðir
íþróttamenn sem hafa unnið til verðlauna á stórmótum.
Íþróttasamband fatlaðra á tímamótum
ÞRJÁTÍU ÁR ERU LIÐIN FRÁ STOFNUN ÍÞRÓTTASAMBANDS FATLAÐRA OG VERÐUR TÍMAMÓTUNUM FAGNAÐ Á SUNNUDAG.
Frá nýárssundmóti barna og unglinga í janúar.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN