Fréttablaðið - 27.05.2009, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 27.05.2009, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 27. maí 2009 Skoðaðu gardplontur.is og nýttu þér dýrmæta þekkingu og reynslu íslenskra garðyrkjubænda. VELDU ÍSLENSK SUMARBLÓM, SÉRMERKT ÞÉR. „Íslensk blóm eru harðgerð, kröftug og fersk.“ Björn Sigurbjörnsson, garðyrkjumaður. Í áratugi hafa íslenskir garðyrkjubændur unnið að því að byggja upp og rækta úrval af garðplöntum fyrir íslenska veðráttu. Nú hafa þeir opnað vefinn gardplontur.is Þar má finna margvíslegan fróðleik. ÍS L E N S K A S IA .I S S G B 4 62 96 0 5/ 09 „Líðan hans er stöðug en þetta eru krítískir dagar,“ segir Haraldur Henrys- son, afi drengsins sem lenti í slysinu í Garðabæ og liggur nú í öndunarvél á gjörgæsludeild. Drengurinn höfuð- kúpubrotnaði og það kom blæðing inn á heilann. „Maður verður bara að láta hverjum degi nægja sína þjáningu núna meðan beðið er en við vonum að hægt verði að vekja hann fljótt.“ Hann segir að drengurinn hafi farið milli tveggja kyrrstæðra bíla sem lagt var við götuna. „Annar þeirra var frekar hár svo hann byrgir bæði drengnum og ökumanninum sýn. Þannig að ökumaður sá ekkert fyrr en allt var um seinan.“ Heimildir Fréttablaðsins herma að ökumaður hafi ekki ekið hratt þegar slysið varð. „Það er að mörgu að huga þegar börn eiga í hlut en ég vil hvetja bílstjóra til að huga að því þegar þeir leggja bílum sínum, sérstaklega ef þeir eru stórir, að gera það ekki þannig að það byrgi vegfarendum sýn.“ AFI DRENGSINS SEM LENTI Í SLYSINU: „KRÍTÍSKIR DAGAR“ SLYSAGILDRA VIÐ BLÓMVANG Í HAFNARFIRÐI Þarna átti slys sér stað síðastliðinn laugardag. Eins og sjá má er engin leið fyrir ökumann að sjá vegfaranda sem kemur af göngustígnum, sem er handan við hvíta vegginn, fyrr en um seinan.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.