Fréttablaðið - 15.05.2009, Page 33

Fréttablaðið - 15.05.2009, Page 33
FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009 5eurovision ● fréttablaðið ● …að fyrsta keppnin var haldin í bænum Lugona í Sviss 24. maí árið 1956. Sjö lönd tóku þátt og lagði hvert þeirra fram tvö lög í keppnina. Þetta er eina keppnin þar sem land hefur átt fleiri en eitt lag í keppninni. Þess skal getið að í þessari fyrstu keppni sigraði gestgjafinn Sviss. …að Írland, sem tók fyrst þátt í Eurovision árið 1965, hefur sigrað sjö sinnum, oftast allra þjóða. Bretland, Lúxemborg og Frakkland deila með sér öðru sæti og hafa unnið keppnina fimm sinnum hvert. …að söngkonan Sandra Kim er yngsti keppandi sem hefur sigrað í Eurovision. Kim var aðeins þrettán ára þegar hún sigraði fyrir hönd Belgíu með laginu J´aime la vie árið 1986. …að á upphafsárum keppninnar voru Frakkland, Lúxemborg og Holland sigursælustu Eurovision- þjóðirnar en í seinni tíð hefur dregið úr velgengni þeirra svo um munar. Holland hefur ekki unnið síðan 1975, Frakkland síðan 1977 og Lúxemborg síðan 1983. …að eftir aldamótin fór það að færast í vöxt lönd sem aldrei höfðu unnið áður stæðu uppi sem sigurvegarar. Finnland landaði loks sigri eftir 45 ára bið árið 2006 en Úkraína, sem sigraði árið 2004, hafði ekki þurft að bíða eftir sigri nema í tvö ár. Serbía gerði sér svo lítið fyrir og vann í fyrstu tilraun árið 2007. Í dag er Portúgal það land sem hefur beðið hvað lengst eftir sigri en það tók fyrst þátt árið 1964. Íslendingar hafa verið með frá árinu 1986 og bíða enn. …að kjóllinn sem hin sænska Malena Ernman klæðist í keppninni í ár kostar litlar 400.000 sænskar krónur, eða 6,4 milljónir íslenskra króna. Einn kunnasti tísku hönnuður Svía, Camilla Thulin, hann aði kjólinn. Hann er skreyttur 365 fjöðrum sem einar og sér kostuðu á annað hundrað þúsund krónur. - ve/rve VISSIR ÞÚ... Ýmsar kröfur eru settar fram um tónlistarflutning í Eurovison- keppninni. Til dæmis er það skil- yrði sett að söngurinn sé aldrei leikinn af bandi. Frá 1956 til 1998 var þeim sem hélt keppnina svo uppálagt að sjá þjóðunum fyrir hljómsveit. Það var ekki fyrr en eftir 1973 sem þjóðir máttu velja um hvort hljóð- færaflutningur væri leikinn beint eða af bandi. Væri upptaka notuð þurftu hljóðfæraleikarar hins vegar að líkja eftir þeim hljóð- færum sem heyrðist í á bandinu. Sú krafa var svo felld niður árið 1997. Síðan 1999 hefur allur hljóð- færaleikur verið spilaður af upp- tökum. - vg Tónlistarflutningur í Eurovison Eintóm uppgerð? Slóvenskir fiðluleik- arar spila í þykjustunni undir söng Martinu. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.