Fréttablaðið - 27.05.2009, Síða 12

Fréttablaðið - 27.05.2009, Síða 12
12 27. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Hvað hefur eiginlega komið fyrir Rachidu Dati?“ spurðu áhyggjufullir fréttamenn nýlega í fréttatímum franskra útvarps- stöðva. Rachida Dati var þá í þann veginn að láta af störfum sem dómsmálaráðherra og hafði tekið við öðru sætinu á lista stjórnar- flokksins fyrir Parísarsvæðið í Evrópukosningunum sem fara fram 7. júní. Í þessu nýja hlutverki sínu hafði hún mætt á fundi ungra flokksmanna og svarað spurning- um þeirra, en svörin sem hún gaf þóttu í meira lagi undarleg. Hún var spurð hvort ráðamenn í Evr- ópusambandinu skiptu sér ekki um of af innanlandsmálum aðild- arríkjanna, og þá sagði hún þetta: „ESB skiptir sér af því sem það er látið skipta sér af …Það skiptir sér af því sem það er látið skipta sér af hjá þeim mönnum sem geta lagt fram mál til að skipta sér af. Sem sagt í þessu tilviki okkur.“ Og svo bætti hún við: „Var þetta ekki bara nokkuð gott hjá mér?“ Þegar hún svaraði síðan spurn- ingu um orkumál tók hún fram að svarið hefði hún undirbúið vand- lega og fór svo að rýna í blöð: „Við vorum búin að æfa þetta! Og nú les ég. 77% af okkar orku koma úr kjarnorkuverum … Er það ekki? Nei, raforku … en mér var samt sagt orku. En það skiptir ekki máli, það þarf hvort sem er að leggja höndum saman til að efla vindrafstöðvar. Er það ekki?“ Fréttamenn veltu því fyrir sér hvort frambjóðandinn hefði verið undir einhverjum annar- legum áhrifum, og stjórnarand- stæðingar sögðu: „hneykslanlegt“, „ömurlegt“. En Michel Barnier, sá sem var efstur á listanum, kom Rachidu Dati til varnar og sagði að andrúmsloftið þessa stundina hefði verið alveg sérlega afslapp- að, menn hefðu verið að gera að gamni sínu eftir flóknar umræð- ur. „Stjórnmálin eru líka hlátur“ sagði Rachida sjálf. Svo er þó ekki að sjá að menn hafi mikið látið sannfærast af þessari skýringu, og fréttaskýr- andi einn, þekktur stjórnmála- fræðingur, sem ég heyrði í útvarp- inu, leit öðrum augum á málið. „Þegar ég var í skóla“, sagði hann, „vildu foreldrar mínir að ég lærði rússnesku og settu mig í rússnesku tíma. En ég vildi það alls ekki, og hvernig hefndi ég mín? Ég ullaði framan í kennar- ann. Nú er Rachida Dati fallin í ónáð, Sarkozy ætlar að losa sig við hana með að senda hana í skamm- arkrókinn á Evrópuþinginu í Strassborg, og við því bregst hún á sama hátt og ég gerði, hún ullar framan í menn.“ Svo bætti hann við: „Michel Barnier var ráðherra og enginn tók eftir honum, bráðum verður hann væntanlega kominn á þing í Strassborg þar sem eng- inn mun heldur taka eftir honum, en þarna gat hann látið ljós sitt skína.“ Vafalaust hafði hinn lærði stjórnmálafræðingur nokkuð til síns máls, en samlíkingin er þó að einu leyti völt. Líklegt er að rúss- neskuneminn ungi hefði fengið að dúsa í einhverju skamma-gúlagi skólans ef kennarinn hefði tekið eftir honum, en þeir sem horfðu á dómsmálaráðherrann leika þess- ar sömu listir höfðu hins vegar hið mesta gaman af því. Því enginn þeirra lét blekkjast. Varla nokkur maður í Frakklandi virðist taka þessar Evrópukosningar alvar- lega, og margir leiða þær með öllu hjá sér. „Hvaða kosningar?“ spyrja þeir ef þær ber á góma, „verða ein- hverjar kosningar, verða kannske einhverjar kjördeildir opnaðar?“ og svo yppa þeir öxlum. Menn vita að á þetta þing í Strassborg eru einkum sendir þeir sem menn vilja af einhverjum ástæðum losa sig við úr stjórnmálum, bæði þeir sem eru fallnir í ónáð og svo þeir sem ekki er lengur pláss fyrir og hafa orðið undir í glímunni en hafa þó enn nægilega beittar vígtennur til að geta glefsað, ef þeim er ekki séð fyrir feitum bitling. Þeir eru sárafáir sem velja af sjálfsdáð- um þetta þing til að láta þar til sín taka, varla aðrir en Daniel Cohn- Bendit, flestir þeir sem þang- að dæmast taka þann kostinn að láta sem sjaldnast sjá sig á þessu krummaskuði, og ef þeim tekst að ná í eitthvert alvöru umboð kjósenda í Frakklandi, þingsæti í París og slíkt, eru þeir umsvifa- laust hlaupnir. Þetta gildir að vísu ekki um þingmenn frá norður- hluta Evrópu, sem munu vera afar glaðir yfir því að fá að frílista sig í Elsass, en um fjarvistir frönsku þingmannanna er oft skrifað í blöð. Þess vegna er nú kominn nokk- ur skjálfti í leiðtoga frönsku stjórnmálaflokkanna. Í síðustu Evrópukosningum var þátttakan ekki nema rétt yfir fjörutíu pró- sent, og nú óttast sumir að hún kunni að verða enn minni. Aðeins eitt getur orðið til bjargar, menn líta stundum á þessar kosningar sem nokkurs konar „alvöru“ skoð- anakönnun sem leiði í ljós breyt- ingar á fylgi flokka. Þeir sem eru mjög pólitískir munu því kannske greiða atkvæði til að forða Flokkn- um Sínum frá afhroðum. Þannig hafa kosningarnar a.m.k. fengið einhvern tilgang. Hvaða kosningar? EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Skammarkrókurinn í Strassborg UMRÆÐAN Gestur Valgarðsson skrifar um bæjar- mál í Kópavogi Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um viðskipti Kópavogsbæjar við fyrir- tækið Frjálsa miðlun sem er í eigu dóttur bæjarstjórans, Gunnars I. Birgissonar. Fjöl- miðlar hafa gert málinu skil og dregið fram atriði sem krefjast skýringar. Fáir hafa tjáð sig opinberlega en þó eru dæmi um það. Einn af trúarleiðtogum Sjálfstæðis- flokksins, Gunnar í Krossinum, tjáði sig um málið nýlega. Þá hefur formaður Sjálfstæðisflokksins sagt að hann skorti skilning og upplýsingar um málið. Samfylkingin er málshefjandi en hefur ekki sett fram skýrar kröfur í málinu en það verður að teljast mikilvægt að hún geri það. Framsóknarmenn hafa haldið fund um málið og lauk honum með þeirri ákvörðun að rétt væri að bíða skýrslu endurskoðenda áður en til frek- ari aðgerða verður gripið. Leggjum við jafnframt áherslu á að vinnan verði vönduð og flýtt eins og unnt er. Þess skal getið að margir framsóknarmanna eru ósáttir við þessa afstöðu og benda á að þarna er möndlað með útsvarspening- ana okkar. Til málsbóta verður að segja að uppgefnar tölur eru með virðisauka og aðkeyptri þjónustu svo sem prentkostnaði og fleiru. Þetta er rétt að hafa í huga. Þó sýnist sem einn rauður þráður gangi í gegnum stöðumat margra en það er að samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks á undanförnum árum hefur skilað góðu búi, ekki síst á tímabili Sigurðar Geir- dal. Má jafnvel segja að þar í felist máls- bætur sem komi til refsilækkunar – ef þannig má að orði komast. Það liggur hins vegar einnig fyrir að Framsóknar- flokkurinn mun ekki sitja undir því mati að þessi viðskipti séu eðlileg og ógagnrýniverð og vill leggja sitt af mörkum til að ná sáttum við bæjarbúa. Fram- sóknarflokkurinn í Kópavogi mun ekki láta sitt eftir liggja og ef Sjálfstæðisflokkurinn finnur ekki leið út úr þessum ógöngum hljótum við framsókn- armenn að endurskoða afstöðu okkar til málsins í heild sinni. Höfundur er formaður Framsóknarfélags Kópavogs. Málsvörn framsóknarmanna GESTUR VALGARÐSSON Löglega afsakaðir Á mánudag gaf Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra skýrslu um efnahagsmál að beiðni sjálfstæðis- manna en á eftir gafst tími fyrir and- svör. Lítið fór fyrir sjálfstæðismönn- um í þeirri umræðu og benti Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Borg- arahreyfingarinnar, á að það væri enginn sjálfstæðismaður í þing saln- um til að ræða skýrsluna sem þeir óskuðu eftir. Margrét fékk þau svör að þingmenn Sjálf- stæðisflokksins væru farnir upp í Valhöll að borða rjómatertur í tilefni af 80 ára afmæli flokksins. Ramboð Ríkisstjórnin hefur gefið út sam- starfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna í snotrum bæklingi. Hún hefst á þess- um orðum: „Ríkisstjórn Samfylking- arinnar og ramboðs [sic!] er mynduð um að tryggja félagslegan og efnahagslegan stöðug- leika …“ Orðið ramboð er ekki að finna í orðabók Marðar Árnasonar. Ætli það hafi verið í verkahring Samfylkingarinnar að prófarkalesa bækling- inn? Opið umboð Stjórnarandstaðan geldur varhug við þingsályktunartillögu ríkisstjórnar- innar um aðildarviðræður við ESB og klifar á því að hún vilji ekki veita Samfylkingunni „opið umboð“ til samningaviðræðna. Það væri auðvitað ekki æskilegt; ef Sam- fylkingin hefði opið umboð í samningaviðræðum gæti hún bara tekið sig til og gengið í ESB án þess að spyrja kóng né prest. En það er ekki svo – í þingsályktunartillögunni er kveðið skýrt á um að aðildarsamningur- inn yrði borinn undir þjóðar- atkvæði. Umboðið er nú ekki opnara en svo. bergsteinn@frettabladid.is Aðalfundarborð Stjórn Þörungaverksmiðjunnar HF., enskt hjáheiti „Thorverk“, boðar hér með til aðalfundar félagsins er haldinn verður í fundarsal Þörungaverksmiðunnar á Reykhólum miðvikudaginn 3. júní nk. kl. 1300. Dagskrá fundarins verður eftirfarandi: • Hefðbundin aðalfundarstörf í samræmi við 16. grein samþykkta félagsins • Önnur mál sem löglega eru upp borin Stjórn Þörungaverksmiðjunnar HF Í þessari viku hafa tveir menn gert að umtalsefni þátt einka- væðingar bankanna í hruni efnahagslífsins. Annar er innan- búðarmaður í íslensku efnahagslífi í áratugi, hinn erlendur sérfræðingur og gestur í landinu. Báðir komast að sömu niðurstöðu. Margt af því sem helst fór úrskeiðis í viðskipta- lífinu tengist með beinum hætti einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans á sínum tíma. Þetta eru ekki fyrstu mennirnir sem vilja líta aftur til einka- væðingar bankanna sem upphafið að endalokum bankakerfisins, og örugglega ekki þeir síðustu. Það er hins vegar full ástæða til að halda orðum þeirra rækilega til haga og draga af þeim mikilvægan lærdóm um það hvernig á ekki að standa að verki. Fyrrnefndi maðurinn er Þorsteinn Sigurlaugsson, framkvæmda- stjóri hjá Háskólanum í Reykjavík og fyrrverandi framkvæmda- stjóri hjá Eimskip. Í nýrri bók gengur hann svo langt að fullyrða að „upphaf efnahagshruns þjóðarinnar“ megi rekja til einkavæðingar bankanna. Í kjölfarið hafi orðið sú breyting í viðskiptaumhverfi landsins að lánastofnanir og eigendur þeirra urðu í mörgum tilvik- um bæði stórir hluthafar og stórir lánveitendur í fyrirtækjum. Það hafi reynst banvæn blanda. Hinn síðarnefndi er Svíinn Mats Josefsson, ráðgjafi ríkisstjórn- arinnar um endurreisn bankakerfisins. Hann komst svo að orði í viðtali að eftir einkavæðingu hafi bankarnir byrjað að kaupa fyrir- tæki úti um allt, innanlands og utan. Sagðist hann ekki vita um nein sambærileg dæmi. Afleiðingin varð gríðarleg en innistæðulaus þensla í hagkerfinu. Nauðsynlegt er að færa til bókar að hvorugur gagnrýnir að bönk- unum hafi verið komið úr eigu ríkisins. Málið snýst um hvernig að því verki var staðið og hvaða umgjörð var sköpuð í framhaldinu. Eða réttara sagt láðist að skapa með því að styrkja regluverk um fjármálastofnanir og eftirlit með þeim. Aðferðafræðin og sjónarmiðin að baki einkavæðingu gömlu rík- isbankanna eru því miður lýsandi fyrir það óheilbrigða viðskipta- umhverfi sem ríkti á Íslandi um árabil í skjóli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Geir H. Haarde og Valgerður Sverrisdóttir voru fulltrúar þessara flokka í ráðherranefnd sem tók ráðin af framkvæmdanefnd um einkavæð- ingu og ákvað hverjir ættu að fá að eignast Búnaðarbankann og Landsbankann. Skyndilega var horfið frá skynsamlegum hugmyndum um að mikilvægt væri að eignarhaldi í bönkunum yrði dreift svo þeir yrðu sem hlutlausastir gagnvart viðskiptalífinu. Í staðinn voru handvald- ir menn sem tengdust þessum flokkum. Í grein um Davíð Oddsson, í bókinni Forsætisráðherrar Íslands, færir Styrmir Gunnarsson rök fyrir því að ástæðan fyrir kúvend- ingu Davíðs frá dreifðu eignarhaldi hafi verið vilji hans til að skapa mótvægi við þá ógn sem hann sá þá stafa frá Íslandsbanka. Þetta er örugglega rétt mat hjá Styrmi. Þetta varð hins vegar til þess að allir stærstu bankar landsins urðu meira eða minna eins. Í þröngu eignarhaldi, áhættusæknir og hagsmunir þeirra fléttað- ir rækilega saman við afkomu annarra stórra félaga í eigu sömu manna. Íslenskt hagkerfi hefði sjálfsagt þolað einn slíkan banka, en þrír kafsigldu það. Það verður ekki vikist undan dómi sögunnar. Dýrkeypt einkavæðing helmingaskiptaflokkanna: Dómur sögunnar JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.