Fréttablaðið - 15.05.2009, Qupperneq 58
34 15. maí 2009 FÖSTUDAGUR
Grindavíkurvöllur, áhorf.: 1060
Grindavík KR
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 10–15 (3–8)
Varin skot Óskar 4 – Stefán Logi 3
Horn 6–2
Aukaspyrnur fengnar 13–13
Rangstöður 2–2
KR 4–4–2
Stefán Logi Magnúss. 6
Skúli Jón Friðgeirss. 5
Grétar Sigfinnur Sig. 6
Bjarni Guðjónsson 6
Jordao Diogo 4
Óskar Örn Hauksson 4
*Jónas Guðni Sæv. 7
Baldur Sigurðsson 4
(74., Guðm. Péturss. -)
Gunnar Örn Jónsson 6
(79. Atli Jóhannsson -)
Björgólfur Takefusa 6
Prince Rajcomar 5
(83., Guðm. Ben. -)
*Maður leiksins
GRINDAV. 4–5–1
Óskar Pétursson 6
Marko Valdimar Stef. 3
Zoran Stamenic 5
Eysteinn Hauksson 6
Jósef Kristinn Jósefs. 5
Orri Freyr Hjaltalín 6
(76., Óttar Steinn -)
Jóhann Helgason 4
Scott Ramsay 4
Óli Baldur Bjarnas. 3
(60., Sveinbjörn Jón. 4)
Bogi Rafn Einarsson 4
(60., Þórarinn Kristj. 4)
Gilles Mbang Ondo 5
0-1 Gunnar Örn Jóns. (41.), 0-2 Sjálfsm.
(65.), 0-3 Prince Rajcomar (73.), 0-4
Björgólfur Takefusa, víti (90.)
0-4
Einar Ö. Daníelsson (7)
sport@frettabladid.is
FH 2-1 FRAM
0-1 Sjálfsmark (2.), 1-1 Tryggvi Guð-
mundsson (52.), 2-1 Atli Guðnason
(70.)
Kaplakrikavöllur, áhorfendur:1287
Þóroddur Hjaltalín (6)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 15–8 (8–5)
Varin skot Daði 3 – Hannes 5
Horn 8–4
Aukaspyrnur fengnar 8–11
Rangstöður 3–0
FH 4–3–3 Daði Lárusson 6 - Guðmundur Sævarsson
5, Pétur Viðarsson 5, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 6, Hjörtur
Logi Valgarðsson 6 - Hákon Atli Hallfreðsson 6, Matthías
Vilhjálmsson 4, Tryggvi Guðmundsson 7 (85., Tommy
Nielsen -) - Matthías Guðmundsson 4 (72., Alexander
Söderlund -) , Atli Viðar Björnsson 6, *Atli Guðnason 8
Fram 4–4–2 Hannes Þór Halldórsson 7 - Daði Guð-
mundsson 5 (85. Alexander Veigar -), Auðun Helgason 5
(85.. Viðar Guðjónsson -), Kristján Hauksson 4, Samuel
Lee Tillen 6 - Ívar Björnsson 6 (85. Jón Guðni Fjóluson
-), Ingvar Þór Ólason 6, Heiðar Geir Júlíusson 5, Halldór
Hermann Jónsson 6 - Almar Ormarsson 5, Hjálmar
Þórarinsson 6.
Fylkisvöllur, áhorf.: Óuppgefið
Fylkir Keflavík
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 8–6 (4–4)
Varin skot Fjalar 4 – Jörgensen 2
Horn 6–2
Aukaspyrnur fengnar 8–21
Rangstöður 11–3
KEFLAVÍK 4–5–1
Lasse Jörgensen 6
Guðjón Árni Anton. 5
Alen Sutej 8
Bjarni Hólm Aðalst. 6
Brynjar Örn Guðm. 6
Jóhann Birnir Guðm. 7
Jón Gunnar Eysteins. 5
Hólmar Örn Rúnarss. 6
(46., Einar Orri Ein. 5)
Símun Samuelsen 6
Magnús Sverrir Þorst. 5
(63. Hörður Sveins. 5)
Haukur Ingi Guðnas. 5
(74. Magnús Þór Mag -)
*Maður leiksins
FYLKIR 4–4–2
Fjalar Þorgeirsson 7
Andrés Már Jóhann. 7
*Kristján Valdimars. 8
Einar Pétursson 7
Tómas Þorsteinsson 7
Ásgeir Börkur Ásg. 7
Valur Fannar Gíslas. 8
Halldór Arnar Hilm. 6
(75. Ólafur Stígsson -)
Kjartan Ág. Breiðdal 6
Pape Mamadou Faye 4
(75., Kjartan Andri -)
Ingim. Níels Óskarss. 6
(86. Felix Hjálmarss. -)
1-0 Valur Fannar Gíslason, víti (49.)
2-0 Valur Fannar Gíslason, víti (71.)
2-0
Jóhannes Valgeirsson (7)
Þróttur - Stjarnan 0-6
0-1 Jóhann Laxdal (20.), 0-2 Halldór Orri Björns
son (28.), 0-3 Steinþór Freyr Þorsteinsson (45.),
0-4 Arnar Már Björgvinsson (67.), 0-5 Magnús
Björgvinsson (86.), 0-6 Arnar Már (90. +1)
Valur - Fjölnir 3-1
1-0 Helgi Sigurðsson (3.), 2-0 Ólafur Páll Snorra
son (17.), 2-1 Tómas Leifsson (37.), 3-1 Marel
Baldvinsson (58.)
Ítarlega umfjöllun um alla leiki er á Vísi.
STAÐAN
1. Stjarnan 2 2 0 0 9-1 6
2. KR 2 2 0 0 6-1 6
3. Fylkir 2 2 0 0 3-0 6
4. Breiðablik 2 2 0 0 3-1 6
5. Fram 2 1 0 1 3-2 3
6. Valur 2 1 0 1 3-2 3
7. FH 2 1 0 1 2-2 3
8. Keflavík 2 1 0 1 1-2 3
9. Fjölnir 2 0 0 2 2-5 0
10. ÍBV 2 0 0 2 0-3 0
11. Grindavík 2 0 0 2 1-7 0
12. Þróttur 2 0 0 2 1-8 0
PEPSI DEILD KARLA
> Helga Margrét að komast af stað
Fjölþrautarkonan efnilega úr Ármanni, Helga Margrét
Þorsteinsdóttir, hefur náð sér af meiðslunum sem
hafa hrjáð hana í vetur og ætlar að vera með á JJ-móti
Ármanns á Laugardalsvellinum á morgun.
Helga Margrét keppir í kúluvarpi og
spjótkasti en í spjótkastinu reynir hún
sig á móti Ásdísi Hjálmsdóttur sem
keppir í fyrsta sinn á Íslandi eftir að
hún varð fyrst íslenskra kvenna til þess
að kasta nýja spjótinu yfir 60 metra.
JJ-mótið er síðasta mótið áður en val
á keppendum á Smáþjóðaleikana á
Kýpur fer fram.
KR-ingar byrja Pepsi-deildina með látum. Liðið vann sinn annan sigur
í röð í gær þegar það fór illa með Grindavík suður með sjó. 0-4
lokatölur í leik þar sem KR var talsvert sterkari aðilinn.
Það voru hryssingslegar aðstæður í Grindavík. Strekkingsvind-
ur beint á annað markið og vindurinn átti heldur betur eftir að
gera báðum liðum erfitt fyrir í þeirri viðleitni að spila fótbolta.
Heimamenn byrjuðu betur, en KR náði fljótlega tökum
á leiknum með vindinn í bakið í fyrri hálfleik. Þeim gekk
ekki vel að skapa sér opin færi þó svo að þeir hafi átt
tíu skot að marki Grindvíkinga gegn engu hjá heima-
mönnum. KR-ingum óx þá ásmegin eftir því sem leið
á hálfleikinn og Gunnar Örn kom þeim verðskuldað
yfir fyrir lok hálfleiksins eftir stungusendingu Jónasar
Guðna.
Gríndvíkingar voru aðeins beittari í síðari hálfleik
en skapaði sér ekkert af færum. KR-liðið varðist
vel, lék skynsamlega og hafði leikinn í höndum sér.
Þeir áttu síðan snarpa sókn sem endaði líklega með
sjálfsmarki Ramsays sem var með Jordao á bakinu.
Grindvíkingar áttu nokkur skot en engin færi og fóru illa með föstu
leikatriðin sín. KR refsaði síðan þegar Marko missti boltann. Óskar
Örn gaf fyrir á Prince sem gat ekki annað en skorað. Marko braut
svo af sér í uppbótartíma og Björgólfur skoraði úr vítinu.
0-4 var kannski fullstór sigur en fyllilega verðskuldaður. KR-
liðið þétt, skynsamt og beitt á köflum. Grindavík sýndi aldrei
neitt í sókninni, miðjan slök og varnarleikurinn köflóttur þar
sem var refsað grimmilega fyrir hver mistök.
„Ég bjóst nú ekki við því að þetta yrði mikill markaleikur
miðað við aðstæður. Okkur tókst að spila ágætan fótbolta
og vorum rólegri á boltanum en síðast,“ sagði Logi
Ólafsson, þjálfari KR, sem var líka sáttur við varnarleikinn
enda skapaði Grindavík lítið. Milan Stefán Jankovic, þjálfari
Grindavíkur, var eðlilega svekktur.
„Þetta er allt of stórt tap miðað við gang leiksins. Það gekk
annars ekkert í dag og heppnin var ekki með okkur. Það er
verk að vinna og sérstaklega þurfum við að bæta varnarleik-
inn,“ sagði Jankovic.
- hbg
PEPSI-DEILD KARLA: KR VANN ÖRUGGAN 0-4 SIGUR Á GRINDAVÍK SUÐUR MEÐ SJÓ
KR-ingar byrja mótið af miklum krafti
FÓTBOLTI Íslandsmeistarar FH
eru komnir á blað eftir góðan,
2-1, sigur á Fram á heimavelli
í gær í baráttuleik í 2. umferð
Pepsi-deildar karla.
Framarar fengu sannkallaða
óskabyrjun þegar framherjinn
knái Atli Guðnason varð fyrir
því óláni að setja boltann í eigið
net á 2. mínútu eftir hornspyrnu
Samuel Tillen.
Eins og svo oft á síðustu leik-
tíð bakkaði lið Fram eftir að hafa
náð forystunni og lét FH eftir að
vera með boltann. Skyndisóknir
Fram voru þó hættulegar, sér-
staklega í fyrri hálfleik. Fengu
bæði lið færi til að skora en
markverðir liðanna voru í fínu
formi.
Tryggvi Guðmundsson mis-
notaði vítaspyrnu á 19. mínútu
sem Hannes Þór virtist verja
auðveldlega. „Hann hefur tekið
víti á mig áður og mig grunaði
að hann myndi setja hann þarna.
Það er aldrei auðvelt að verja víti
en alltaf gaman,“ sagði Hannes
eftir leikinn.
„Það var nóg að gera. Við viss-
um að þeir myndu sækja, þetta
er hörkulið en við sóttum líka
helling og hefðum átt að taka
eitt eða þrjú stig. Við erum mjög
svekktir. Við erum komnir í þetta
mót til að gera einhverja hluti en
þetta féll þeirra megin í dag. Við
ætlum að fylgja árangrinum frá
því í fyrra eftir,“ sagði Hannes
en í síðari hálfleik var aðeins eitt
lið á vellinum.
FH tók öll völd á vellinum eftir
hálfleiksræðu Heimis Guðjóns-
sonar þjálfara og það tók marka-
hrókinn Tryggva Guðmunds-
son aðeins sjö mínútur að jafna
metin.
Eftir þunga sókn FH kom
sigur markið tuttugu mínútum
fyrir leikslok. „Við vorum miklu
betri í síðari hálfleik. Þeir fengu
eigin lega ekki neitt. Við yfir-
spiluðum þá og áttum að skora
miklu fleiri mörk. Við þurftum
að fá þrjú stig. Það hefði verið
erfitt að mæta Breiðabliki, sem
er með fullt hús stiga eftir fyrstu
tvær umferðirnar, með engin
stig. Hver veit hvað hefði gerst
þá,“ sagði markaskorarinn Atli
Guðnason en hann var allt annað
en ánægður með fyrri hálfleik-
inn hjá FH.
„Mér fannst við lélegir í
fyrri hálfleik. Spilið gekk illa,
við töpuðum boltanum á slæm-
um stöðum og vorum langt frá
mönnunum. Við vorum sundur-
spilaðir á miðjunni,“ sagði Atli
en þrátt fyrir slakan leik fékk
FH nóg af færum til að jafna
fyrir hlé.
„Við fáum alltaf færi og erum
hættulegir fram á við en þegar
við spilum ekki vel í vörninni þá
fer allt í kerfi.
„Við breyttum hugarfarinu í
hálfleik, fórum nær mönnunum,
dekkum þá betur og gefum þeim
minni tíma. Um leið og það gerist
komumst við framar á völlinn og
þá er ekki að sökum að spyrja,“
sagði Atli að lokum. - gmi
Bættu báðir fyrir mistökin sín
Frábær síðari hálfleikur dugði FH gegn baráttuglöðum Frömurum. Atli Guðnason og Tryggvi Guðmunds-
son skoruðu mörkin eftir að Atli skoraði sjálfsmark og Tryggvi klikkaði á víti í fyrri hálfleik.
VARIÐ VÍTI Tryggvi Guðmundsson sést
hér taka vítið sitt í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI Fylkir vann 2-0 sigur á
Keflavík í gær og er því með fullt
hús stiga eftir tvo heimasigra á
sterkum andstæðingum. Fyrst
Val og svo Keflavík sem hafði
lagt Íslandsmeistara FH í fyrstu
umferðinni.
Valur Fannar Gíslason skoraði
bæði mörk Fylkismanna úr víta-
spyrnum í síðari hálfleik. Heima-
menn léku undan vindi í fyrri
hálfleik, sem var þó að mestu tíð-
indalaus og því útlit fyrir að Kefl-
víkingar myndu sækja stíft í síð-
ari hálfleik.
En annað kom á daginn. Fylkir
stjórnaði leiknum lengst af í síð-
ari hálfleik og þó svo að lítið hafi
verið um dauðafæri uppskáru
heimamenn tvær vítaspyrnu eftir
hættulegar sóknir. Það reyndist
gera gæfumuninn.
Það dró snemma til tíðinda í síð-
ari hálfleik. Guðjón Árni Antoníus-
son var dæmdur brotlegur eftir
viðskipti sín við Kjartan Breiðdal
og vítaspyrna dæmd. Valur Fannar
skoraði af öryggi úr spyrnunni.
Eftir þetta tóku Fylkismenn öll
völdin í leiknum og sóttu nokkuð
grimmt. Besta færið fékk Andrés
Már Jóhannesson er hann skallaði
yfir mark Keflvíkinga eftir horn.
Stuttu síðar komust Fylkismenn
aftur í sókn og komst Ingimundur
Níels Óskarsson í gegn. Bjarni
Hólm Aðalsteinsson braut á honum
og aftur var víti dæmt. Valur
Fannar skoraði af öryggi, rétt eins
og í fyrra skiptið.
Heimamenn lögðust ekki í vörn
þrátt fyrir forystuna og héldu
áfram að sækja. Það hentaði þeim
greinilega vel að spila gegn vind-
inum því þeir höfðu alla tíð ágæt-
istök á leiknum.
Keflvíkingar reyndu hvað þeir
gátu að ógna marki Fylkis en
sóknaraðgerðir þeirra voru held-
ur máttlausar, rétt eins og í fyrri
hálfleik.
„Þetta er sannarlega betri byrj-
un á mótinu en við þorðum að
vona,“ sagði Valur Fannar, kátur
efir leik. „Það er einnig gríðarlega
mikilvægt að hafa haldið hreinu í
báðum leikjunum til þessa og sýnir
mikinn styrkleika.“
Hann segir að samheldnin hafi
fleytt Fylkisliðinu langt. „Þetta
eru leikmenn sem finnst gaman að
taka á því. Við stöndum svo saman
og erum góðir félagar. Liðsheildin
er að skila miklu fyrir okkur.“
Kristján Guðmundsson, þjálfari
Keflavíkur, sagði Fylkisliðið hafa
verið sterkari aðilinn í leiknum,
sér í lagi í síðari hálfleik.
„Við vorum mjög slakir í síð-
ari hálfleik en spiluðum líka illa í
fyrri hálfleik. Uppsetning Fylkis-
liðsins virkaði einfaldlega mun
betur í leiknum.“
Hann segir að rokið í Árbænum
hafi haft lítið að segja. „Við spiluð-
um bara illa, sama hvort það var á
móti vindinum eða með honum. Í
fyrri hálfleik fáum við ekki horn
og náum varla skoti á markið. Það
var mjög slæmt.“
Hólmar Örn Rúnarsson fór
meiddur af velli í hálfleik. „Það
var slæmt að missa fyrirliðann af
velli svo snemma,“ sagði Kristján.
„Það gefur augaleið.“
- esá
Valur Fannar Gíslason skoraði bæði mörk Fylkis úr vítaspyrnum í 2-0 sigri á Keflavík í Árbænum í gær:
Fylkismenn á flugi eftir sigur á Keflavík
GÖMLU FÉLAGARNIR Haukur Ingi
Guðnason og Valur Fannar Gíslason í
baráttu í leiknum í gær. FRÉTTABLÐAIÐ/VALLI
FYRIRLIÐI Í GÆR Tryggvi Guðmundsson í baráttu í
leiknum í gær. Hér hefur Heiðar Geir Júlíusson rennt sér
fyrir skot hans.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/VA
LLI