Fréttablaðið - 03.06.2009, Qupperneq 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
„Í nokkur ár hef ég fundið ein-hverja leið sem mér finnst hæfi-leg og spennandi í Mið- eða Suður-Evrópu og farið út með hópa í samstarfi við Bændaferðir,“ segir Þórður Höskuldsson, framkvæmda-stjóri Outcome hugbúnaðar, en hann tekur að sér hjólaleiðsögn í eina til tvær vikur á sumrin.„Ferðirnar eru yfirleitt um viku langar og taka mið af fósem í
En hvar hefur verið skemmtileg-ast að hjóla? „Hver ferð hefur sinn sjarma en í Dólómítunum og nyrst á Ítalíu hefur landslagið verið stór-brotnast og veðrið hvað best. Þó er líka víða fallegt í Austurríki,“ segir Þórður. Inntur eftir því hvort hann hafi lent í hremmingum á ferðum sínum svarar hann: „Þær hafa veriðí lágmarki e
í næstu ferð verður vegalengdin um 80 til 100 kílómetrar á dag,“ segir Þórður. Hann leggur af stað á morgun með tíu manna hóp til Kaupmannahafnar og er stefnan að hjóla til Berlínar í Þýskalandi. „Ég horfi á þetta sem fyrsta legginn áleið yfir Evrópu “ u lý
Hefur hjólað þúsundir kílómetra í EvrópuÞórður Höskuldsson, framkvæmdastjóri Outcome, starfar sem hjólaleiðsögumaður í hjáverkum. Á hverju
sumri skipuleggur hann eina til tvær hjólaferðir um Evrópu í samstarfi við Bændaferðir.
Þórður leiðir hópinn á hjólaferð um Ítalíu.
MYND/ÚR EINKASAFNI
KAJAKFERÐIR eru meðal þess sem boðið er upp á í Mjóafirði í Ísafjarðar-
djúpi. Er um tvenns konar ferðir að ræða sem eru mislangar. Í þeirri lengri
er róið að Látrum framhjá Selalátri og endað í Hörgshlíðarpotti. Í þeirri styttri
er róið frá Heydal og inn að Hörgshlíðarpotti. Sjá www.vesturferdir.is.
skólar og námskeið
MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 2009
Connect with English
Sumarnámskeið / Summer Courses
www.connectwithenglish.is
MIÐVIKUDAGUR
3. júní 2009 — 130. tölublað — 9. árgangur
ÞÓRÐUR HÖSKULDSSON
Hjólar um Evrópu á
hverju sumri
• ferðir
Í MIÐJU BLAÐSINS
SKÓLAR OG NÁMSKEIÐ
Námslán, skiptinám
og stúdentaíbúðir
Sérblað um skóla og námskeið
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
Hjálmur bjarg-
aði Hjálmi
Sigurður Guð-
mundsson lenti í
árekstri á mótor-
hjóli sínu.
FÓLK 26
Felldi tár þegar
hann kvaddi
Ólafur Stefáns-
son lék sinn
síðasta leik
með Ciudad
Real og
kvaddi félagið sem
Evrópumeistari.
ÍÞRÓTTIR 22
VEÐRIÐ Í DAG
Sýnir á sér nýja hlið
Elín Ósk Óskarsdóttir sópr-
an fetar ótroðnar slóðir á
tónleikum í kvöld.
TÍMAMÓT 16
Stórtónleikar færðir
Dúndurfréttir og vinir verða á
Nasa.
FÓLK 20
VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR
Gerir mynd um
hjólhýsalíf
Hjólhýsahverfi rís í Heiðmörk
FÓLK 26
HÆGVIÐRI Í dag verður hæg
breytileg átt og víða bjart veður.
Þykknar upp sunnan og vestan til
þegar líður á daginn og hætt við
lítilsháttar vætu. Hiti 10-18 stig,
hlýjast á Suðausturlandi.
VEÐUR 4
14
11
14
18
14
STJÓRNMÁL Sendiherra Kína á
Íslandi, Zhang Keyuan, hefur
verið kallaður heim. Ekki fengust
skýringar á því athæfi kínverskra
stjórnvalda í gærkvöldi en sendi-
herrann hefur starfað hér í tæp
tvö ár.
Sendiherrann gekk í gærmorgun
á fund ráðuneytisstjóra utanríkis-
ráðuneytisins og kom á framfæri
óánægju kínverskra stjórnvalda og
sendiráðsins með fundi íslenskra
ráðamanna með Dalai Lama, leið-
toga Tíbeta.
Koma Dalai Lama til landsins
hefur vakið spennu og óróa innan
íslenska stjórnkerfisins. Kínverjar
mótmæla jafnan harðlega ef
erlendir ráðamenn hitta Dalai
Lama að máli. Heimildir Frétta-
blaðsins herma að stjórnvöld hafi
í raun verið hálf ráðalaus vegna
komu hans og vart vitað í hvorn
fótinn þau ættu að stíga. Einn
heimildarmaður orðaði það svo að
komur erlendra gesta væru alla
jafna þægilegri við að eiga.
Fjórir íslenskir ráðherrar hittu
Dalai Lama í gær og fyrradag:
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð-
herra og Ögmundur Jónasson heil-
brigðisráðherra á stuttum fundi í
gær og Árni Páll Árnason félags-
málaráðherra og Svandís Svavars-
dóttir umhverfisráðherra við
trúar samkomu í Hallgrímskirkju
á mánudag.
Þá hitti hann dágóðan hóp
alþingismanna í gær, meðal ann-
ars forseta Alþingis og nefndar-
menn í utanríkismálanefnd.
Hvorki forsætis- né utanríkis-
ráðherra hittu Dalai Lama. Utan-
ríkisráðherra er á Möltu en ekki
fengust skýringar á hvers vegna
forsætisráðherra hitti hann ekki.
Steingrímur J. Sigfússon fjármála-
ráðherra sagði eftir ríkisstjórnar-
fund í gærmorgun að forsætisráð-
herra væri úti á landi. Sjálfur taldi
hann Dalai Lama eiga við sig lítið
erindi enda hefði hann varla áhuga
á íslenskum efnahagsmálum.
Ólafur Ragnar Grímsson er
viðstaddur Smáþjóðaleikana sem
settir voru á Kýpur á mánudags-
kvöld. Hann hélt utan á sunnudag
– sama dag og Dalai Lama kom
til landsins – en daginn áður átti
hann fund með fyrrverandi sendi-
herra Kína á Íslandi. Samkvæmt
upplýsingum forsetaritara réð til-
viljun réði því að forsetinn fundaði
með sendiherranum fyrrverandi
um það bil sem Dalai Lama kom til
landsins og var ekki rætt um mál-
efni Tíbets á fundi þeirra.
- bþs / sjá síðu 6
Sendiherrann
kallaður heim
Forseti Íslands hitti fyrrverandi sendiherra Kína um
helgina. Koma Dalai Lama olli óróa í íslensku stjórn-
kerfi. Kínverjar hafa kallað sendiherra sinn heim.
EFNAHAGSMÁL Skuggabankastjórn
Markaðarins hefur áhyggjur af
dýpt efnahagsráðgjafar Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins (AGS) og telur
varnaðarorð sjóðsins um að ekki
beri að lækka stýrivexti ekki stand-
ast skoðun, og einkennist meira af
pólitík en hagfræði.
Mat skuggabankastjórnarinnar
er að með afstöðu sinni til ákvörð-
unar um stýrivexti vilji Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn þrýsta á um að
stjórnvöld ljúki verkum sem dreg-
ist hafi fram úr hófi, svo sem að
ljúka við áætlun ríkisfjármála og
uppgjör milli nýju og gömlu bank-
anna. Varhugavert sé hins vegar
fyrir sjóðinn að nota ágreining um
stýrivexti til að þrýsta á stjórnvöld,
fremur en að tala hreint út um hvar
honum þyki pottur brotinn. „Stýri-
vextirnir eru hættulegt vopn, sem
getur snúist í höndum manna,“
segir Þórður Friðjónsson, forstjóri
Kauphallarinnar.
Skuggabankastjórnin leggur til
að stýrivextir verði lækkaðir úr
13 prósentustigum í 10,5 prósentu-
stig. Með því yrði haldið í yfirlýsta
stefnu um skarpt lækkunarferli
sem var kynnt í maíbyrjun. Næsta
ákvörðun nefndarinnar verður
kynnt á morgun. - óká / sjá Markaðinn
Skuggabankastjórnin segir hagfræði AGS ekki standast skoðun:
Vaxtastefna AGS er pólitísk
URÐ OG GRJÓT, NIÐUR Í MÓT Sigurður Ó. Sigurðsson tók sig vel út þar sem hann
sýndi reiðhjólalistir sínar í blíðskaparveðri í Þórsmörk. Þeir sem tök hafa á geta lík-
lega gert margt vitlausara en að elta góða veðrið uppi þessa dagana, og ekki er verra
ef fákur er með í för. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
KJARAMÁL „Við hjökkum í sama flaginu,“ segir Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um gang mála í stöðugleikavið-
ræðum samtakanna við Alþýðusamband Íslands og opinbera aðila. Rætt
var við fulltrúa sveitarfélaga og forystumenn ríkisstjórnar í gær. Vil-
hjálmur segist hafa lagt áherslu á að fjárlagahallanum yrði náð hraðar
niður og fjárhagsáætlanir gerðar til þriggja ára. Einnig hafi verið talað
um aðkomu lífeyrissjóða að atvinnulífinu. Beðið sé ákvörðunar Seðla-
bankans á föstudag um stýrivexti. „Ef við fáum ekki umtalsverða vaxta-
lækkun þýðir ekkert að tala um launahækkanir,“ segir Vilhjálmur. - gar
Framkvæmdastjóri SA um launahækkanir:
Vaxtalækkun forsendan