Fréttablaðið - 27.05.2009, Side 19

Fréttablaðið - 27.05.2009, Side 19
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 FERÐAFÉLAGIÐ ÚTIVIST stendur fyrir dagsferð á fjallið Þríhyrning á hvítasunnudag. Frá Engidal verður gengið upp Þríhyrningshálsa og um Flosadal á tinda fjallsins. Vegalengd er 7-8 km, hækkun er 400 metrar og göngutími 5 tímar. www.utivist.is Ari Baldur Baldvinsson er Reyk- víkingur en stundar nám við Fjöl- brautaskóla Snæfellinga í Grund- arfirði. Hverju sætir það? „Bara flipp! Ég bý í húsi sem foreldrar mínir eiga í Stykkishólmi,“ segir Ari en upplýsir að hann hafi ekki hafið námið fyrr en eftir áramót. Í byrjun nóvember ferðaðist hann til Venesúela á vegum Nínukots. „Ferðalagið var langt og strangt. Ég fór fyrst til Danmerkur, svo Parísar, þaðan til Caracas, sem er höfuðborg Venesúela, og loks tók ég innanlandsflug til borgarinnar sem ég dvaldi í,“ segir Ari sem var einn á ferð en dvaldi á fjölskyldugisti- heimili sem hann hafði bókað. En hvað var hann að bralla í henni Ameríku? „Ég var í sjálf- boðaliðastarfi í dýragarði, lærði spænsku og ferðaðist,“ svarar hann og bætir við að ferðin hafi verið algert ævintýri þótt spænskukunn- áttan hafi ekki batnað eins mikið og hann hafði vonast til. „Ég var bara eina viku á spænskunámskeiði til að fá grunn en hefði líklega þurft að vera lengur,“ segir hann glað- lega en Ari dvaldi fimm vikur í allt í Suður-Ameríku. Eftir tungumálakennsluna tók við fjögurra vikna sjálfboðaliða- vinna í dýragarðinum. „Vinnan fólst í því að skera niður ávexti, búa til mat og gefa dýrunum að éta,“ segir Ari og viðurkennir að sér hafi ekki þótt þetta mjög mikil eða erfið vinna. „Svo fylgdist ég með dýralækninum og hjálpaði honum ef með þurfti. Ef ekkert var að gera fór ég á dýralæknastofuna með honum og hjálpaði til í aðgerð- um,“ segir hann stoltur og líkaði sú vinna ljómandi vel. „Þetta var eitt- hvað alveg nýtt.“ Hvað var svo skemmtilegast við þessa vinnu? „Að vera innan um dýrin, ekki síst apana og kond- órinn,“ segir Ari og útskýrir að kondórinn sé stór örn sem lifi í Andesfjöllunum og sé einn sá stærsti í heimi. „Þessi örn var ekki grimmur enda var hann hálfgerð- ur unglingur og búinn að vera lengi í dýragarðinum. Hann var hins vegar mjög orkumikill, eiginlega algerlega ofvirkur, hoppaði um allt, rændi hlutum og gerði tígrisdýrin og önnur dýr í garðinum alveg vit- laus,“ segir Ari og hlær við tilhugs- unina. Hann stefnir nú á að læra betur spænskuna enda er ætlunin að fara aftur til Suður-Ameríku til að skoða fleiri lönd. gun@frettabladid.is/solveig@frettabladid.is Viðraði apa og örn Ari Baldur Baldvinsson dvaldi í fimm vikur í Suður-Ameríku í lok síðasta árs. Þar starfaði hann sem sjálf- boðaliði í dýragarði, myndaðist við að læra spænsku og ferðaðist víða. Ari Baldur með kyrkislöngu í dýragarðinum í Venesúela þar sem hann starfaði sem sjálfboðaliði. MYND/ÚR EINKASAFNI MISTY Gó jónusta - fagleg rá gjöf Laugavegi 178, 105 R sími 551-3366 - www.misty.is opi mán-fös 10-18, lau 10-14 teg. Amethyst - alveg sérlega fallegir push up BH á kr. 8.845,-

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.