Fréttablaðið - 15.05.2009, Page 45

Fréttablaðið - 15.05.2009, Page 45
FÖSTUDAGUR 15. maí 2009 21 UMRÆÐAN Jón Kristjánsson skrifar um Drauma- landið Nú er verið að sýna myndina Drauma- landið í kvikmynda- húsum og ég var einn af þeim sem fóru í bíó. Mér lék nokkur for- vitni á að sjá myndina, ekki síst vegna þess að ég var að hluta til þáttakandi í þeirri atburðarás sem verið er að lýsa. Ég var einn af þeim þrem fjórðu hlutum þingmanna sem samþykktu Kárahnúkavirkjun og studdu uppbygginguna á Reyðar- firði. Ég keypti bókina Drauma- landið á sínum tíma og las hana. Þess vegna kom myndin mér ekki á óvart. Hins vegar get ég ekki látið hjá líða að láta mitt álit á henni í ljós. Draumalandið er kynnt sem heimildarmynd. Þetta er ágæt- lega gerð kvikmynd enda eru fagmenn að verki, hvort sem um er að ræða myndatöku, textagerð eða klippingu efnis úr fréttum eða annars staðar frá. Hins vegar er myndin að mínum dómi fyrst og fremst áróðursmynd. Hún þjónar sínum tilgangi sem slík. Hún dregur fram málstað þann sem aðstandendur hennar eru að berjast fyrir, en það er langt í frá að hún dragi upp heildarmynd af framvindu mála, á þann hátt sem ég hélt að heimildarmyndir ættu að gera. Efnismeðferðin er ekki mjög sanngjörn, svo vægt sé til orða tekið. Annars verð ég að við- urkenna að ég kann ekki að draga markalínur milli heimildar- mynda og áróðursmynda, en eigi að síður er vissa mín að Drauma- landið flokkast undir vel gerðan áróður. Ég vil nefna nokkur atriði sem þessu marki eru brennd. Hallað réttu máli Í fyrsta lagi er lögð mikil áhersla á það í myndinni að stjórn- málamenn sjái ekk- ert annað en stórvirkj- anir sem undirstöðu atvinnulífsins og vilji virkja allt virkjanlegt afl á Íslandi, þar með talið Detti- foss og Gullfoss svo dæmi séu nefnd. Þarna er mjög hallað réttu máli svo ekki sé meira sagt. Ég hef ekki hitt þann stjórn- málamann sem ekki reiknar með því að af umhverfisástæðum þurfi að slá af varðandi virkjunar- kosti. Ég hef ekki heldur orðið var við það nú að virkjun í Jökulsá á Fjöllum sé á döfinni hvað þá Gullfoss, hvað sem ein- hverjum bæklingum um virkj- anlega orku líður. Ég tók þátt í því sjálfur sem settur umhverfis- ráðherra að kveða upp úrskurð um Þjórsárver og þá var lögð nokkur hugsun og vinna í það hvernig mætti hlífa þeim, og mér er ekki kunnugt um að það hafi staðið til nú í seinni tíð að sökkva þeim. Ekkert var getið um þetta í myndinni. Mér er líka ókunnugt um þann stjórnmála- mann sem telur að allt atvinnu- líf landsmanna eigi að byggjast upp á stóriðju. Í öðru lagi var aðbúnaður starfsmanna á virkjunarstað afgreiddur þannig að öll lög og reglur hefðu verið brotin og sú mynd sem áhorfendur sáu var úr gámi þar sem troðið hafði verið inn borði og nokkrir verkamann sátu þar við þröngan kost, þar á meðal einn sem klæddur var í plastpoka til fótanna. Vissu- lega var ekki allt eins og það átti að vera í upphafi framkvæmd- anna hvað aðbúnað snertir, en þessi mynd var víðsfjarri raun- veruleiknum, um það reglu- verk, sem í gildi er um aðbúnað á vinnustöðum. Löggjöf var m.a. breytt til þess að herða reglur um starfsmannaleigur. Vissu- lega urðu hörmuleg slys á virkj- unartímanum, enda voru þessar framkvæmdir þær flóknustu og erfiðustu sem gerðar hafa verið hér á landi. Óviðkunnanleg meðferð Í þriðja lagi var mikil áhersla lögð á það í myndinni að Alcoa væri vafasamt fyrirtæki í meira lagi, og klippt voru saman mynd- brot frá Indlandi og Ástralíu til þess að sanna það, auk þess sem prófessor nokkur var fenginn til vitnis. Ekkert var getið um það hins vegar að fyrirtækið hefur mér vitanlega farið eftir þeim reglum hérlendis sem settar hafa verið. Verksmiðjan á Reyðar firði er traustur vinnuveitandi það sem af er. Allur aðbúnaður þeirra að fólki á byggingartímanum var til fyrirmyndar og svo er enn. Sérlega fannst mér óviðkunnan- leg meðferðin á Guðmundi Bjarnasyni fyrrverandi bæjar- stjóra á Neskaupstað í myndinni. Ég þekki þann ágætismann vel og finnst það einkar óviðkunnanlegt að láta liggja að því að hann sé einhverskonar mútuþegi og verk- færi Alcoa til þess að plata sak- lausar sveitarstjórnir. Í fjórða lagi eru dregin fram í myndinni umhverfisáhrif virkj- unarinnar, og þau eru vissulega mikil. Önnur hlið þeirra, sú verri, er dregin fram og Örn í Húsey er meðal annars dreginn til vitn- is um áhrif þess að taka jökul- vatnið úr Jöklu. Það getur vissu- lega valdið leirfoki við vissar aðstæður og ekki ætla ég að gera lítið úr því. Hins vegar fylgja þessu einnig jákvæðir þættir. Ég fór fyrir mörgum árum í leið- angur með Erni að ánni þar sem hann óttaðist að hún væri að ryðja sér farveg yfir Húseyna og austur í Lagarfljót. Ég býst við að sú hætta sé ekki fyrir hendi leng- ur, auk þess að vinna er hafin að rækta upp lax í ánni. Ekkert af þessu ratar inn í myndina. Önnur hlið umhverfisáhrifanna er lónið og það land sem fer undir vatn. Ég er einn af þeim sem sjá eftir því landi. Það er engin ástæða til þess að draga fjöður yfir það. Ég var hins vegar þeirrar skoðunar að þessa fórn yrði að færa fyrir annan ávinning sem af fram- kvæmdinni er. Mér finnst hins vegar bót í máli að aðrir hlutar þessa risavaxna mannvirkis eru neðan jarðar. Háspennulínur eru ekki til prýði, þar sem þær eru, en mikið er gert úr þeim í mynd- inni eins og öllum neikvæðum þáttum. Ég gerði mér engar gyllivonir um jákvæða meðferð á almenn- ingi fyrir norðan og austan eða stjórnmálamönnum í myndinni. Stjórnmálamennirnir eru með- höndlaðir með ummælum sem yfirleitt eru klippt út úr lengri viðtölum eða ræðum. Sérstök áhersla var lögð á að sýna að Val- gerður Sverrisdóttir flokksystir mín og samstarfsmaður væri afar höll undir Alcoa. Valgerður vann að þessu máli af miklum dugnaði eins og hennar var von og vísa, með það að markmiði að styrkja atvinnulíf þjóðarinnar. Hvað fólkið fyrir norðan og austan varðar, þá lifir það við þann veruleika í atvinnumálum að því finnst tilkoma fyrirtækis sem hefur um 500 manns í fastri atvinnu og nokkur fyrirtæki í viðbót sem þjóna því sumum með tugum manna í vinnu gleðilegur atburður. Mér fannst sú gleði lögð út á versta veg í myndinni. Áróður verði að trúarbrögðum Myndin hefur að geyma sorg- legar senur af dýralífi við Háls- lón, eins og gæs sem flýtur uppi á hreiðri sínu. Það er dapurlegt á að horfa eins og aðrar myndir úr náttúrunni þar sem dýrin lifa í hinum harða heimi, og lúta í lægra haldi fyrir rándýrum og náttúruöflunum. Myndin endar hins vegar á senu af hreindýr- um á Vestur öræfum á hröðum flótta. Sá flótti er vissulega af manna völdum og stafar af flug- vél myndatökumannanna sem fylgir þeim eftir í lágflugi. Niðurstaða mín eftir að hafa horft á Draumalandið er að myndin sé vel gerð áróðursmynd en víðs fjarri því að draga upp sanngjarna heildarmynd af því sem gerðist fyrir austan. Gall- inn við áróðursmyndir er sá, ekki síst ef þær eru vel gerðar að efni þeirra fer smátt og smátt að verða sannleikur. Það mætti nefna mýmörg dæmi um slíkan sannleika í seinni tíð. Hættan er líka fólgin í því að hin einhliða mynd áróðursins verði að trúar- brögðum. Höfundur er fyrrverandi ráðherra. JÓN KRISTJÁNSSON Til fundar við Draumalandið Annars verð ég að viðurkenna að ég kann ekki að draga markalínur milli heimildar- mynda og áróðursmynda, en eigi að síður er vissa mín að Draumalandið flokkast undir vel gerðan áróður.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.