Fréttablaðið - 30.05.2009, Side 8

Fréttablaðið - 30.05.2009, Side 8
 30. maí 2009 LAUGARDAGUR EFNAHAGSMÁL Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn telur ekki svigrúm fyrir Seðlabankann að lækka vexti. Fundur peningastefnunefndar verður í næstu viku. Þetta kom fram í máli Marks Flanagan, yfir- manns sendinefndar AGS, sem yfirgaf landið í gær. „Ég vil leggja áherslu á að þetta er ákvörðun Seðlabankans,“ sagði Flanagan, en ef litið væri til þess að gengi krónunnar væri nálægt sögulegu lágmarki væri hætta á að krónan myndi lækka enn meira við vaxtalækkun, sem hefði áhrif á verðbólgu og erlend lán. Franek Rozwadowski, fastafull- trúi sjóðsins hér á landi, sagði lík- legt að það hefði einhver, jafnvel veruleg, jákvæð áhrif á stöðu efna- hagsmála hér á landi að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Hafa þyrfti þó í huga að það gæti tekið nokkur ár. Ávinningurinn væri því ekki í hendi. Fram kom í máli Rozwadowskis og Flanagans að ef Ísland sækti um aðild að ESB þyrfti að aðlaga áætlun AGS hér á landi, en þeir vildu ekki útskýra nánar hvað í því fælist. Flanagan sagði ekki komnar upp aðstæður til að losa um gjaldeyris- höftin, svo sem virka bankastarf- semi og drjúgan gjaldeyrisvara- sjóð. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og íslensk stjórnvöld sæju þó fram á að hægt yrði að byrja að losa um gjaldeyrishöftin síðar á þessu ári. Spurður hvort það hefði áhrif á efnahagsmálin að norrænu lánin, sem gert hefði verið ráð fyrir, væru ekki í höfn svaraði Flanag- an því til að vissulega hefði verið gert ráð fyrir að norrænu lánin kæmu fyrr. „Það hefur ýmis áhrif á efnahagsmálin, til dæmis seink- ar það sannarlega öllum áætlunum um að losa um gjaldeyrishöftin,“ sagði Flanagan. Þessa seinkun, auk þess sem seinkun hefur orðið á uppbygg- ingu fjármálakerfisins og áætl- unargerðar til að skera niður fjár- lagahallann, segir Flanagan helst koma til vegna kosninganna. Mikið starf hafi hins vegar verið unnið á bak við tjöldin sem kæmi til fram- kvæmda á næstu vikum. Þá myndi áætlun Íslands og AGS væntanlega komast aftur á áætlun. „Það hefði hjálpað til ef áætlun- in um að minnka fjárlagahallann hefði orðið ljós fyrr,“ sagði Flanag- an. Meðal annars hefði áhættuálag á Ísland hækkað mikið við efna- hagshrunið og myndi ekki lækka fyrr en markaðir hefðu meiri vissu um áætlun Íslands að þessu leyti. Gert er ráð fyrir að fyrsta end- urskoðun á áætluninni, sem átti að fara fram í febrúar, fari fyrir stjórn AGS um miðjan júlí. svanborg@frettabladid.is Lækkun vaxta fellir krónuna enn frekar Ekki eru aðstæður til að lækka vexti eða losa um gjaldeyrishöftin, sögðu full- trúar AGS í gær. Umsókn að ESB myndi breyta efnahagsáætlun AGS hér á landi. Forgangsverkefni að koma fram með áætlun til að draga úr fjárlagahalla. FRANEK ROZWADOWZKI OG MARK FLANAGAN Reiknað er með að fyrstu endurskoð- un ljúki í seinni hluta júnímánaðar og fari fyrir stjórn AGS um miðjan júlí. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UTANRÍKISMÁL Ráðherrar og staðgenglar þeirra frá hinum 47 aðildarríkjum Evrópuráðsins luku tveggja daga fundi sínum í Reykjavík í gær með því að samþykkja aðgerðaáætlun sem nær til stefnumótunar samtakanna á sviði fjölmiðlunar og internetsins. Í pólitískri lokaályktun samþykktu ráðherrarnir, sem eru ábyrgir hver í sínu landi fyrir málefnum fjölmiðla, að Evrópuráðið skyldi vinna að endur- skoðun fjölmiðlahugtaksins, einkum með tilliti til þróunar nýmiðla á borð við bloggsíður, samskipta- síður á netinu og leitarvélar. Ráðherrarnir ályktuðu einnig að stjórnvöld í aðildarríkjunum ættu að endurskoða reglulega hryðjuverkavarnalög sem í gildi væru í hverju landi með það fyrir augum að þrengja möguleika á misbeitingu þeirra, einkum og sér í lagi með tilliti til verndar tjáningarfrelsisins og upplýsingafrelsis. Reglulegt eftirlit væri mikilvægt með því að ákvæði og framfylgd slíkrar hryðjuverkalöggjafar væri með þeim hætti að hún bryti ekki í bága við borgararéttindastaðla Evrópuráðsins, sérstaklega ekki dómafordæmi Mannréttindadómstóls Evrópu. Rússland studdi allar ályktanir fundarins nema þessa um kvöð um endurskoðun hryðjuverkalaga. - aa Ráðherrafundur Evrópuráðsins í Reykjavík ályktar um fjölmiðlun og hryðjuverkalög: Endurskoðun minnki hættu á misnotkun hryðjuverkalaga ÁLYKTUN RÆDD Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Philippe Boillat af fastaskrifstofu Evrópuráðsins ræða við fjölmiðla að loknum fundinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIRKJANIR Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra telur nauðsyn- legt að gera Kárahnjúkavirkjun heildstætt upp og fá á hreint hver er nettó virðisaukinn sem eftir verður í samfélaginu. Hann segist hafa beðið sitt fólk í ráðuneytinu að kanna hvort ekki sé hægt að taka þau gögn saman. Ekki er þó ákveð- ið með heildarúttektina. Steingrímur segir OECD hafa gagnrýnt það á sínum tíma að slík athugun hafi ekki legið fyrir. Hann og flokksmenn hans, hafi tekið undir þá gagnrýni, enda sé nauð- synlegt að gera sér grein fyrir raun- verulegri arðsemi virkjunarinnar. „Við þurfum að átta okkur á því, bæði til að gera þetta verkefni upp og eins fyrir framtíðina, hver heildararðsemi af verkefni er. Hver nettóarðurinn er fyrir þjóðarbúið af verkefni af þessu tagi. Sú vinna fór aldrei fram,“ segir Steingrímur. „Það verður að fá á hreint hver nettóvirðisaukinn er sem eftir stendur í íslensku hagkerfi af fjár- festingu sem er á þessum forsend- um; að eigandinn sé erlendur og arð- urinn gangi til hans. Inn í það þarf að taka allan kostnað, til dæmis við fjárfestingu. Slík greining er nauð- synleg og verður að liggja fyrir.“ Steingrímur segir dóm reynsl- unnar þó vera hið raunverulega arðsemismat. - kóp Fjármálaráðherra vill gera Kárahnjúkavirkjun heildstætt upp: Skoða nettóarð virkjunar Verðandi lagahöfundar óskast Lagadeild www.lagadeild.hi.is Umsóknarfrestur til 5. júní Kennarar við lagadeild Háskóla Íslands skrifa nánast allar kennslubækur í lögfræði sem notaðar eru í landinu. Við byggjum framsækið og krefjandi nám á 100 ára hefð við langöflugasta háskóla landsins. Engin skólagjöld Skrásetningargjald aðeins kr 45.000 FJÁRMÁLARÁÐHERRA Steingrímur telur að nauðsynlegt sé að reikna út hversu mikil nettó verðmætaaukning verði í samfélaginu af verkefni á borð við Kárahnjúkavirkjun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.