Fréttablaðið - 03.06.2009, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 03.06.2009, Blaðsíða 36
16 3. júní 2009 MIÐVIKUDAGUR Síðustu tveir geirfuglarmir í heimi voru drepnir í Eldey 3. júní árið 1844. Geirfugl- inn var algengur víða á Norður-Atlantshafi fram á 16. öld. Hann gat orðið 70 sentimetra hár og vó um fimm kíló. Hann var ófleyg- ur en góður sundfugl sem nærðist einkum á fiski. Geirfuglinn var vinsæl bráð sjómanna, enda var hann stór og kjötmikill og auð- veldur viðureignar. Geirfuglinn var einnig veiddur vegna fjaðranna sem voru notaðar í fatnað. Þegar fór að fækka veru- lega í stofninum fóru safn- arar og náttúrugripasöfn að borga vel fyrir fuglinn og markaði það endalok tegundarinnar. Lengst lifði geirfuglinn við Ísland. Einhverjar sögur fara af því að til fugla hafi sést eftir árið 1844, allt fram á sjötta áratug 19. aldar, en óvíst er um áreiðanleika þeirra sagna. Á Náttúrufræðistofnun Ís- lands er að finna einn uppstoppaðan geirfugl. Hann var keyptur á upp- boði á Sotheby‘s í Lund- únum árið 1971. Aðeins áttatíu uppstoppaðir fuglar eru til í heiminum. RAÚL CASTRO ER 78 ÁRA Í DAG. „Ég hef alltaf verið háttvís, það er mín leið.“ Raúl Castro er litli bróðir Fídels Castro, hins umdeilda byltingarleiðtoga og síðar forseta Kúbu. Castro tók við stjórnartaumunum af heilsu- veilum bróður sínum í febrúar árið 2008. Síðan hefur hann stigið nokkur skref í átt til frjálsari viðskiptahátta. ÞETTA GERÐIST: 3. JÚNÍ 1844 Síðustu geirfuglarnir drepnir timamot@frettabladid.is Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Pétur Sörlason lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 28. maí. Útför hans verður gerð frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 4. júní kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Vilhjálmsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Steinn Hlöðver Gunnarsson Andarhvarfi 11b, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 5. júní kl. 15.00. Björk Níelsdóttir Bergþóra Skarphéðinsdóttir Gunnar Hlöðver Steinsson Sissel Espedal Ragnar Níels Steinsson Margrét Silja Þorkelsdóttir Guðmundur Steinn Steinsson og barnbörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, Ása Sigríður Hilmarsdóttir Akraseli 34, Reykjavík, sem lést 26. maí sl. verður jarðsungin frá Seljakirkju föstudaginn 5. júní kl. 13.00. Hans Kristinsson Hilmar Hansson Hans Jakob Hilmarsson Kristinn Már Hilmarsson Anna Hansdóttir Ása Sigríður Sigurðardóttir Emil Jóhann Sigurðsson Hafdís Hansdóttir Pálmi Dungal Bríet Glóð Pálmadóttir Svanhildur Hilmarsdóttir Ólafur Friðsteinsson Ósk G. Hilmarsdóttir Gunnar Harrysson Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og frændi, Þórður Viðar Viðarsson Breiðavangi 57, Hafnarfirði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut fimmtudaginn 28. maí. Útför hans verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 9. júní kl. 15.00. Sigurlína Ellertsdóttir Viðar, Elísa Hildur og Arnar Viðar Þórðarson Erla Gestsdóttir Birgir Viðarsson og fjölskylda Guðrún Ruth Viðarsdóttir og fjölskylda 70 ára afmæli Helga Hafberg er sjötug í dag. Opið hús verður fyrir ætting ja og vini 6. júní nk. kl. 16-19 í félagsheimilinu Fólkvangi á Kjalarnesi. „Flestir þekkja mig sem dramatísku söngkonuna uppi á fjölum Íslensku óperunnar eða á flakki út um heim en nú ætla ég að bregða mér í allt annað gervi. Þetta verða því allsérstakir tónleikar hvað mig varðar,“ segir Elín Ósk Óskarsdóttir, sem ásamt píanist- anum Jónasi Þóri stendur fyrir tón- leikunum Kvöldstund með ást og kær- leika í menningar- og listamiðstöð- inni Hafnarborg í Hafnarfirði í kvöld klukkan átta. Þeir eru hluti af Björt- um dögum sem nú standa sem hæst í Hafnarfirði. „Við ætlum að fjalla um ástina og kærleikann í ýmsum myndum. Það getur brotist fram í óperuforminu, söngleikjaforminu, óperettuforminu og síðast en ekki síst í innlendum og erlendum dægurlögum sem við þekkj- um öll,“ segir Elín Ósk, sem hlakkar mikið til kvöldsins. Inn á milli atriða ætlar Elín Ósk að vera með stuttar fræðslukynningar. „Ég ætla að segja frá því hvernig stíliseringin er þegar ég breyti úr einu formi yfir í annað. Það er nefni- lega stór vegur á milli þess að syngja óperur og dægurlög, til dæmis.“ Áður en Elín Ósk kemur fram á skemmtunum spyrst hún venjulega fyrir um aldurshóp áheyrenda, enda sé misjafnt hvað gleðji eyru ólíkra kynslóða. „Eldri borgarar elska gömlu fallegu sönglögin okkar og þekkja þau betur en dægurtónlist dagsins í dag. Þeir þekkja líka oft vel rómantískar óperur og taka jafnvel lagið með mér. Þegar ég syng fyrir yngra fólk reyni ég hins vegar að hafa hresst og skemmtilegt prógramm. Lauma kannski einu og einu rómantísku lagi inn, þannig að konan geti hallað sér aðeins upp að manninum sínum í leið- inni.“ Tónleikarnir í kvöld eiga hins vegar að höfða til allra aldurshópa og ekki síður til unga fólksins, telur Elín Ósk, enda tónlistin úr öllum áttum. „Við erum búin að setja saman skemmtilega blöndu af allri þessari flóru. Við ætlum til dæmis að flytja tvö falleg lög og ljóð eftir þá bræður George og Ira Gershwin. Svo ætlum við að taka lagið Ást eftir Magn- ús Þór Sigmundsson, Þakklæti eftir Magnús Kjartansson ásamt öðrum þekktum dægurlögum. Við gleym- um ekki söngleikjunum og tökum meðal annars lag úr Söngvaseiði. Svo ætla ég að sjálfsögðu að sýna hvernig ástin og kærleikurinn kemur fram í óperunni og mun syngja tvær stuttar óperuaríur.“ Elín Ósk er ánægð með píanistann sinn og lofar skemmtilegri kvöld- stund. „Það eru mikil forréttindi fyrir mig að hafa Jónas Þóri með mér því hann er óskaplega mikill listamaður. Ég er viss um að við eigum eftir að fara á flug saman.“ holmfridur@frettabladid.is ÓPERUSÖNGKONAN ELÍN ÓSK ÓSKARSDÓTTIR: SÝNIR Á SÉR NÝJA HLIÐ Kvöld með ást og kærleika MERKISATBURÐIR 1746 Húsagatilskipunin er gefin út. Þar var kveðið á um réttindi og skyldur hús- bænda og hjúa og einnig ákvæði um uppeldi barna. 1926 Fílharmoníuhljómsveit Hamborgar undir stjórn Jóns Leifs tónskálds held- ur tónleika í Iðnó í Reykja- vík. 1932 Ríkisstjórn undir forsæti Ásgeirs Ásgeirssonar tekur við völdum. 1983 Víkingasveit lögreglunnar í Reykjavík er komið á fót með tólf sérþjálfuðum mönnum. 1989 Jóhannes Páll páfi II. kemur til Íslands og syng- ur meðal annars messu við Landakotskirkju. Þús- undir sækja messuna. ELÍN ÓSK ÓSKARSDÓTTIR Ást, rómantík og gleði verða í hávegum hafðar á tónleikum þeirra Jónasar Þóris og Elínar Óskar í Hafnarborg í kvöld. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM AFMÆLI Hólmfríður Karlsdóttir leik skóla kennari er 46 ára. Suzi Quatro leikkona og tónlistar- kona er 59 ára. Kelly Jones söngvari Stereophon- ics er 35 ára. Kerry King gítarleikari Slayer er 45 ára.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.