Fréttablaðið - 27.05.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 27.05.2009, Blaðsíða 26
 27. MAÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● útivist og veiði „Ég veiði eingöngu á flugu,“ segir Reynir Friðriksson sem hefur síð- asta áratuginn unnið sem leiðsögu- maður, meðal annars fyrir fyrir- tækið Lax-á, og þá helst í kringum lax- og silungsveiði. Reynir hefur sjálfur haldið námskeið í fluguköstum undan- farin misseri. „Ég hef mest verið með námskeið fyrir byrjendur og þá yfirleitt leiðbeint þremur til fimm í einu.“ Margir veiða eingöngu á flugu að sögn Reynis sem bendir á að fluguveiði hafi aukist meðal land- ans undanfarin ár, en enn sé þó- nokkuð um að menn veiði á maðk og spún. Reynir leggur ríka áherslu á að fara vel yfir þau grunnatriði sem hver veiðimaður þarf að hafa í huga við veiðina. Þetta eru atriði eins og hversu hratt eða hægt á að draga inn línuna miðað við aðstæð- ur hverju sinni. „Það er ýmislegt sem verður að hafa í huga hvort heldur verið er að veiða í vatni eða á,“ segir hann að bragði. Það er alltaf mikið um að vera í kringum veiðina á sumrin bend- ir Reynir á og hann minnir áhuga- sama á að nýta sér þau ýmsu nám- skeið sem eru í boði og kynningar hjá stangveiðifélögum og veiði- verslunum. Einnig sé eitthvað um opin hús. Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig á námskeið í sumar hjá Reyni er bent á netfangið reynirf@ yahoo.com eða símann 861-8281. - vg Kastveiðinámskeið fyrir byrjendur Veiðimaður kastar flugunni. FRÉTTA BLA Ð IÐ /A N TO N Matís og rannsóknafyrirtækið Laxfiskar kynna niðurstöður sam- eiginlegrar rannsóknar á magni kvikasilfurs í urriða úr Þingvalla- vatni á fundi í Sjávarútvegshúsinu, Skúlagötu 4, á morgun, miðviku- dag, klukkan 14. Rannsóknin hafði manneldis- sjónarmið að leiðarljósi og var gerð til að draga upp mynd af magni kvikasilfurs í Þingvallaurr- iðum með hliðsjón af stærð þeirra og forsögu. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að kvikasilfur er mælanlegt í Þingvallaurriða. Í ákveðnum til- vikum er magn kvikasilfurs í fisk- holdinu yfir leyfilegum mörkum Evrópusambandsins fyrir styrk kvikasilfurs í matvælum. Smærri urriðinn er gegnumsneitt undir þeim mörkum en eftir að urriðinn hefur náð ákveðinni stærð eru um- talsverðar líkur á því að hann inni- haldi meira kvikasilfur en viðmið- unarmörk gera ráð fyrir. Hagsmunaaðilar og aðrir áhuga- samir eru boðnir velkomnir á fundinn. Sjá www.matis.is. Kvikasilfur í Þingvallaurriða Niðurstöður sýna að kvikasilfur er mælanlegt í Þingvallaurriða. Simms Krieger-hatturinn er fyrirferðar- lítill og hagkvæmur. MYND/VEIÐIHORNIÐ Simms Krieger Crusher-veiðihatt- urinn er nýjung frá Simms. Veiði- hatturinn er flottur á að líta, léttur og fyrirferðarlítill og einfalt er að pakka honum saman í vasa. Hatturinn er fáanlegur í tveim- ur litum, ljósbrúnum og dökkgræn- um. Hatturinn er góður jafnt í sól- skini sem regni og kostar 2.995 krónur í Veiðihorninu, Sportbúð- inni og Veiðimanninum. Nýjar sendingar eru að hlaðast inn þessa dagana í fyrrgreindum verslunum og má þar nefna send- ingu frá DAM í Þýskalandi með 2009-árgerðunum af kasthjólum og stöngum auk smávöru, byssu- skápa og fyrstu Simms-sendingu ársins og gott úrval af flugulín- um frá Scientific Anglers og nýja sendingu frá Zpey í Noregi sem inniheldur ýmsar spennandi nýj- ungar. Auk þessa eru flugubar- irnir að fyllast af nýjum flugum á góðu verði. - hs Fyrirferðarlítill veiðihattur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.