Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.05.2009, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 30.05.2009, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 30. maí 2009 með ánægju Fjör fyrir alla fjölskylduna Danmörk er svo passleg. Þægilega stór, milt veðurfar, vinaleg og aðgengileg. Svo tekur enga stund að skjótast þangað. Bókaðu huggulega fjölskylduferð til Danmerkur á www.icelandexpress.is Það er tilvalið að fljúga á einn áfangastað í Danmörku, fá sér bílaleigubíl frá Budget, ferðast um landið og fljúga jafnvel heim frá öðrum áfangastað. Við bjóðum einnig mikið úrval af gistimöguleikum, sjá nánar á www.icelandexpress.is Silkeborg Skelltu þér í skemmtisiglingu með elsta starfandi gufubáti í heimi frá Silkeborg til Himmelbjerget. Álaborg Árósar Óðinsvé Hróarskelda Knuthenborg Skagen Billund Þýskaland Horsens Kaupmannahöfn Helsingør Silkeborg H.C. Andersen Í Óðinsvéum eru tvö söfn helguð H.C. Andersen. Litli ljóti andarunginn, Nýju fötin keisarans, Prinsessan á bauninni, Þumalína og Litla hafmeyjan – Kynntu þér sögu þessa yndislega höfundar. Algjör sirkus! Skelltu þér í sirkus með börnin í sumar. Circus Benneweis er einn sá flottasti í Evrópu og verður á ferðinni um Danmörku í allt sumar. Allar nánari upplýsingar um sýningar og miðapantanir á www.benneweis.dk Sími 580 4600 Aðalheiður Karlsdóttir, lögg.fasteignasali www.eignir.is Faxafen 10 - 108 Reykjavík - eignir@eignir.is FRÉTTASVIÐTAL BERGSTEINN SIGURÐSSON bergsteinn@frettabladid.is matur og náttúra ingar, settum þær í samhengi við önnur sambærileg verkefni, tókum viðtöl við erlenda samstarfsaðila og fengum fjölmiðla og greininga- fyrirtækið Auxipress til að meta verðmæti fjölmiðlaumfjöllunar.“ Borgaði sig fjórfalt Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að árangur hátíðarinnar hafi heilt á litið verið góður og að hún hafi þegar skilað fjárfestingu sinni til baka. „Fyrst ber að nefna verð- mæti fjölmiðlaumfjöllunarinnar. Það birtust um 300 blaðsíður af prentuðu efni í öllum helstu dag- blöðum og tímaritum landsins, auk hundruð umfjallana sem birtust á netinu, í sjónvarpi og í útvarpi. Samkvæmt verðmætamatinu hefði kostað okkur langt yfir 200 millj- ónir króna að kaupa auglýsingar í sama mæli, miðað við gengið á fyrri hluta ársins 2008. Íslenskir aðilar lögðu um það bil 50 millj- ónir króna í verkefni. Við fengum því strax umfjöllun sem er rúm- lega fjórum sinnum verðmætari en það sem lagt var í verkefnið.“ Ólíkir geirar leggjast á eitt Að auki voru önnur áhrif hátíð- arinnar könnuð. „Allar belgískar ferðaskrifstofur sem við rædd- um við urðu varar við aukningu á sölu á ferðum til Íslands, sem þær röktu að hluta til fjölmiðlaum- fjöllunarinnar og dagskrárinnar. Þá varð 4 prósenta raunaukning á sölu á íslenskum sjávarafurð- um í framhaldi af mánaðarlangri markaðsherferð sem við efndum til í 135 matvöruverslunum víðs vegar um Belgíu. Að lokum gerð- um við óformlega könnun á því hvort það væru fleiri sjálfsprottn- ir viðburðir tengdir Íslandi og svo virðist vera, sem sést til dæmis á fleiri tónleikum og kvikmyndasýn- ingum. Það er líka ljóst að tengsla- net allra sem tóku þátt í hátíðinni margfaldaðist og það net skiptir máli að rækta áfram.“ Halla Hrund segir það hafa skipt sköpum hversu vel íslenskum þátt- takendum úr ólíkum geirum hafi tekist að sameina krafta sína og það hversu náið og markvisst var unnið með sterkum erlendum aðila að settu marki. „Ólík verkefni í dagskránni studdu hvert annað svo allir nutu góðs af. Til dæmis fengu íslenskir listamenn mikla umfjöll- un og athygli í gegnum ferðamála- þátt verkefnisins og öfugt. Ef hver og einn hefði verið að vinna í sínu horni hefði verið erfitt að ná þess- um miklu samlegðaráhrifum, sem birtust til dæmis í mikilli fjölmiðlaumfjöllun.“ Listir, náttúra og matur blífur Eftir efnahagshrunið hefur mikið verið rætt um að orðspor Íslands hafi beðið skaða á alþjóðlegum vettvangi. Halla Hrund segir athyglisvert að skoða hvað fjöl- miðlar fjölluðu mest um í Brussel. „Við sjáum að íslensk náttúra, Ísland sem áfangastaður fyrir ferðamenn, menning og listir, Ísland og græn orka, og fersk- leiki íslenskra sjávarafurða voru í aðalhlutverki hjá fjölmiðlum. Góðu fréttirnar eru því þær að ekkert af þessum sviðum hefur orðið fyrir neinni „gengisfellingu“ í kreppunni, sem sýnir kannski fyrir hvað við höfum lengi stað- ið í augum umheimsins og hverju við getum byggt á í áframhaldandi sókn.“ Fyrir liggur að grípa verður til mikils niðurskurðar í ríkisfjár- málum. Halla segir eflaust hætt við því á sviði landkynningar líkt og öðrum. „Ég held samt að skiln- ingur manna á mikilvægi mark- viss kynningarstarfs sé að aukast. Ég held að við verðum að hugsa til þess að tekjuáhrifin, hvort sem átt er við aukinn ferðamanna- straum til Íslands, aukningu í sölu á íslenskum afurðum, eða aukna eftirspurn eftir íslenskri list, skila sér ekki af sjálfu sér. Það er mikil og tímafrek markaðsvinna að baki slíkri þróun og horfa verður á hana sem langtímaverkefni. Hátíðin í Brussel var einungis einn hlekk- ur í þessari vinnu og í því reglu- bundna kynningarstarfi sem utan- ríkisráðuneytið og aðrir opinberir og einkaaðilar sinna.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.