Fréttablaðið - 27.05.2009, Síða 4
4 27. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR
STJÓRNMÁL Formaður viðskipta-
nefndar ákvað í gær að taka end-
urreisn bankanna til umræðu á
fundi nefndarinnar í dag, eftir að
þingmenn stjórnarandstöðu gagn-
rýndu að hafa ekki fengið tæki-
færi til þess að tjá sig um það í
nefndinni.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, hafði
krafist fundar við fyrsta tækifæri,
í ljósi ummæla sænska bankasér-
fræðingsins Mats Josefsson um
að endurreisn bankanna kostaði
85 prósent af þjóðarframleiðslu.
Niðurlægjandi væri fyrir þing-
heim að þurfa að læra um slíkt af
Fréttablaðinu.
Guðlaugur Þór segist hafa beðið
margoft um að endurreisn bank-
anna yrði rædd í nefndinni. VG
hafi áður fyrr mikið rætt um gagn-
sæi og opna stjórnsýslu, en reyni
nú að koma í veg fyrir umræðu.
„Þetta er gagnsæið í framkvæmd,“
sagði hann.
Álfheiður Ingadóttir, formaður
nefndarinnar, segir fjölmörg brýn
mál á dagskrá nefndarinnar, sem
tengist endurreisn bankanna. Til
dæmis hafi forstjóri Fjármálaeft-
irlitsins verið boðaður á fundinn
í dag.
Fleiri gagnrýndu dagskrárgerð
þingsins almennt í gær. Birkir Jón
Jónsson úr Framsókn harmaði til
dæmis að þingið ætlaði að ræða
um urðun á sorpi og erfðabreytt-
ar lífverur, frekar en mál tengd
Guðlaugur Þór segir þingið vera niðurlægt með lítilli upplýsingagjöf:
Endurreisn banka rædd í dag
MENNTAMÁL „Halda verður í sjálf-
stæði þessara skóla, því það er
þeirra styrkur,“ segir Höskuldur
Þórhallsson, þingmaður Fram-
sóknarflokks.
Höskuldur
telur af og frá
að fækkun
háskóla landsins
úr sjö í tvo skili
þeim úrbótum í
menntamálum
sem að er stefnt.
Lögð er til sam-
eining skólanna
í nýrri skýrslu
erlendra sérfræðinga í skólamál-
um.
„Þá eru til ótal leiðir aðrar til
að ná fram hagræðingu í rekstri
en að sameina skólana undir einn
hatt,“ segir hann.
Í sumar verða ræddar í háskóla-
samfélaginu tillögur sérfræðing-
anna, en þær voru kynntar í fyrra-
dag. - óká
Sameining og fækkun skóla:
Sjálfstæðið er
þeirra styrkur
HÖSKULDUR
ÞÓRHALLSSON
MENNING Pétur J. Eiríksson, nýr
stjórnarformaður Portusar, segir
að ákvörðunar sé að vænta í
sumar um hvaða starfsemi verð-
ur til húsa í tónlistar- og ráð-
stefnuhúsinu við höfnina. Hann
reiknar með að Íslenska óperan
verði í húsinu.
Pétur segir að ekki þurfi að
gera umtalsverðar breytingar til
að svo geti orðið. „Það er búið að
taka ákvörðun um hringsvið sem
gerir allt auðveldara fyrir Óper-
una, þá er hægt að skipta um
leiktjöld og þannig.“ Pétur segir
enn verið að ræða um Íslenska
dansflokkinn. Hann þurfi minna
húsnæði og aðstaðan í tónlistar-
húsinu verði líklega dýrari en
núverandi aðstaða. - kóp
Stjórnarformaður Portusar:
Ákvörðun um
húsið í sumar
GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON Hafði
erindi sem erfiði og kom endurreisn
bankanna á dagskrá viðskiptanefndar.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
EFNAHAGSMÁL „Mest af krónubréf-
unum er í raun og veru horfið, því
bréfin sjálf voru komin á gjald-
daga og þá voru þau bara greidd
upp,“ sagði Gylfi Magnússon á
blaðamannafundi ríkisstjórnar-
innar í gær. „Krónubréfin sjálf
eru því ekki svo mikið áhyggju-
efni.“ Gylfi benti á að eitthvað af
krónubréfum sé enn útistandandi,
en það séu mun lægri upphæðir
en þegar mest var.
„Vandinn er mun frekar sá
að útlendingar eiga innstæður í
íslenskum bönkum, ríkisskulda-
bréf, skuldabréf íbúðalánasjóðs
og aðrar slíkar eignir. Gjaldeyris-
höftunum var öðrum þræði ætlað
að tryggja að þeir færu ekki með
það fé of hratt úr landi,“ sagði
Gylfi. - ss
Viðskiptaráðherra:
Krónubréf
nánast horfin
UMHVERFISMÁL Dofri Hermanns-
son, fulltrúi Samfylkingarinnar
í umhverfis- og samgönguráði,
lagði til, á fundi ráðsins í gær,
að ungt fólk yrði ráðið til þess
að gera við hjól sem borgarbú-
um stæðu svo til boða í sumar.
Tillagan verður afgreidd á næsta
fundi ráðsins.
Dofri segir að hjól af þessu
tagi þekkist í öllum stórborgum.
Hægt sé að slá tvær flugur í einu
höggi með því að veita ungling-
um vinnu við að gera þau upp og
bjóða almenningi þau síðan til
notkunar. Hjólin væri hægt að
mála í skærum litum og gætu þau
sett svip sinn á borgarlífið. - kóp
Fulltrúi Samfylkingarinnar:
Hjól fyrir borg-
arbúa í sumar
STJÓRNMÁL „Það er ekki komin nið-
urstaða í hvar við munum skera
niður, eða hvar skattahækkanir
verða, en það skýrist á allra næstu
dögum,“ sagði Jóhanna Sigurðar-
dóttir forsætisráðherra á blaða-
mannafundi ríkisstjórnarinnar í
gær. Jóhanna sagði ríkisstjórnina
vera að skoða niðurskurð í ríkis-
fjármálum og skattahækkanir í
samráði við aðila vinnumarkaðar-
ins, en halli á ríkissjóði stefnir í að
verða tuttugu milljörðum meiri en
gert var ráð fyrir í síðustu fjárlög-
um, það er 170 milljarðar í stað 150
milljarða.
Til að bregðast við þessum aukna
halla mun ríkisstjórnin bæði leggja
til hækkanir á sköttum sem og nið-
urskurð í ríkisfjármálum. „Fyrstu
aðgerðir á sviði tekjuöflunar kemur
fljótlega. Síðan kemur viðameira
frumvarp sem felur í sér væntan-
lega einhverja frekari tekjuöflun
og sparnaðaraðgerðir. Í þriðja lagi
kemur svo skýrslan um efnahagsá-
ætlun í heild sinni, bæði fyrir 2010
og fram til 2013. Þar verða í megin-
atriðum útfærðar þær leiðir sem á
að fara í sparnaði og niðurskurði,“
sagði Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra. Hvorugt þeirra vildi
útskýra nánar í hverju skattahækk-
anirnar eða niðurskurðurinn fælist.
„Sumt af þessu er bara þannig að
það verður bara að birtast þegar
það birtist og framkvæmist,“ sagði
Steingrímur. Hann benti þó á að
meiri háttar breytingar á sumum
skattstofnum verði að falla á fjár-
laga- og skattaáramót, sem er uum
hver áramót. „Það er ekki hægt
að breyta álagningu tekjuskatts á
miðju ári nema með miklum vand-
kvæðum,“ sagði hann.
„Stærðargráða vandans er slík að
menn munu ekki ná árangri nema
bera niður á mjög breiðum almenn-
um forsendum,“ sagði Steingrímur
en ítrekaði, líkt og Jóhanna hafði
gert áður, að markmiðið sé að hlífa
mikilvægustu þáttum velferðar-
þjónustunnar og dreifa skattahækk-
unum á þá sem frekar eru aflögu-
færir.
„Það er okkar ásetningur að hefj-
ast strax handa við að takast á við
þennan halla, því ef ekkert verður
gert í þeim efnum, þá bætist hann
bara við þann vanda sem menn
þurfa þá að glíma við um áramót-
in,“ sagði Steingrímur.
svanborg@frettabladid.is
Skattahækkanir
kynntar innan viku
Fyrstu skattahækkanirnar til að loka tuttugu milljarða gati þessa árs verða
kynntar um eða eftir næstu helgi. Skömmu síðar verða kynntar frekari skatta-
hækkanir og niðurskurður hjá ríkinu. Tekjuskatti ekki breytt fyrr en um áramót.
BLAÐAMANNAFUNDUR RÍKISSTJÓRNARINNAR Ráðherrar vildu ekkert gefa upp um hvar eigi að skera niður eða hækka skatta.
Fyrstu aðgerðir verða kynntar í kring um næstu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
STJÓRNMÁL Einar K. Guðfinnsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokks, seg-
ist ekki gagnrýna þá ákvörðun
forsætisnefndar að leggja niður
tímabundið
aðstoðarmanna-
kerfið svokall-
aða, þar sem
landsbyggðar-
þingmenn höfðu
aðstoðarmann í
hlutastarfi.
„Þetta er
liður í sparn-
aði og til bráða-
birgða. En
ég myndi gagnrýna þetta, væri
ákvörðunin varanleg, því hún
veikir samband þingmanna og
kjósenda,“ segir hann.
Einar nefnir, máli sínu til
stuðnings, að eitt sinn hafi núver-
andi Norðvesturkjördæmi haft
fimmtán þingmenn. Nú stefni í að
þeir verði átta. - kóþ
Einar Kristinn Guðfinnsson:
Mótmælir ekki
sparnaði þings
EINAR KRISTINN
GUÐFINNSSON
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Ósló
París
Róm
Stokkhólmur
21°
16°
20°
18°
15°
18°
20°
20°
15°
16°
23°
17°
18°
29°
16°
16°
29°
17°
14
Á MORGUN
5-10 m/s
FÖSTUDAGUR
8-15 m/s
4
7
7
6
6
9
12
9
10
8
6
3
3
3
5
3
2
1
2
2
3 2
12 15
13
1212
RIGNING Á MORGUN
Í dag verður ágætt
veður. Hægur vindur
og víða bjart, síst á
Norðausturlandi. Í
fyrramálið verður
komin rigning sunnan
og vestan til og víða
um land um hádegi.
Úrkomusvæðið geng-
ur nokkuð hratt yfi r
og því styttir víða upp
þegar líður á morg-
undaginn. Lægðinni
á fi mmtudag fylgja
eindregin hlýindi
sem verða mest
á Norðaustur- og
Austurlandi.
9
12
1011
Sigurður Þ.
Ragnarsson
Veður-
fræðingur
GENGIÐ 26.05.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
216,1544
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
127,48 128,08
201,25 202,23
176,67 177,65
23,725 23,863
19,705 19,821
16,76 16,858
1,3426 1,3504
195,81 196,97
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
www.ms.is/gottimatinn
nýtt!
hrein jógúr
t
í ½ l umbúð
um
í morgunve
rðar-
eða sósuská
lina
alveg hreint frábær!
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
9
-0
1
9
2