Fréttablaðið - 15.05.2009, Síða 34

Fréttablaðið - 15.05.2009, Síða 34
 15. MAÍ 2009 FÖSTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● eurovision Ævintýralegur kjóll Jóhönnu var heldur betur á milli tannanna á fólki í aðdraganda undankeppni Eurovision. Ekki voru allir jafn vissir um að hann yrði Jóhönnu til framdráttar og þótti sumum hans helst minna á Barbie-kjól. Eftir undankeppnina hafa þær raddir hljóðnað, enda var Jóhanna stór- glæsileg á sviðinu og dramatískur og steinum skreyttur kjóllinn átti vel við atriðið og umgjörðina. Það er fatahönnunartvíeykið Andersen & Lauth sem á heiðurinn af hönnun kjólsins. Hann var sér- sniðinn á Jóhönnu og handsaumað- ur á Indlandi. Jóhanna mun aftur klæðast kjólnum í aðalkeppninni á laugar- dag, enda segja reglur keppninnar til um að atriði undankeppninnar og aðalkeppninnar skuli vera ná- kvæmlega eins. - hhs Eurovision-keppnin hefur af einhverjum ástæðum verið talin höfða einkum til samkyn- hneigðra karlmanna. Örvar Jens Arnarsson fellur ekki undir þá skilgreiningu en unn- ustan skilur ekki alveg hvaðan áhuginn er kominn. „Henni finnst þetta allt saman hálf fáranlegt, hún er ekkert með mér í þessu og fnæsir bara þegar ég fer að tala um þetta,“ segir Örvar Jens Arnarsson. Það sem betri helmingnum finnst svona asnalegt er áhugi Örvars á Eurovision-keppninni. Slíkur áhugi hefur verið bendlaður við samkynhneigða og Örvar viður- kennir það. „Það er ekkert laun- ungarmál að keppnin hefur verið tengd við samkynhneigðu senuna í Evrópu, af hverju það er veit ég ekki; kannski svífur einhver hýr gleði yfir þessu og kannski er það glamúrinn sem heillar.“ Áhugi Örvars á keppninni kviknaði fyrir um fjórum árum og hefur smám saman undið upp á sig. Hann vill meina að afmælis- dagurinn hans leiki þar stórt hlut- verk. „Ég á afmæli 20. maí og keppnin fer yfirleitt fram í kring- um þá dagsetningu. Við félagarn- ir höfum yfirleitt haft þann hátt- inn á að halda upp á afmælið með góðum Eurovision-veislum.“ Að þessu sinni verður aðal- kvöldið þann 16. maí en það breyt- ir litlu; Örvar og félagar verða límdir fyrir framan skjáinn þegar lögin taka að hljóma. Þar að auki skiptir Örvar miklu máli að nán- ast allt er leyfilegt í Eurovision, sem væri yfirleitt litið hornauga í öðrum keppnum. „Ég meina, finnsk skrímsli og kalkúnn frá Írlandi, hvar annars staðar sæi maður það en í Eurovision? Það er einmitt þetta sem gerir keppn- ina svona heillandi, þessir hlutir sem maður skilur ekki.“ Örvar segist ekki ganga svo langt að vega keppendur og meta út frá einhverri heimagerðri for- múlu. Hann hefur hins vegar hlustað á velflest lögin og ákvað að gamni sínu að velja tíu sig- urstranglegustu lögin. Þar er kunnuglegt andlit því líkt og svo margir Eurovision-spekúlantar spáir Övar norska laginu góðu gengi. „Ég á hins vegar eftir að sjá hvernig löndin á Balkanskag- anum taka í það og eins löndin fyrir botni Miðjarðarhafs.“ Hann er hins vegar ekki jafn bjartsýnn fyrir Íslands hönd, telur ekk- ert sérstaklega líklegt til vin- sælda að láta konu syngja ball- öðu. „Nei, mér finnst það eitthvað klisjukennt, ég held hins vegar að við komust upp úr riðlinum en það bíður okkar ekkert annað en önnur undankeppni að ári,“ segir Örvar. - fgg Eurovision-áhugi veldur deilum Kjóllinn sem Jóhanna klæðist í Eurovision- keppninni er hönnun tvíeykisins Andersen & Lauth. MYND/AFP Allt skal vera eins ● EUROVISION-BÓKIN KOMIN Brátt verður fáanleg glæný bók sem nær yfir hálfrar aldar sögu Eurovision-söngvakeppninnar. Tilefni útgáfunnar er að í þessum mánuði hefur Bretland verið með í keppninni í fimmtíu ár samfleytt, en reyndar kepptu Bretar fyrst árið 1957 en misstu úr árið þar á eftir. Bókin heitir á frummálinu Flying the Flag for the UK og er skrifuð af Harry Darby. Hún var gefin út 1. maí síðastliðinn og er þessa dagana að berast í verslanir. Í bókinni má finna viðtöl við helstu forkólfa Eurovision í Bretlandi, tilvitnanir í aðdáendur bæði frá Bretlandi og öðrum löndum og yfirlit yfir hinar 48 þjóðirnar sem keppt hafa við Bretland. Einnig má finna rökræður um kosningafyrirkomulag og könnun á því hverjir hrífast af Bretlandi í Eurovision og hverjum Bretland hefur hrifist af í gegnum tíðina. Í bókinni kennir því ýmissa grasa og er hún eflaust kærkomin lesning fyrir harða Eurovision-aðdáendur. Örvar segir Eurovision-keppnina fyrst og fremst áhugaverða vegna þess að þar leyfist sitthvað sem í öðrum keppnum væri litið hornauga. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A N TO N Heimskreppan lætur Eurovision- keppnina ekki ósnortna þó svo að hún sé vissulega með glæstu sniði í ár líkt og endranær. San Marínó dró sig úr keppninni af efnahagslegum ástæðum en Sló- vakía fyllti þeirra auða sæti með því að snúa aftur til keppni. Lett- land og Georgía ætluðu að draga sig út úr keppninni en síðar tilkynntu Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) að bæði löndin myndu taka þátt. Hins vegar ákváðu Georgíu- menn aftur að hætta keppni eftir að EBU hafnaði sigurlagi þeirra þar sem það þótti brjóta í bága við reglur keppninnar. Líkt og alþjóð veit hefur banka- kreppan á Íslandi ekki dregið úr Eurovision-þorsta Íslendinga og var það eflaust vonarljós fyrir marga að Jóhanna Guðrún og fylgi- fiskar skyldu komast áfram. Hvað það mun kosta okkur þegar upp er staðið á enn eftir að skýrast en spennandi verður að fylgjast með úrslitakvöldinu um helgina. - hs Áhrif kreppu á söngvakeppnina Slóvakía tekur sæti San Marínó sem dró sig úr keppninni í ár. MYND/AFP Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.