Fréttablaðið - 27.05.2009, Page 13

Fréttablaðið - 27.05.2009, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 27. maí 2009 13 UMRÆÐAN Ingvar Arnarsson skrifar um vegalagningu í Garðabæ Nú í byrj-u n su m - ars á að ráðast í vegalagningu á nýjum Álfta- nesvegi. Marg- ir telja að þessi vegur sé óþarf- ur og þarna sé verið að bruðla með almannafé. Einnig er talið að þessi vegur muni eyðileggja fornminjar, forna slóða og leggja í rúst frábært útivistarsvæði sem gæti nýst Garðbæingum og Álft- nesingum um ókomna tíð. Þrátt fyrir mikla andstöðu við þennan veg þá virðist fátt geta stöðvað þessa framkvæmd. Ég er einn af þeim sem undrast þessa framkvæmd og eftir sam- töl mín við menn sem vinna fyrir bæinn eru margir þeirra á sama máli. Garðabær hefur nú þegar tekið út fyrirhugaða tengingu við Vífilsstaðaveg og var það gert vegna þrýstings manna sem tengj- ast bæjarstjórn flokksböndum og búa í Ásahverfinu, ekki vildu þessir ágætu menn fá aukna bíla- umferð í hverfið sitt. Tenging Víf- ilsstaðavegar við Álftanesveg var ein af forsendum þess að vegurinn skyldi færður út í hraunið, einnig var talið nauðsynlegt að stækka veginn svo hann gæti þjónustað þann fjölda fólks sem átti að flytja í fyrirhugaða byggð á Garðaholti, sem verður ekki mjög stór og fjöl- menn úr þessu. Þeir sem hafa mótmælt þess- ari framkvæmd hafa komið með margar tillögur sem gætu verið mun auðveldari í framkvæmd og myndu ekki raska hrauninu eins mikið og nýi vegurinn. Sem dæmi má nefna að leggja hluta núverandi Álftanesvegar í stokk þar sem íbúðabyggð við hann er sem mest og gera húsagötu ofan á stokkinn. Halda sig við núverandi vegstæði, setja á hann hringtorg og þannig hægja á umferð um hann og fækka þeim hraðaksturs- slysum sem hafa þar orðið. Laga núverandi vegarstæði og reisa við veginn hljóðmanir eða grind- verk. Allar þessar hugmyndir hafa verið hunsaðar af ákveðnum mönnum í bæjarstjórn og virðist sem eitthvað undarlegt sé í gangi og vekur þetta hjá mér margar spurningar, því að það virðast allir aðrir en þessir ágætu aðilar vera á sama máli, að þessi vegur sé óþarfur. Ég minnist því setningar úr góðri bíómynd sem hljóðaði svo: Eltið peningaslóðina!! Og þess vegna er ég nokkuð viss um að gerð þessa nýja Álftanesvegar sé til að þjóna hagsmunum einhverra peningamanna. Nú spyr ég ykkur í bæjarstjórn Garðabæjar; hverjir munu hagn- ast á þessum vegi? Þ.e.a.s. af hvaða aðilum þarf að kaupa land sem þessi vegur mun fara yfir og hversu háar fjárhæðir eru áætlað- ar í það? Hver mun hagnast mest á þessum vegi, eru það íbúar Garða- bæjar og Álftaness eða er einhver annar sem mun græða á þessari fáránlegu vegalagningu? Höfundur er Garðbæingur. Nýr Álfta- nesvegur INGVAR ARNARSSON A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið Kaupþing býður til fræðslufundar um lífeyrissparnað, á morgun 28. maí í Borgartúni 19, klukkan 17.30. Fræðsla á mannamáli. Gott tækifæri til að öðlast betri skilning á lífeyrismálum. Fróðleikur og veitingar. Allir velkomnir. Skráðu þig á www.kaupthing.is eða hafðu samband við Ráðgjöf Kaupþings í síma 444 7000. LÍFEYRISSPARNAÐUR Á 60 MÍNÚTUM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.