Fréttablaðið - 30.05.2009, Page 16

Fréttablaðið - 30.05.2009, Page 16
16 30. maí 2009 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 UMRÆÐAN Katrín Jakobsdóttir og Katrín Júlíusdóttir skrifa um ný- sköpun Í þeim hremmingum sem Ísland gengur nú í gegnum þurfum við Íslendingar að horfa til framtíðar með hæfilegri blöndu af bjartsýni og raunsæi. Ljóst er að þær aðstæður sem hafa skapast í efna- hagslífi þjóðarinnar eru með þeim hætti að þörf er á sterkri stefnu og framtíðarsýn. Einn þeirra þátta sem ný ríkisstjórn lítur til er nýsköpun. Við Íslendingar höfum vakið athygli víða fyrir skapandi starf, bæði í listum og í tækni- þróun, hönnun og nýsköpun eins og sést á fyrir- tækjum á borð við Marel, Össur og CCP og Nikita. Á síðustu vikum og mánuðum hafa margar góðar hugmyndir komið fram sem tengjast skapandi atvinnugreinum. Eins og við vitum er leiðin frá hugmynd til framkvæmdar stundum löng og ferðalagið háð fjármögnun. Það var því með mikilli gleði sem við sem ráðherrar iðnaðar og mennta- og menningar- mála ákváðum að veitt yrði 15 milljónum auka- lega til að styrkja Nýsköpunarsjóð námsmanna og auka þannig möguleika háskólanema á að stunda rannsóknir í sumar og undirstrika mikilvægi rannsókna og nýsköpunar í uppbyggingu Íslands. Nýsköpunarsjóður námsmanna var stofnaður sumarið 1992 þegar Röskva, samtök félagshyggjufólks við HÍ, lagði fram tillögu í Stúd- entaráði. Á þessum árum var atvinnuleysi mikið meðal náms- manna og erfitt að finna sumar- störf sem tengdust rannsóknum. Með stuðningi stjórnmálamanna og þá ekki síst Jóhönnu Sigurð- ardóttur var málinu unnið fylgi í ríkisstjórn og fékkst samþykkt fjárveiting upp á tíu milljónir króna. Sjóðurinn er nú samstarfsverkefni mennta- málaráðuneytis, Reykjavíkurborgar, Framleiðni- sjóðs landbúnaðarins og sveitarfélaganna. Sautján árum síðar er Nýsköpunarsjóður náms- manna enn mikilvægur þáttur í lífi stúdenta og hefur í gegnum árin veitt mörgum námsmönnum tækifæri til að stíga sín fyrstu skref í rannsóknar- störfum. Sjóðurinn hefur auk þess að skapa ungu fólki atvinnu verið mikilvægur í að tvinna saman háskóla og atvinnulíf. Tengslin sem skapast hafa milli stúdenta, vísindamanna og atvinnulífs hafa skilað góðum árangri og skapað mörg tækifæri. Það er von okkar og vissa að stuðningur við Nýsköpunarsjóð námsmanna gagnist ekki aðeins styrkþegum heldur einnig íslensku samfélagi í lengd og bráð. Hlutverk Nýsköpunarsjóðs náms- manna í íslensku samfélagi hefur verið stórt en líklega aldrei mikilvægara en nú. Höfundar eru ráðherrar mennta- og menningar- mála og iðnaðar. Nýsköpun til framtíðar KATRÍN JAKOBSDÓTTIR KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR Undanfarið hefur borið á því sjónarmiði að íslensk stjórn- völd snúi öllum hælisleitendum úr landi, ýmist til þeirra landa sem þeir flýja, ellegar annarra Evrópu- landa, þar sem þeir eigi illa vist. Virðist á köflum að hver sá sem hér sækir um hæli sé sendur í opinn dauðann og oft fullyrt að einn af 600 hælisleitendum sem hingað hafi komið síðustu ár hafi fengið landvist. Er ánægjulegt að leiðrétta þetta í stuttu máli. 577 einstaklingar sóttu um hæli á Íslandi á árunum 1996-2007. Af þeim drógu 150 umsóknir sínar til baka, eða létu sig hverfa áður en tekin var ákvörðun í málum þeirra. Er varla við stjórnvöld að sakast í þeim efnum. 200 í viðbót voru sendir til annarra Evrópu- ríkja, flestir þar sem þeir höfðu þegar sótt um hæli annars staðar, en sumir vegna þess að önnur ríki tóku samkvæmt Dublinarreglunum ábyrgð á að fjalla um hælisbeiðn- ir þeirra um leið og þau ákváðu að veita þeim dvalarleyfi eða land- göngu inn á Schengen-svæðið. Átti meirihluti þessa hóps að baki hælisbeiðnir á hinum Norðurlönd- unum. Hvað sem líður einstökum atriðum í Dublinarreglunum og aðstæðum í einstökum Evrópuríkj- um er hér að miklum meirihluta um að ræða mál sem sammæli hlýtur að vera um að skuli lokið í þeim ríkjum þar sem til þeirra er stofnað. Af þeim 227 sem sótt hafa um hæli og fengið efnisákvörðun um sína hælisbeiðni hér á landi á þess- um tíma fengu 62 leyfi til að dvelj- ast á Íslandi en 165 var synjað. Aðeins tveir af þessum 62 hafa fengið stöðu pólitísks flóttamanns, enda er skilgreining flóttamanna- samnings SÞ, sem byggt er á í lögum um útlendinga, mjög þröng. Samningurinn veitir þó fleirum vernd en þeim og það sama gildir um íslensk lög. Frá sjónarhóli þess sem þarf á vernd að halda frá ofsóknum eða hörmungum í heima- ríki sínu skiptir þessi munur litlu og er rétt að hafa í huga að enginn þeirra sextíu sem fengið hafa dval- arleyfi af mannúðarástæðum hér á landi hefur þurft að yfirgefa Ísland. Í norrænum rétti hefur þróunin undanfarið verið í þá átt að fjalla um alla þá sem þurfa á alþjóðlegri vernd að halda í einu lagi, án tillits til þessa greinar- munar. Það má deila um það hvort þetta hlutfall – 73% synjanir á móti 27% jákvæðra niðurstaðna – sé eðlilegt. Í reynd hlýtur það hver útkoman verður þó að ráðast af þeim málum sem fjallað er um hverju sinni. Það hefur sín áhrif á þetta hlut- fall að nokkur hluti hælisleitenda á Íslandi ber upp hælisbeiðni án þess að hafa fyrirfram ætlað sér að sækja um hæli. Þar er um að ræða einstaklinga sem hafa ætlað sér að komast ólöglega til Bandaríkj- anna eða Kanada en eru stöðvaðir í Keflavík þegar í ljós kemur að skilríki þeirra eru fölsuð. Að und- anförnu hefur hlutfall þeirra sem fá hæli eða dvalarleyfi hér á landi hækkað og skýrist það af því að stærri hópur hælisleitenda en áður kemur frá löndum þar sem miklir erfiðleikar eru. Í ríkjum ESB er, samkvæmt nýjustu tölum Eurost- at, 77% umsókna synjað á fyrsta stigi (síðasti ársfjórðungur 2008). Þessir 62 einstaklingar eru þó ekki þeir einu sem hér hefur verið leyft að setjast að vegna aðstæðna í heimaríki. Ísland hefur í sam- vinnu við Flóttamannastofnun SÞ tekið á móti ríflega 200 flótta- mönnum á síðustu tíu árum. Ólíku er þó saman að jafna hve miklu færri flóttamenn og hælisleitend- ur koma til Íslands en flestra landa sem við berum okkur saman við. Miklu skiptir að vandað sé til verka við meðferð hælismála enda eru miklir hagsmunir í húfi. Þá er mikilvægt að málsmeðferð sé hraðað eins og unnt er. Að undan- förnu hefur tekist að vinna niður þann fjölda sem bíður niðurstöðu yfirvalda og er nú svo komið að innan við tíu einstaklingar bíða niðurstöðu Útlendingastofnunar í hælismálum en voru rúmlega fjörutíu í fyrrasumar. Það skiptir líka máli að opinber umræða um þessi mál sé málefnaleg en byggi ekki á innistæðulausum ásökun- um, sem gjarnan eru settar fram í tengslum við umfjöllun um mál einstakra hælisleitenda. Höfundur var síðasta ár settur forstjóri Útlendingastofnunar. Einn af sex hundruð? Málefni hælisleitenda HAUKUR GUÐMUNDSSON UMRÆÐAN | Af sem áður var Eitt sinn var það ávísun á Saga Class að komast til áhrifa í þjóðlífinu, hvort sem var í hinum opinbera geira eða hjá einkaaðilum. Fátt þótti hallæris- legra en venjulegir ríkisstarfsmenn, sem gjarnan bættu „bara“ við, áður en þeir nefndu vinnustaðinn. Ég vinn nú bara hjá ráðuneytinu. Nú er öldin önnur og sagan segir að þeir sem beri velmegunarístrur og séu í ríkisstörfum séu besti kosturinn í dag. Dæmi um þetta mátti sjá á Saga Class á dögunum, hvar ríkisstarfsmenn sátu og nutu sín í þægilegheitunum. Í almenna farrýminu var hins vegar Ögmundur Jónas- son, fyrrverandi leiðtogi allra ríkisstarfsmanna og núverandi ráðherra, og barðist við að koma löppum sínum fyrir í allt of þröngu plássinu. Hinir síðustu verða fyrstir segir einhvers staðar. Gagnrýnendur Kastljósið var sýknað í Hæstarétti af umfjöllun sinni um Jónínu Bjartmarz og fólk tengt henni. Bjuggust flestir við þeim dómi, en kannski ekki því að Hæstiréttur tæki sér hlutverk gagn- rýnanda og mæti umfjöllunina, hvort hún væri góð eða vond. Kannski rétturinn skrifi næsta fjölmiðlapistil í Fréttablaðið? Við önsum þessu ekki Opin og lýðræðisleg umræða er boðorðið á hinu nýja Íslandi. Allir, jafnt háir sem lágir, eiga að ræða og upplýsa hvaðeina sem beðið er um. Eitthvað virðast þó sumir eiga erfitt með að ræða um fortíðina, enda ýmislegt þar sem þeir þurfa að skammast sín fyrir. Einn þeirra sem ekki er tilbúinn í allar umræður er sjálfur forsetinn, Herra Ólafur Ragnar Grímsson. Þannig var tekið eftir því að hann firrtist við þegar fréttamaður spurði hann út í aðkomu hans að meintum kaupum katarska sjeiksins í Kaupþingi. Ólafi þótti spurn- ingin óviðeigandi og taldi fráleitt að hann þyrfti að svara. kolbeinn@frettabladid.is Faxafeni 12 (2. hæð), 108 Reykjavík LAGERSALA 2 dagar eftir KRAKKAR: Pollajakkar Pollabuxur Flíspeysur 2.000 - Krakka sumarúlpur 3.000 kr. DÖMUR & HERRAR: Öndunarjakkar 6.000-10.000 kr. Öndunarbuxur Flíspeysur 4.000- Buxur Stuttbuxur Vindstakkur Regnkápur/jakkar 2.000 kr. Opnunartímar: Lau. og Mán: 11-16 E fnahagskreppan sem nú skekur heiminn allan setur víða mark sitt. Í ársskýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International sem kynnt var í vikunni kemur fram að í efnahagsþrengingum eins og nú ríkja sé hætta á að mannréttindabrotum fjölgi. Á sama tíma sé mannréttinda- málum nú skipað aftar á forgangslista og hljóti jafnvel minni athygli en áður vegna hinnar miklu athygli sem beinist að efnahagsmálum. Bent er á að kreppan snúist ekki bara um skort á matvælum, vinnu og húsnæði, svo dæmi séu tekin, heldur einnig um mis- munun, ójafnræði, rasisma og kúgun um allan heim. Þetta kalla samtökin mannréttindakreppu. Endurreisn efnahagskerfisins er vissulega algert forgangs- verkefni. Það er hins vegar einnig afar brýnt að þjóðir heims sameinist um að sú endurreisn taki ekki toll af áunnum mannrétt- indum. Hafa verður í huga að mannleg reisn er meðal grunnþarfa mannsins, rétt eins og það að hafa til hnífs og skeiðar. Í skýrslu Amnesty er bent á að leiðtogar heimsins hafi ein- blínt á aðgerðir til að örva efnahagslífið og á meðan sé ekki gefið átökum víða um heim gaum, átökum sem hafa ekki bara leitt til stórfelldra mannréttindabrota heldur kostað fjölda manns lífið. Dæmi um þetta eru hálfvolg viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stór- felldum mannréttindabrotum sem átt hafi sér stað, svo sem á Gasa, í Darfur í Súdan og á Srí Lanka. Bent er á að ef ein kreppa sé hunsuð og einblínt á aðra þá leiði það til þess að báðar kreppurnar geti magnast. Þannig sé ekki nóg að takast á við efnahagsástandið eitt og sér heldur verði mann- réttindin stöðugt að fylgja með. Til að vekja athygli á þessu hyggjast samtökin Amnesty Inter- national ýta úr vör herferð undir heitinu „Krefjumst virðingar“ og beinist sú herferð að mannréttindabrotum sem búa að baki fátækt og auka hana. Sjónum er fyrst beint að Bandaríkjunum og Kína. Bent er á að Bandaríkin viðurkenni ekki efnahafsleg, félagsleg og menn- ingarleg réttindi og að í Kína séu ekki viðurkennd borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Yfirskrift herferðar Amnesty International „Krefjumst virð- ingar“, er einnig gagnleg við skoðun á ástandi og uppbyggingu hér heima fyrir. Óhætt er að segja að velferðarkerfið gegni lykilhlutverki. Í þeim efnahagsþrengingum sem nú standa yfir verður velferðar- kerfið áfram að vera það jöfnunartæki sem því er ætlað að vera. Stór hópur á virðingu sína og reisn undir þessu kerfi eða eins og segir í inngangsorðum mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna sem samin var fyrir meira en sextíu árum: „Það ber að viðurkenna að hver maður sé jafnborinn til virðingar og rétt- inda er eigi verða af honum tekin, og er þetta undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum.“ Þessi glíma hefur verið háð síðan og ljóst er að mannréttinda- barátta verður áfram á dagskrá. Kreppan dregur athygli frá mannréttindabrotum. Mannréttindamál mega ekki týnast STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.