Fréttablaðið - 27.05.2009, Side 24
27. MAÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● útivist og veiði
„Það hættir enginn alvöru
veiðimaður að veiða,“ segir
Stefán Sigurðsson, sölustjóri
hjá Lax-á en bætir við: „En
hann leitar sér kannski að
ódýrara veiðileyfi.“
Undanfarin ár hafa stórfyrirtæki
verið ötul við að kaupa upp veiði-
leyfi til að gera vel við sitt fólk. Nú
er það ævintýri búið og sá markað-
ur einungis brot af því sem hann
var í góðærinu.
Lax-á hefur alla tíð selt fleiri
veiðileyfi til útlendinga en Ís-
lendinga og viðskiptin fara fram
í erlendri mynt. „Við höfum verið
meira í að selja Íslendingum fyrir
og eftir besta veiðitímann. Við
finnum fyrir því að margir Íslend-
ingar halda aftur af sér og ætla að
bíða og sjá, enda er mikið eftir af
sölutímanum.“
Veiðileyfi hjá Lax-á kosta allt
frá fimm þúsund krónum á dag
upp í 200 þúsund krónur í dýrustu
á félagsins, Laxá á Ásum. Stef-
án segir veiðileyfi í þeirri á ekki
hafa hækkað í verði í tíu ár. „Verð-
ið bólgnaði vissulega upp í öðrum
ám, þegar fyrirtæki vildu kaupa
öll veiðileyfi. En við höfum fengið
fleiri útlendinga á móti og evran
er sterk, sem vegur upp á móti
samdrættinum.“ Hann segir fyrir-
tækið Lax-á hafa verið stofnað
utan um þjónustu við útlendinga,
sem nú sé aftur orðið kjarninn.
„Við erum komin nokkur ár aftur
í tímann hvað þetta varðar.“
Stangaveiðifélag Reykjavíkur
selur veiðileyfi í íslenskum krón-
um, sem kemur sér vel fyrir er-
lenda ferðamenn. „Við finnum
fyrir verulegri aðsókn erlendis frá
krónunnar vegna,“ segir Haraldur
Eiríksson, sölu- og markaðsstjóri
SVFR. Hann segir veiðileyfasöl-
una hafa gjörbreyst. „Millidýr
veiðileyfi og jaðartímarnir, sem
viðskiptavinir hér innanlands hafa
verið að kaupa, eru að taka mik-
inn skell. En útlendingarnir eru að
plástra nokkurn veginn dýru götin
sem bankar og fyrirtæki skildu
eftir sig.“
Víðar kreppir að en á Íslandi
og hópurinn sem ferðast landa á
milli til að veiða lax er ekki stór.
Hins vegar hefur samkeppnis-
staða Íslands snarbatnað við veik-
ingu krónunnar. „Frá því árið
2000 hefur beinlínis verið erf-
itt að selja útlendingum laxveiði-
leyfi. Lítið hefur verið af lausum
leyfum og þau hafa verið ógnardýr
vegna þess hvað krónan var sterk.
Á þessum tíma misstum við mjög
mikilvæga markaði. En við erum
að byrja að sjá það fólk aftur sem
hvarf með styrkingu krónunnar.“
Að mati Haraldar þarf að laga
verðlagningu á innanlandsmarkaði
að breyttum aðstæðum. Það ger-
ist þó ekki á einni nóttu, þar sem
leigusamningar séu gerðir þrjú
til fimm ár fram í tímann. „Land-
eigendur hafa komið til móts við
okkur og það er sameiginlegt átak
okkar að halda verðinu í skefjum.
Í nokkrum tilfellum höfum við
lækkað verð, í Norðurá og Langá á
Mýrum. Þá höfum við lækkað verð
á aðbúnaði í veiðihúsum, til að létta
undir með veiðimönnum.“
- hhs
Útlendingar vega upp á
móti hrundum markaði
Veiðileyfi fyrir innanlandsmarkað eru í nokkrum tilfellum farin að lækka í verði, meðal annars í Langá á Mýrum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Frítt var að veiða í Helluvatni, innan við Elliðavatn, á sunnudaginn í tilefni af 70 ára
afmæli SVFR. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Stangaveiðifélag Reykjavíkur var
stofnað hinn 17. maí árið 1939 og
fagnar því 70 ára stórafmæli um
þessar mundir. Í tilkynningu frá
SVFR segir að félagið hafi verið
stofnað utan um laxveiði í Elliða-
ánum.
Eitt og annað var í boði í afmæl-
isvikunni til að fagna tímamótun-
um. Má þar nefna kastsýningu á
Miklatúni og fjölskyldudag við Ell-
iðavatn með mikilli skemmtidag-
skrá.
Fögnuðinum lauk svo með konu-
kvöldi á þriðjudaginn var, þar sem
farið var yfir undirstöðuatriði í
fluguveiði. - hhs
Sjötíu ár frá stofnun SVFR
LÚR - BETRI HVÍLD
www.lur.is
10:00 – 18:00mánfös
Opið:
lau 11:00 – 16:00
Frábært úrval sófa
og hvíldarstóla
VEIÐIKORTIÐ
31 vatnasvæði vítt og breitt um
landið fyrir aðeins 6000 kr.
Handbók með ítarlegum upplýsingum og veiðikortum
fylgir. Nánari upplýsingar á www.veidikortid.is
Fæst hjá N1, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.