Fréttablaðið - 27.05.2009, Page 39
MIÐVIKUDAGUR 27. maí 2009
Hótelerfinginn Paris Hilton vill
ólm aðstoða Katie Price, betur
þekkt sem Jordan, í þeim mikla
ólgusjó sem glamúrfyrirsætan
er í um þessar mundir. Jordan
og eiginmaður hennar, Peter
Andre, standa nú í skilnaði og
hafa breskir fjölmiðlar fylgst
með hverju skrefi þeirra. Paris
vorkennir vinkonu sinni sem hún
hitti fyrst fyrir þremur árum á
tónlistarhátíð í Los Angeles og
sagði í samtali við tímaritið OK
að hana langaði til að hringja í
Jordan og veita henni þann and-
lega stuðning sem hún þyrfti á að
halda.
Paris var jafnframt spurð að
því hvaða ráðleggingar hún hefði
handa Jordan. Og ekki stóð á
svarinu: „Katie á að forðast dag-
blöð og Netið eins og heitan eld-
inn, það vill enginn vera góður
við þig á þeim bænum.“ Hún upp-
lýsti jafnframt að Jordan væri
ein af fyrirmyndunum í hennar
lífi og óskaði þess að fyrirsætan
myndi flytja til Los Angeles. „Ég
ber mikla virðingu fyrir henni
sem athafnakonu, hún hefur
byggt upp viðskiptaveldi sitt
af miklum myndarskap,“ sagði
Paris.
Paris vill
hjálpa Jordan
VILL HJÁLPA Paris Hilton vill gjarnan
hjálpa Jordan í þeim erfiðleikum sem
fyrirsætan stendur frammi fyrir um
þessar mundir.
Meistaradagur
Verkfræði og tölvunarfræði
fimmtudaginn 28. maí 13.00–18.00 í VRII, Hjarðarhaga 2–6
Árangur viðhalds
Háhitaborholur og líkanagerð
Kynning á meistaraverkefni
Líkanagerð og sérstaða álvera
Auðlindir og bestun
Hreyfifræði- og mælitækni
Lærdómur, nytsemi og árangur
Allir velkomnir
Í tilefni af tuttugu ára afmæli
útvarpsstöðvarinnar FM 957
ætlar hún að flakka um landið í
sumar og halda skemmtanir og
dansleiki undir nafninu Zúúber á
sviði og Zúúber grúbban.
Zúúber á sviði er skemmt-
un sem er byggð á samskiptum
kynjanna. Þar munu þau Svali,
Gassi og Sigga spjalla hispurs-
laust við áhorfendur um sam-
skipti kynjanna. Zúúber grúbban
er ballhljómsveit skipuð þekktum
tónlistarmönnum á borð við Ingó
Veðurguð, Einar Ágúst og Gunn-
ar Ólason úr Skítamóral. Næsta
uppákoma Zúúber verður á Sel-
fossi 4. og 5. júní þar sem vænt-
anlega verður mikið um dýrðir.
Zúúber fer
um landið