Fréttablaðið - 15.05.2009, Page 46
22 15. maí 2009 FÖSTUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Matreiðslumeistarinn Jóhannes Steinn Jóhannesson sigraði
í keppninni Matreiðslumaður ársins 2009 sem haldin var á
matartorgi sýningarinnar Ferðalög og frístundir í Laugar-
dalshöll um síðustu helgi. Með því varði hann titilinn frá því
í fyrra og hefur það ekki gerst síðan Sturla Birgisson sigr-
aði árin 1995 og 1996.
Jóhannes Steinn er að vonum ánægður og segir titlana
gefa sér byr undir báða vængi. Hann hefur staðið í ströngu
undanfarnar vikur en hann tók þátt í forkeppni í byrjun maí
og var á meðal þeirra fimm, úr sextán manna hópi, sem kom-
ust áfram. Síðan hefur hann verið að undirbúa aðalkeppn-
ina og útbúa matseðil.
„Við fengum allir sama hráefnið og var uppálagt að vinna
út frá því. Í forrétt áttum við að vera með hlýra og tuttugu
prósent annað hráefni. Í aðalrétt hrossalund og nautaflat-
steik og í eftirrétt peru, ananas, drekaávöxt og sítrónu-
timjan,“ útskýrir Jóhannes Steinn. Útkoman varð eftirfar-
andi: For réttur: Hægelduð hlýra- og humarrúlla ásamt bak-
aðri hlýrakinn og steiktum humarhala. Borið fram með
gulrótum, grænum ertum og stökku sólkjarnarúgbrauði.
Aðalréttur: Hrossalund í rauðrófuhjúp ásamt stökksteiktri
nautaflatsteik, kartöflu og hnúðbrauðsköku. Borðið fram
með rauðrófum, aspas, jarðskokkum og rósmaríngljáa.
Eftirréttur: Hvít súkkulaði- og pistasíukaka ásamt vanillu-
búðingi og pistasíuhlaupi. Borið fram með perukrapi og
sítrónublóðbergsfroðu.
Sigurinn veitir Jóhannesi keppnisrétt í keppnunum Mat-
reiðslumeistari Norðurlanda, Global Chef Challenge og One
World Competition svo dæmi séu tekin svo hann mun áfram
þurfa að brjóta heilann um uppskriftir og matseðla.
Jóhannes, sem starfar á veitingastaðnum Vox, segir að
þar á bæ hafi menn sópað til sín verðlaunum um helgina.
„Alba E. Hough var valin vínþjónn ársins og Ólafur Ágústs-
son sigraði í landshlutakeppninni Íslenskt eldhús en hann
keppti fyrir hönd Austurlands,“ segir Jóhannes. Í þeirri
keppni notar hver matreiðslumeistari hráefni úr sínu hér-
aði og segir Jóhannes aukna áherslu á slíka matargerð. Á
Vox, líkt og á veitingastaðnum Dill, í Norræna húsinu, notum
við til dæmis eingöngu norrænt hráefni. vera@frettabladid.is
JÓHANNES STEINN JÓHANNESSON:
MATREIÐSLUMAÐUR ÁRSINS
Byr undir
báða vængi
ÁNÆGÐUR MEÐ ÁRANGURINN Jóhannes varði titilinn frá því í fyrra.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
GRÍMUR THOMSEN FÆDDIST
ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1820.
„Sá er bestur sálargróður
sem vex í skauti móður.“
Grímur var íslenskt skáld,
bókmenntafræðingur, þing-
maður og bóndi.
MERKISATBURÐIR
1811 Paragvæ fær sjálfstæði frá
Spáni.
1941 Alþingi samþykkir að
fresta þingkosningum
um allt að fjögur ár vegna
hins óvenjulega ástands
sem ríkti í landinu sem
var hernumið. Kosningar
fóru fram strax á næsta
ári.
1952 Fiskveiðilögsaga Íslands er
færð út í fjórar mílur. Hún
var áður þrjár.
1967 Fyrsta íslenska sjónvarps-
leikritið, Jón gamli eftir
Matthías Johannessen, er
frumsýnt.
1987 John Travolta kvikmynda-
leikari kemur til Íslands.
1991 Edith Cresson er kjörin
fyrsti kvenforsætisráð-
herra Frakklands.
Vegna útfarar
Gunnsteins Lárussonar
skósmíðameistara verður öllum skóvinnustofum
lokað frá kl. 12-16.
Landssamband skósmiða.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar
ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
Bjargar Hallvarðsdóttur,
Höfðagrund 10, Akranesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækningadeildar
Sjúkrahúss Akraness fyrir góða umönnun og hlýlegt
viðmót.
Anna K. Skúladóttir Jón I. Haraldsson
Lárus Skúlason
Málfríður G. Skúladóttir Gísli H. Hallbjörnsson
Skúli Skúlason Margrét G. Rögnvaldsdóttir
Guðmundur Skúlason Guðrún Ísleifsdóttir
Hallveig Skúladóttir Stefán Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn , faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Magnús Finnbogason
frá Lágafelli, Gilsbakka 2, Hvolsvelli,
lést þriðjudaginn 5. maí. Útför hans verður gerð frá
Krosskirkju Austur-Landeyjum laugardaginn 16 maí
kl 14.00 Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en
þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarsjóð
Guðrúnar á Lágafelli reikn nr. 0182-15-370217
kt. 570269 5509 eða Dvalarheimilið Kirkjuhvol
Hvolsvelli
Auður Hermannsdóttir
Vilborg Magnúsdóttir Gunnar Hermannsson
Finnbogi Magnússon Þórey Pálsdóttir
Ragnhildur Magnúsdóttir Guðmundur Erlendsson
og barnabörn.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
Hannesar Þorsteinssonar.
Við færum öllum á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund sérstakar þakkir fyrir góða umönnun, kærleika
og félagsskap.
Hjörtur Hannesson Sigrún Axelsdóttir
Guðrún Hannesdóttir Vilhjálmur Þór Kjartansson
Una Hannesdóttir Geir Ingimarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
Helga Jökulssonar
Dverghömrum 26, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks líknardeildar
Landspítalans í Kópavogi.
Gréta Fjeldsted Kristinsdóttir
Guðrún Helgadóttir Grímur Sigurðsson
Jón Heiðar Helgason
Lilja Kristín Þorsteinsdóttir Eiríkur Jón Gunnarsson
og barnabörn.
Frændi okkar og vinur,
Margeir Pétur
Steingrímsson
Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, áður til
heimilis í Skarðshlíð 4g,
lést 9. maí. Útför hans fer fram frá Höfðakapellu
þriðjudaginn 19. maí kl. 13.30.
Valborg Svavarsdóttir Haukur Valtýsson
Agnes Tulinius Svavarsdóttir Ottó Tulinius
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Gerður S. Þórarinsdóttir
Brekkugerði 18, Reykjavík,
lést þriðjudaginn 12. maí. Jarðarförin fer fram
frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 22. maí
kl. 15.00.
Auður Sveinsdóttir
Þórarinn Egill Sveinsson Inga Einarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og hjartkær vinkona,
Sigrún Oddgeirsdóttir
Hæðargarði 35, áður Skipasundi 11,
andaðist á líknardeild Landakotsspítala 12. maí.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
19. maí kl. 15.00.
Ingvar A. Guðnason Þórunn Guðmundsdóttir
Gunnar Guðnason Sigríður Davíðsdóttir
Haukur Geir Guðnason Anna Sigríður Guðmundsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn, Theódór Halldórsson
Móðir okkar,
Sigríður Eymundsdóttir
sjúkraliði frá Flögu í Skriðdal,
lést að morgni fimmtudagsins 14. maí. Jarðarförin
verður auglýst síðar.
Eygló Magnúsdóttir
Eymundur Magnússon
Steinarr Magnússon
Þennan dag árið 2008 varð Kalifornia annað
ríki Bandaríkjanna til að leyfa hjónabönd sam-
kynhneigðra en Massachusetts reið á vaðið
árið 2004. Leyfið var veitt eftir að hæstiréttur
Kaliforniu úrskurðaði að fyrra bann gengi gegn
stjórnaskránni.
Hinn 5. nóvember sama ár var leyfið hins
vegar aftur kallað en þá höfðu nokkur þúsund
samkynhneigð pör gengið í það heilaga. Ástæða
þess var sú að tillaga, sem vestanhafs gekk undir
nafninu Proposition 8, var samþykkt með 52,1
prósenti atkvæða. Í henni var mælst til þess að
málsgreininni „Aðeins hjónaband milli karls og
konu er gilt og löglegt í Kaliforníu“ yrði bætt í
stjórnarskrá ríkisins.
Margir íhaldssamir hópar töluðu óspart fyrir til-
lögunni til að snúa við ákvörðun hæstaréttar frá
því 15. maí um að lögleiða hjónaband samkyn-
hneigðra. Sjálfur hafði hæstirétturinn snúið við
ákvörðun þjóðaratkvæðagreiðslu frá árinu 2000
þar sem 61 prósent kjósenda vildi að hjónaband
gæti aðeins verið milli karls og konu.
ÞETTA GERÐIST: 15. MAÍ ÁRIÐ 2008
Samkynhneigðir fá að giftast