Fréttablaðið - 30.05.2009, Page 10
30. maí 2009 LAUGARDAGUR
Grunnnám málmiðngreina er grunnur að bjartri
framtíð og faglegri undirstöðumenntun fyrir:
Blikksmíði•
Rennismíði•
Stálsmíði•
Vélvirkjun•
Véltækniskólinn býður nýtt og
áhugavert nám að loknum grunnskóla.
Grunnnám þar sem fléttast saman
vélstjórnarnám og málmiðnir.
Fagfólk
vantar
Atvinnulífið þarf vel
menntað starfsfólk.
Menntaðu þig til starfa
framtíðarinnar.
Skráning í grunndeild málmiðna stendur
til 11. júní.
Nánari upplýsingar á www.tskoli.is.
í málm- og véltækni
FRÉTTAVIÐTAL: Skýrsla um árangur íslenskrar kynningarhátíðar í Brussel
Góðar niðurstöður umfangs-
mikils markaðsverkefnis í
Brussel gefa ágætar vonir
fyrir íslenskar listir, ferða-
þjónustu og afurðir, sem og
orðstír landsins á erlendum
vettvangi. Að sögn Höllu
Hrundar Logadóttur, verk-
efnisstjóra hátíðarinnar, er
líklegt að áhrifa verkefnis-
ins eiga eftir að gæta enn
frekar þegar fram í sækir.
Íslandshátíðin Iceland on the Edge
er eitt stærsta kynningarverkefni
af sinni tegund sem Ísland hefur
haldið á erlendum vettvangi. Til-
urð verkefnisins má rekja til þess
að eftir að hafa orðið vart við mik-
inn áhuga á Íslandi, ákvað sendi-
ráð Íslands í Brussel, sem er undir
stjórn Stefáns Hauks Jóhannesson-
ar sendiherra, að kanna hvort fýsi-
legt væri að halda kynningarverk-
efni um Ísland í borginni. Í ljós
kom að mikill áhugi var á slíku
verkefni af hálfu heimamanna, til
dæmis sýndu tvær lykilmenningar-
stofnanir í Brussel, menningar-
miðstöðin Bozar og tónlistarhús-
ið Ancienne Belgique, áhuga á að
taka rækilega þátt í fjármögnun
og framkvæmd þess. Í kjölfarið
leitaði sendiráðið til fjölmargra
íslenskra aðila um samstarf, þar
á meðal ráðuneyta, Reykjavíkur-
borgar, Ferðamálastofu, Útflutn-
ingsráðs, Landsbankans, Ice-
landair og fleiri, svo úr varð
kynningarverkefni sem náði yfir
um 10 mánuði frá 2007 til 2008.
„Brussel er að mörgu leyti
heppilegur staður fyrir verkefni
af þessu tagi,“ segir Halla Hrund
Logadóttir, einn af frumkvöðlum
og síðan verkefnisstjóri Íslands-
hátíðarinnar, sem hefur nú tekið
saman ítarlega skýrslu þar sem
gerð er tilraun til að leggja mat á
árangur hátíðarinnar. „Brussel er
alþjóðlegur suðupottur; þarna hafa
mörg sendiráð, alþjóðastofnanir,
félagasamtök og fyrirtæki aðset-
ur. Þetta er því afar alþjóðlegur
vettvangur sem einkaaðilar og
önnur ríki hafa nýtt sér í miklum
mæli til að koma sér á framfæri.
Borgin hefur það líka fram yfir
margar aðrar borgir að hún telur
ekki nema um eina milljón manns;
mergðin er því ekki slík að við týn-
umst í fjöldanum. Þannig að þetta
er góður markhópur á góðu svæði
fyrir Ísland.“
Tvískipt verkefni
Verkefnið var tvískipt: annars
vegar 10 mánaða markaðsherferð
og hins vegar fimm mánaða hátíð
frá árslokum 2007 fram í júní
2008. Íslenskar listir og menning
voru meginstoð hátíðarinnar, sem
fól í sér 35 menningarviðburði og
sýningar, auk 10 til 15 viðburða á
sviði ferða-, ráðstefnu-, orkumála
og viðskipta. Menningardagskráin
spannaði allt frá sýningu á verkum
íslenskra nútímalistamanna til Ice-
land Airwaves tónleikakvölda. Þá
var viðskiptasendinefnd íslenskra
hönnuða send út af örkinni auk
þess sem haldin var ráðstefna um
Ísland og orkumál og ýmsa ferða-
málatengda viðburði.
„Markmið verkefnisins var að
efla ímynd Íslands á alþjóðavett-
vangi, þekkingu á þeim sviðum
sem það tók til og efla tengsl, til
dæmis fyrir listamenn,“ segir
Halla Hrund.
Að hátíðinni og markaðsher-
ferðinni lokinni tók við það yfir-
gripsmikla verkefni að leggja mat
á hvernig verkefnið hafi tekist.
„Við skoðuðum tölulegar upplýs-
Stoðir Íslands − menning,
HALLA HRUND LOGADÓTTIR Segir árangur verkefnisins sýna að áhugi umheimsins á
Íslandi sprettur ekki af sjálfu sér. Hún telur þó að skilningur stjórnvalda á mikilvægi
markviss kynningarstarfs sé sífellt að aukast. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM