Fréttablaðið - 27.05.2009, Side 48

Fréttablaðið - 27.05.2009, Side 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar Í dag er miðvikudagurinn 27. maí, 147. dagur ársins. 3.36 13.25 23.16 2.52 13.10 23.30 Ólafur Þór, það má nú segja að þú sért enginn venjuleg- ur saksóknari. Þessi mál sem þú ert að rannsaka eru afar flókin en þjóðin krefst þess að þú komist til botns í öllu saman og refsir fyrir það sem saknæmt er. Ég hef þó ekki miklar áhyggjur, jafnvel þótt menn reyni að villa um fyrir þér og afvegaleiða með öllum ráðum. Ég er nefnilega þeirrar trúar að óheiðarlegt fólk grafi sína eigin gröf um leið og einhver sem tam- inn er af sínu brjóstviti verður á vegi þess. Það var hinn kvensami Menelaos og yngismey ein afar sérstök sem fengu mig til að trúa þessu. ÞANNIG er mál með vexti að gríski læknirinn Menelaos var einn alsvæsnasti kvennabósi sem ég þekki. Hann sveifst einskis til að koma sér inn undir hjá kven- þjóðinni. Var hann þó kominn af besta skeiði þegar ég kynntist honum. MÉR er minnisstætt þegar hann mætti galvaskur eitt síðdegi í sínu fínasta pússi á veitingastaðinn sem ég vann á í Aþenuborg. Bað hann um einn einfaldan viskí sem var óvenjulegt svo ég spurði hvað stæði til. „Ég á stefnumót við eina sérstaka yngismey við klukkuna á torginu klukkan átta,“ svarar hann ánægður á svip. Ég varð forvitinn og vildi fá að vita hvaða kona ætti von á að kynnast leyndardómum læknisins. „Það er þessi sem kom hingað með honum Pavlosi um síð- ustu helgi,“ svaraði hann. Læknir- inn lét sig nefnilega ekkert muna um að bjóða stúlkunni út meðan Pavlos, unnusti hennar, brá sér frá eitt augnablik til að eiga orða- stað við einhvern á næsta borði. Hún nefndi strax stund og stað svo læknirinn kvaddi hana sigri hrósandi áður en unnusti hennar settist aftur við borðið. ÞAÐ var eins og hann hefði gorma í hnjáliðunum þegar hann hélt af stað á torgið eftir að hafa skolað einum einföldum niður. Svo varð klukkan átta og Men- elaos stóð undir klukkunni með hjartað í buxunum. Klukkan kort- er yfir var yngismærin enn ekki komin. En fimm mínútum síðar dró til tíðinda en þá birtist Pavlos eins og skrattinn úr sauðarleggn- um. „Nei, Menelaos! Þú hér.“ JÁ, Ólafur minn, hún lét ekki fífla sig þessi sérstaka yngismey. Ég á heldur ekki von á því að sérstakur saksóknari láti fíflast með sig. Flagarasaga fyrir saksóknara Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18-49 ára. Könnun Capacent í febrúar 2009 – apríl 2009. Hvar er þín auglýsing? 34% 74%

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.