Fréttablaðið - 15.05.2009, Qupperneq 28
4 föstudagur 15. maí
Ragnhildur Magn-
úsdóttir dagskrár-
gerðarkona á Bylgjunni
segist aldrei hafa skilið
hugtakið að vera „pakk-
að inn í bómull“. Fyrir
henni hafi lífið verið háð
stöðugum breytingum,
flutningum og að læra
á nýtt umhverfi. Ragn-
hildur segir frá upplifun
sinni af því að vera
ættleidd, manninum í
lífi hennar sem núllstillir
hana og því að „þykja
skrítin“.
Viðtal: Júlía Margrét
Alexandersdóttir
Myndir: Stefán Karlsson
R
agnhildur Magnús-
dóttir er ein þeirra
sem glæða einsleitt
mannlífið á Íslandi
lífi. Enda ólst hún
upp í Bandaríkjunum og margir
sem hitta hana verða hálfhissa á
því hve opin hún er. Ragnhildur
segir að fyrst eftir að hún flutti
heim hafi það tekið hana tíma að
skilja að hennar Kanafas þætti
stuðandi. „Ég er ekki eins opin og
þegar ég flutti fyrst til Íslands.
Þá var ég bara: „Halló, góðan dag-
inn, nice to meet you,“ – við alla.
Svo eftir ítrekuð óvinsamleg við-
brögð hugsaði maður: Íslending-
urinn vill þetta ekki. Fólk vill ekki
að maður sé svona opinn. Margir
héldu að ég væri bara stórskrítin.
Það var svolítið sjokk fyrir mig
því ég kunni ekkert annað en að
heilsa öllum, taka í höndina á
fólki og stundum faðmaði maður
fólk sem maður var bara búinn
að hitta tvisvar. En ég hugsa að
fas mitt tengist ekki bara því að
vera alin upp í Ameríku. Þetta er
held ég mun frekar tengt sjálfs-
bjargarviðleitni. Ég kann svo vel
að byrja upp á nýtt, redda mér
og sjá um mig. Ég fór að heim-
an fimmtán ára og hef flutt og
skipt um skóla oftar en ég kann
tölu á að koma. Fas mitt kemur
mikið til út af því að þurfa enda-
laust að byrja upp á nýtt í fram-
andi aðstæðum.“
KANAMELLAN Í KÓPAVOGI
Átta ára gömul flutti Ragnhildur
frá Stykkishólmi og bjó eftir það í
Kaliforníu þar til hún flutti heim
fyrir átta árum. Hún var að vísu
á þónokkru flakki og flutti meðal
annars í Kópavoginn á ferm-
ingarárinu. Það var ekkert sér-
stök reynsla að sögn Ragnhild-
ar og hún fór aftur út. „Það var
kannski ekki eins algengt á þess-
um árum að krakkar væru mikið
erlendis, við krakkarnir sem höfð-
um búið mikið úti lentum í þessu.
Ég var til dæmis einfaldlega köll-
uð Kanamellan í Kópavogi,“ segir
Ragnhildur en virðist þó í dag
hafa húmor fyrir lífsreynslunni.
En hún segist samt hafa lært það
á því að búa hér síðustu árin að
vera passasamari á því hvaða
fólki hún hleypir að sér og gera sig
ekki algerlega varnarlausa gagn-
vart manneskjunni. Við ætlum
hins vegar aðeins að gera þetta
í vitlausri tímaröð og ræða næst
upprunann og örlítið flókna fjöl-
skyldusögu.
Ragnhildur á íslenska fjölskyldu,
foreldra og systkini sem búa öll úti
í Kaliforníu. „Fósturpabbi minn,
sem ég kalla pabba, heitir Magn-
ús Þrándur Þórðarson og mamma
mín heitir Helga Þorvarðardóttir.
Fósturpabbi minn ættleiddi mig
en blóðfaðir minn heitir Stefán
Ágúst Magnússon,“ segir Ragn-
hildur en Magnús og Helga tóku
saman þegar Ragnhildur var bara
nokkurra mánaða. „Mamma og
fósturpabbi minn kynnast heima
hjá Sigurjóni Sighvatssyni og kon-
unni hans, Siggu Jónu. Pabbi og
Sigurjón voru saman í skóla og
mamma og Sigga Jóna voru vin-
konur. Mamma var þarna að passa
fyrir Siggu Jónu og var kasólétt af
mér. Fósturpabbi minn, Magnús, sá
mömmu þarna og varð strax ást-
fanginn af henni án þess að neitt
gerðist. Í kjölfarið fór hann svo
til Afríku á vegum Rauða kross-
ins í eitthvert hjálparstarf, veikt-
ist alvarlega af malaríu og kom því
heim aftur til Íslands. Þarna er ég
orðin nokkurra mánaða gömul og
mamma er skilin. En hann hafði
hins vegar allan tímann verið með
hugann við mömmu og var bara
ákveðinn í að fá hana til að gift-
ast sér. Sem svo gerðist. Aðstæð-
ur þóttu þannig að best væri að
hann ættleiddi mig, sem og hann
gerði. Þetta þótti auðvitað svolítið
djarft á þessum tíma en þau voru
alltaf svo ákveðin. Og þau eru enn
þann dag í dag yfir sig ástfangin,
hann klípur hana meira að segja
á kaffihúsum í Kaliforníu,“ segir
Ragnhildur.
BLÓÐTENGSL VIÐ FÓLK SEM
ÉG ÞEKKI LÍTIÐ
Sambandið við blóðföðurinn var
af skornum skammti. „Í dag er
ég í nánast engu sambandi við
hann. Ég hef séð hann og rekist
á hann og sem stelpa á ég óljósar
minningar um símtöl á afmælum
og jólum og fyrsta minning mín
um hann er göngutúr um Hlíð-
arnar með honum þar sem hann
gaf mér ís og var hinn ljúfasti.
Við náðum hins vegar bara ein-
faldlega ekki að tengjast þegar
ég komst á fullorðinsár, sem
mér finnst stundum skrítið því
við erum eiginlega nákvæmlega
eins í útliti, og meira að segja
með mjög svipaða takta, sem
manni finnst fyndið því ég ólst
ekki upp með honum.“ Stefán,
blóðfaðir Ragnhildar, er bróðir
Ólafs F. Magnús sonar, borgarfull-
trúa og fyrrverandi borgarstjóra.
Hefur hún eitthvert samband við
aðra fjölskyldumeðlimi föður síns
megin, svo sem Ólaf? „Ég hitti Óla
stundum á förnum vegi. Og ég hef
alltaf haft gaman af honum. Mér
finnst hann fyndinn og duglegur
og ég hef alltaf haft „soft spot“
fyrir fólki sem fer sínar eigin
leiðir. Eflaust finnst einhverj-
um hann bráður, en mér finnst
hann bara fyndinn og skemmti-
legur. En í raun og veru hefur
þetta alltaf verið svolítið skrítið.
Ég á blóðtengsl við fólk sem ég
þekki mjög lítið en svo er fólkið
sem er mér mjög nátengt, ekki
blóðskylt mér. Ég þekki auðvitað
ekkert annað og finnst að þetta
eigi bara að vera svona. Ég hitti
blóðpabba minn nokkrum sinn-
um á unglingsárum þegar ég kom
til Íslands á sumrin og hann var
í mínum augum hress gaur sem
þekkti marga. Var mikið í veiði,
var formaður stangveiðifélagsins
og leiðsögumaður í veiði. Marg-
ir hafa líka sagt mér sögur af
honum og árunum sem hann var
starfandi módel og vann í Karna-
bæ og slíkt. Hann þótti víst ansi
laglegur karl. Ég kynntist honum
hins vegar ekki mikið.“
MISTÖK ERU EKKI HEIMS-
ENDIR
Ragnhildur var námsmanna-
barn en Magnús faðir henn-
ar var meðal annars í doktors-
námi í Berkeley í upplýsinga-
fræðum. Móðir hennar er kennari
að mennt og tók svo BA-próf í
kynjafræðum sem það myndi
líklega kallast í dag og var mik-
ill femínisti að sögn Ragnhild-
ar. Ragnhildur fetaði hins vegar
að nokkru leyti í spor Magnúsar
en hann var með eigin útvarps-
þátt á Rás 2 hér í „gamla daga“
og nú er Ragnhildur með eigin
þætti á Létt Bylgjunni ásamt því
að starfa á Bylgjunni. „Ég á fimm
ára starfsafmæli í útvarpinu nú
í ár. Ég hef þá skoðun að ef fólk
ætli að starfa í útvarpi við þess
konar þáttagerð sem ég geri verði
það að hafa mikla ástríðu fyrir
tónlist. Ég er mikið tónlistarnörd
og einnig finnst mér gaman að
reyna að ögra sjálfri mér og prófa
eitthvað nýtt. Það geri ég með því
að finna áhugaverð viðtalsefni og
slíkt.“ Hvernig tilfinning er það
að tala fyrir eyrum fjölda fólks
allan daginn? „Ég reyni bara að
vera ég sjálf og ég hef lært að það
er aldrei hægt að þóknast öllum.
Ég hef heyrt fólk segja: „Ég þoli
ekki þessa útvarpskonu“ og slíkt
tal tók ég nærri mér fyrst. Ég er
hins vegar sjóaðri í dag og veit
að það þarf ekki öllum að líka
við það sem maður gerir. Og mér
líður miklu betur í eigin skinni
með það bak við eyrað. Ég er ör-
uggari og veit að ef ég geri mistök
er það ekki heimsendir.“
Fortíð Ragnhildar á atvinnu-
markaðnum er svolítið skraut-
leg en eftir að hafa útskrifast
MARGIR HÉLDU AÐ ÉG VÆRI STÓRS
ÓVENJULEG FJÖLSKYLDUSAGA „En í raun og veru hefur þetta alltaf verið svolítið skrítið. Ég á blóðtengsl við fólk sem ég þekki
mjög lítið en svo er fólkið sem er mér mjög nátengt ekki blóðskylt mér. Ég þekki auðvitað ekkert annað og finnst að þetta eigi bara
að vera svona,“ segir Ragnhildur Magnúsdóttir um það að vera ættleidd.
„Erum við ólík? Nei, það er nú svo skrítið að við erum alls ekkert ólík,
þótt sýnast megi í fyrstu. En þó nægilega ólík til þess að það sé jafn-
vægi í sambandinu. Hann er einfaldlega mjög góður kærasti og vinur
og hefur góð áhrif á mig. Ég hálfpartinn núllstillist þegar ég er með
honum – hann róar mig.“