Fréttablaðið - 15.05.2009, Side 37

Fréttablaðið - 15.05.2009, Side 37
15. maí föstudagur 5 Stjörnumerki: Vog. Besti tími dagsins: Morgunkaffið. Geisladiskur- inn í spilar- anum: It´s the mother fxxxing remix! Uppáhaldsverslunin: Warehouse og apótek sem eru opin allan sólarhringinn. Líkamsræktin: Hlaup, fjöllin og sund. Mestu dekrið: Utanlandsferðir. Mesta freistingin: Að heimsækja Ameríku. Ég lít mest upp til: Tinu Turner. Áhrifavaldurinn: Æðri máttur. Draumafríið: Púertó Ríkó. Hverju myndirðu sleppa ef þú þyrftir að spara: Ég drekk ekki og á ekki bíl þannig að ég er mjög ódýr í rekstri. KRÍTIN sem stjórnmálafræðingur og sjá fram á að þurfa að borga af námslánunum réð hún sig í starf á bandaríska fjármála- markaðnum. „Jú, þar sem lætin og tölvurnar eru og allir kallarn- ir standa í skyrtu og með bindi á gólfinu. Ég passaði afskaplega illa þar inn þótt þetta hafi líka verið skemmtilegur tími. Var með tvær fléttur og fannst þetta pen- ingaæði nokkuð sem ég gat ekki tengt mig við. Eftir ár þar, flakk um Evrópu og námskeið hingað og þangað kom ég heim og tók atvinnuleitina mjög alvarlega eins og Ameríkanar gera, en þar úti er ekki auðvelt að fá vinnu. Ég gekk hring með ferilskrána en lenti hins vegar í miklum vandræðum því eftir langa dvöl í Ameríku gat ég varla sagt tvær línur án þess að hiksta eða segja eitthvað vitlaust. Og ég hef þurft að hafa mikið fyrir því að ná íslenskunni upp, trúðu mér, þetta hefur ekki verið þrauta- laus ganga.“ Ragnhildur náði þó einhvern veginn að hrífa fólk með sér því hún var ekki lengi atvinnulaus, hún fékk vinnu hjá framleiðslu fyrirtæki í kvik- myndageiranum, sem þá hét On en er í dag Saga Film. Hún starf- aði þar og svo við nokkur verk- efni fyrir Saga Film uns leiðin lá í útvarpið. Reynslan reynd- ist henni dýrmæt þegar kom að því að framleiða eigin kvik- mynd, From Oakland to Iceland, sem hún gerði um bróður sinn án nokkurra styrkja. NÚLLSTILLIST MEÐ MIKAEL TORFASYNI Það er svolítið eftir sögunni að Ragnhildur kynntist manninum í lífi sínu úti á götu um hábjart- an dag þar sem sameiginlegur vinur kynnti þau. Mikael Torfa- son rithöfundur og Ragnhildur hafa verið saman í nokkra mán- uði. Ragnhildur segist hafa vitað lítið um Mikael og þrátt fyrir að hafa unnið í fjölmiðlageiranum í fimm ár, og þau bæði, hafi þau aldrei hist fyrr en þarna í vetur. Hún hafi tengt nafnið hans við ritstjórastörf en ekki vitað mikið meir. „Erum við ólík? Nei, það er nú svo skrítið að við erum alls ekkert ólík, þótt sýnast megi í fyrstu. En þó nægilega ólík til þess að það sé jafnvægi í sambandinu. Hann er einfaldlega mjög góður kærasti og vinur og hefur góð áhrif á mig. Ég hálfpartinn núllstillist þegar ég er með honum – hann róar mig.“ Mikael er þessa dagana að klára að skrifa bók sem kemur út í haust en Ragnhildur segist hafa lesið skrif hans og vera núna í miðri bók: Heimsins heimskasti pabbi. „Mér finnst bækurnar hans skemmtilegar og ég kann að meta þetta hráa í honum. Þetta hefur allt hins vegar bara verið eins og maður segir: Óvænt og óplanað og bara gerðist. Hann náði mér strax eða svona „fattaði mig“ og setti mig ekki í kassa. Ég hef aldrei verið hrifin af því þegar fólk gerir það, það er svolítil tilhneiging í Íslendingum að vilja flokka alla. Ég er til dæmis til bæði Íslend- ingur og Ameríkani og þótt það hljómi eins og það sé ekki hægt þá er það bara þannig. Þegar ég er hér á landi er Kalifornía „heima“ og þá sakna ég opinna Banda- ríkjamanna og léttleika þeirra. Og þegar ég er úti þá sakna ég Ís- lands og svarta húmorsins okkar. Þá er Ísland heima.“ ✽ ba k v ið tjö ldi n ÓMISSANDI DEKUR Kynnum nýju litalínuna frá Bobbi Brown, Platinum Collection, fyrir kinnar, varir og augu. Komdu og fáðu faglega ráðgjöf. Kaupauki fylgir ef keypt er fyrir 5.000 krónur eða meira í Bobbi Brown.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.