Fréttablaðið - 27.05.2009, Page 21

Fréttablaðið - 27.05.2009, Page 21
MIÐVIKUDAGUR 27. maí 2009 3 Salka bókaforlag gefur út tvær veiðibækur á næstunni. Þetta eru Lax í sparifötum þar sem þekktir stjörnukokkar koma við sögu og bókin Áin eftir Bubba Morthens. „Þarna eru heimsóttar allar helstu veiðár landsins,“ segir Hildur Her- móðsdóttir, bókaútgefandi hjá Sölku, um bókina Lax í spari fötun- um sem forlagið gefur út á íslensku og ensku á næstunni. „Heimsótt eru veiðihús og matreiðslumenn teknir tali,“ bætir Hildur við og upplýsir að þekktir stjörnukokkar komi við sögu í bókinni, eins og þeir Sturla Birgisson, Úlfar Finnbjörnsson, Siggi Hall og Sig- urður Gíslason. „Þeir gefa les- endum líka upp- skriftir sem eiga vonandi eftir að gleðja margan sælkerann.“ Hún bendir jafnframt á að Bjarni Brynjólfs- son annist rit- stjórn og textagerð og Lárus Karl Ingason taki myndir. Með haustinu gefur Salka svo út bók tónlistar- og veiðimanns- ins Bubba Morthens, sem kallast Áin, en ljósmyndir á Einar Falur Ingólfsson. Í bókinni tekur Bubbi fyrir sitt eftirlætis laxveiðisvæði, Nessvæði í Laxá í Aðaldal. „Þar er til dæmis fjallað um frum- herja í laxveiði á bökkum Laxár og birtar einstakar tölulegar upp- lýsingar um stórlaxa sem veiðst hafa á Nessvæðinu,“ nefnir Hild- ur, sem segir frá því að höfund- urinn Bubbi hafi meðal annars skráð ýtarlegar veiðistaðalýs- ingar sem koma fram í bók- inni. „Skemmtilegt er að segja frá því að einnig eru birt sam- töl sem Bubbi hefur átt við ólíka veiðimenn,“ segir hún og tiltekur viðmæl- endur eins og Eyþór Sig- mundsson, Völund Her- móðsson, Árna Pétur Hilmarsson og Pétur Steingrímsson. - vg Veiðibækurnar Lax í sparifötum og Áin Bubbi sleppir laxi í Þvottastreng. Látrabjarg er 14 km að lengd og 441 metra hátt. Í daglegu tali er Látrabjargi skipt í fjóra hluta og stafar sú skipting fremur af ítökum bæja í nágrenninu en af nátt- úrulegum orsökum. Þó er austasti hlutinn, Keflavíkurbjarg, nær slitinn frá aðalbjarginu. Hinir hlutarnir þrír nefn- ast Látrabjarg, Bæjarbjarg og Breiða- víkurbjarg. Nafn Látrabjargs er dregið af orðinu látur. Látur eða sellátur er svæði nærri sjó, þar sem selir kæpa. Látrabjarg iðar allt af fugli framan af sumri. Þar verpa einkum álka, langvía, svartfugl, stuttnefja, rita, lundi og fýll. Stærsta álkubyggð í heimi er í Stóru- urð. Fuglarnir verpa í nánu sambýli í björgunum, en þó eru ein eða tvær tegundir ríkjandi í hverjum bjarghluta. Látrabjarg er mikil matarkista og hefur verið nytjað frá landnámstíð. Eggja- tekja og fuglatekja á vorin og sumrin eru hlunnindin sem bjargið býður og voru þau einn mikilvægasti bjargræðisvegur nálægra byggðarlaga. Látrabjarg LÁTRABJARG Á VESTFJÖRÐUM ER STÆRSTA SJÁVARBJARG LANDSINS OG VESTASTI ODDI ÍSLANDS. Laugavegurinn kallast gönguleiðin milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Hún er 54 km löng og fer hæst í 1.050 metra yfir sjávarmáli. Áfangar á leiðinni eru fjórir; Hrafntinnusker, Álftavatn, Hvanngil og Emstrur. Leiðin endar í Þórsmörk þar sem gengið er í Húsadal, Langadal eða Bása. www.wikipedia.org Jónsmessunótt á Fimmvörðuháls Skráning í Jónsmessunæturgöngu Útivistar í síma 562 1000 Upplifðu stemninguna VERSLUN / VERKSTÆÐI Helluhrauni 4 220 Hafnarfjörður Sími 555 4900 Allar nánari upplýsingar um þjónustu og vörur á www.rotor.is. lang - stærsti húsbílavefurinn Viðgerðir Kæliskápar Reiðhjólagrindur Ferðasalerni Fortjöld Húsbílaþjónusta og fylgihlutir í ferðalagið Allt í húsbílinn... ...í settum fyrir handlagna Rótor ehf býður upp á viðgerðaþjónustu á rafbúnaði húsbíla og vagna ásamt uppsetningu og tengingu á þeim búnaði sem við seljum á einu besta þjónustuverkstæði landsins. Gasmiðstöðvar 1900 - 2800W Vatnshitarar 13L gas / 220V Sólarsellusett í úrvali. www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 • Verndar fætur og hindrar blöðrumyndun • Vatnsheldur - vörn gegn bakteríum • Dregur úr óþægindum og sársauka Fæst í apótekum Compeed plásturinn Fyrir útivistarfólk Góðar ferðatöskur geta gert gæfumuninn! Skólavörðustíg 7 • www.th.is Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.