Fréttablaðið - 15.05.2009, Side 57
FÖSTUDAGUR 15. maí 2009
Salou Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur
hefur sent frá sér plötuna Kvöld-
vaka. Á plötunni, sem Dimma gefur
út, ríkir sannkölluð kvöldvöku-
stemning þar sem söngvaskáldið
er í aðalhlutverki við eigin undir-
leik á gítar. Einnig leika á plötunni
þeir Ingólfur Magnússon á kontra-
bassa, Jón Geir Jóhannsson á slag-
verk og Hallgrímur Jónas Jensson
á selló. Kvöldvaka kemur út í 500
tölusettum eintökum fyrir íslensk-
an markað og verður einungis seld
á tónleikum og hjá útgefanda, en
hægt er að nálgast plötuna eða
stök lög af henni á Tónlist.is
Þessa dagana er Svavar Knútur
á tónleikaferð í Þýskalandi og
Danmörku, þar sem hann kynnir
plötuna. Fleiri tónleikar eru fyrir-
hugaðir í Þýskalandi í sumar í kjöl-
far vel heppnaðra tónleika í febrú-
ar þegar hann spilaði á Melodica
Acoustic-hátíðinni í Hamborg þar
sem voru um eitt þúsund áheyr-
endur. Í framhaldinu var honum
boðin þátttaka í tónleikaröðinni
„Songs & whispers“ í júlí.
Kvöldvaka Svavars
Hljómsveitirnar Agent Fresco, Mamm-
út, Ultra Mega Technobandið Stefán,
Ten Step Away og söngvarinn Geir
Ólafsson koma fram á Próflokadjammi
X-ins 977 í kvöld. Allt eru þetta flytj-
endur sem hafa verið að gera það gott á
X-inu að undanförnu.
Tónleikarnir verða haldnir á
skemmtistaðnum Sódómu Reykja-
vík og verður húsið opnað klukkan
22. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og
má búast við mikilli stemningu, enda
kærkomið fyrir háskólanema að sletta
rækilega úr klaufunum eftir erfiðan
próflestur að undanförnu.
Próflokum fagnað
AGENT FRESCO Rokkararnir í
Agent Fresco spila á Sódómu
Reykjavík í kvöld.
SVAVAR KNÚTUR
Tónlistarmaðurinn
Svavar Knútur hefur
sent frá sér plötuna
Kvöldvöku.