Fréttablaðið - 30.05.2009, Side 18
18 30. maí 2009 LAUGARDAGUR
HULDA GUNNLAUGSDÓTTIR Hulda segir að á Íslandi séu styttri biðlistar og minni biðtími en víðast hvar á Norðurlöndunum. Hún
ætli að koma Landspítalanum í hóp fimm bestu sjúkrahúsa Norðurlanda, á næstu fimm árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
H
vernig var að koma
heim eftir tuttugu
ára feril í Noregi og
semja við lækna og
stjórnmálamenn
hér? Hver er mun-
urinn á kerfunum?
Sjúkrahús eru allstaðar svipuð
og sérstaklega er hugmyndafræð-
in lík á Norðurlöndum. En það sem
er ólíkt er að á Íslandi menntar
fólk sig úti um allt og sérstaklega í
Bandaríkjunum, hvort sem það er í
Alaska eða Kaliforníu. Í Noregi er
þetta samræmdara því fólkið er allt
þjálfað innan sama kerfis.
Kosturinn við íslenska kerfið
er sá að þetta er fjölbreytilegt, en
ókosturinn er sá að kúltúrinn getur
verið gjörólíkur, jafnvel innan sömu
stofnunar. Þetta er fólk með sömu
þekkingu en mismunandi bakgrunn
og hefðir. Stjórnsýslan er svo enn
ólíkari. Hér er stjórnsýslan einfald-
ari að því leytinu til að maður getur
nálgast fólk á fornafninu fyrr. En
hún er mjög lítið öguð. Það vantar
meiri strúktúr og aga í heilbrigðis-
málin.
Þú sóttir um starfið í bláenda
góðærisins og bjóst líklega ekki
við því að þurfa að skera niður um
næstum þrjá milljarða í ár og reka
fólk. Langar þig ekki heim aftur?
Nei. Maður tekur við verkefni og
gerir sitt besta. En það sem er erf-
iðast er að sjá á bak nýs háskóla-
sjúkrahúss, ef sú verður raunin. Við
erum komin á það stig að við getum
ekki sagt að við höfum eina bestu
heilbrigðisþjónustu í heimi, nema
við hugum að þessu máli. Húsnæð-
ið sinnir ekki sínu hlutverki, ekki
fyrir öryggi sjúklinga, starfsmanna
eða út frá hagræði. Landspítalinn er
á 21 stað núna og það kostar sitt.
Þú hefur kynnt millileið um að
byggja við núverandi húsnæði á
Hringbraut, sem kostar 51 milljarð.
Hvar fæst fé til þess?
„Ef við skoðum þetta í ljósi núver-
andi ástands, þá eigum við einn
milljarð á fjárlögum til að fara í
hönnunarsamkeppni og þá myndu
skapast hundrað störf fyrir arki-
tekta og verkfræðinga. Á meðan
mætti nota tímann til að finna fjár-
magn. Við gætum byrjað vorið
2011, þegar Tónlistarhúsið er tilbú-
ið. […] Heilbrigðisráðherra er mjög
jákvæður gagnvart þessu.
Slæmir kjarasamningar
2,7 milljarðar eru ekkert smáræði
til að spara á einu ári. Hvað ertu
búin að reka marga og hvað eiga
margir eftir að fara?
Það eru ekki margir. Við erum
með 5.100 starfsmenn. Við sett-
um okkur markmið um þrennt: að
halda uppi þjónustustigi, það er
hversu marga við meðhöndlum og
gæði þjónustunnar. Síðan ætluðum
við að reyna að komast hjá uppsögn-
um en við erum með 69 á lista sem
þurfa að hætta í ár. Þeir eru ekki
allir farnir enn. Að lokum ætlum
við að standa við kjarasamninga,
það er engin spurning.
Annað væri líka lögbrot.
Já, en það er ýmislegt sem fólk
gerir í svona ástandi! Leiðin sem við
förum er að draga úr yfirvinnu með
skipulagsbreytingum. Í stað dag-
vinnu og mikillar yfirvinnu tökum
við upp vaktafyrirkomulag og svo
framvegis. Auðvitað eru ekki allir
ánægðir með þetta, en við gerum
þetta í díalóg við starfsfólkið.
Kjaraskerðingin er mikil hjá
sumum og það er vegna þess að
kjarasamningarnir eru svo léleg-
ir. Nú tala ég hreint út. Á Íslandi
tekur fólk allt með yfirvinnunni. Ef
fókusinn hefði verið á að fólk ætti
að lifa á dagvinnu, þá hefðu kjara-
samningar verið betri. En þetta var
ekki gert af því Íslendingar eru svo
viljugir til að vinna og fólk hugsaði
ekki um þetta í góðærinu. En á móti
höfum við dæmis hækkað fólk um
launaþrep eða -flokka í staðinn.
Hagræðir áður en hún rukkar
En meiri kostnaðarþátttaka sjúk-
linga? Margir segðu að það væri
eina vitið.
Þetta er ein leið sem þarf að
skoða, en fyrst þurfum við að hafa
stefnumörkun, svo við getum for-
gangsraðað. Á meðan við forgangs-
röðum ekki vitum við ekki í hvað
peningarnir fara. Við þurfum að
skilgreina hvað við eigum við með
góðu heilbrigðiskerfi.
Við erum til dæmis með slysa- og
læknavakt sem þekkist ekki ann-
ars staðar í heimi, nema fólk komi
í bílum með blikkandi ljós, eða sé
búið að fara á læknavakt. En við
tökum fólkið beint inn í dýrasta
hluta kerfisins.
Að fara að krefjast meiri kostnað-
arþátttöku frá sjúklingum, án þess
að vita hvað við ætlum að nota pen-
ingana í, er auðveld leið til að gera
ekki óþægilegu hlutina. Ég er ekki
á móti sjúklingagjaldi sem slíku, en
mér finnst of auðvelt að setja bara
gjöld og halda áfram að gera eins og
við höfum alltaf gert.
Hvernig stöndum við í þjón-
ustu miðað við Norðmenn, þar er
algengur biðtími eftir aðgerðum
víst þrír mánuðir?
Við höfum miðað mikið við bið-
lista hér á landi, og ég vil breyta
því. Sjúklingi er alveg sama hvort
hann er númer hundrað eða tíu á
biðlista, svo framarlega sem hann
fær bestu faglegu meðferðina. Ef
biðtíminn er innan við viku þá
skiptir engu máli þó ég sé númer
hundrað. Það er til litteratúr sem
skilgreinir ásættanlegan biðtíma
án þess að hann komi niður á lífs-
líkum eða lífsgæðum. Þessi stuðull
er notaður opinskátt í Noregi. En
við höfum ekkert notað hann til að
forgangsraða.
En Ísland er miklu betra að
mörgu leyti. Við höfum nán-
ast enga biðlista lengur og erum
langt fyrir innan flest ásættan-
leg mörk, miðað við Noreg. Hér
er styttri biðtími í flestar aðgerð-
ir og meðhöndlun en víðast á
Norðurlöndum.
Við getum tekið dæmi um
krabbamein í ristli. Gæðastuðull-
inn í Noregi segir að svona aðgerð
þurfi ekki að gerast fyrr en eftir
fjórar vikur. Hér komumst við í
aðgerð innan viku til tíu daga.
Í hóp fimm bestu sjúkrahúsa
Ég las eftir þér haft að hér væri
réttur sjúklinga lítill því hér væri
lítil samkeppni. Þarf meiri sam-
keppni?
Mér finnst að það eigi að vera
samkeppni. Það er í mannskepn-
unni að vilja vera betri og mæla
sig við aðra. Við erum bara 315.000
og með eitt háskólasjúkrahús. Ég
hef það markmið að við ætlum að
verða eitt af fimm bestu sjúkra-
húsum á Norðurlöndum innan
fimm ára. Við ætlum í samkeppni
við þau. Við getum ekki sagt að
við höfum bara einn spítala hér
og engan til að bera okkur saman
við.
Við verðum að finna eitthvert
viðmið og við ætlum að komast
að því hvað einkennir þá bestu og
hvernig við getum orðið þannig.
Þú þarft að skera niður um 2,7
milljarða og árið er hálfnað. Getur
þú nefnt mér einhverja þjónustu
sem minnkar?
Nei. Engin þjónusta minnkar.
Ég skal vera sú fyrsta sem segir
það opinberlega ef eitthvað þarf
að leggja niður. En ég veit að við
getum gert hlutina á annan hátt.
En ég get ekki sagt að í lok ársins
verðum við ekki búin að segja upp
fólki. En þjónustu til sjúklinga ætla
ég að verja á þessu ári. Talaðu við
mig aftur 2010 og 2011, ég veit ekki
hvað þetta verður erfitt þá. En 2009
mun ég ekki skerða hana, ef eitt-
hvað er, verður hún betri.
Tekur ekki ábyrgð á krónunni
Hvaða áhrif hafa gengissveiflur á
rekstur spítalans?
Gengisáhrifin hafa gífurleg áhrif
á okkur. Lyfjakostnaður getur auk-
ist um tuttugu prósent milli mán-
aða. Af þrjú hundruð milljónum í
rekstrarhalla eru fimmtíu prósent
vegna gengisins. Við erum svo háð
innflutningi, til dæmis lyfja.
En það er hlutverk ríkisstjórnar-
innar að ákveða hvernig hún tekur
á þessu. Ég fæ fjárhagsáætlun
og allt sem gerist eftir það,
fall krónu til dæmis, er ekki á
mína ábyrgð. Það er á herðum
ríkisstjórnarinnar.
Það hefur verið kvartað undan
því reglulega að ekki sé auglýst í
lausar stöður á spítalanum. Í vik-
unni kom upp svona mál. Hverju
sætir þetta?
Ég veit að spítalinn hefur lengi
verið gagnrýndur fyrir þetta og
þess vegna verðum við að vera
afar varkár. Ég geri einungis það
sem ég hef leyfi til að gera. En
þetta sem var fjallað um í vik-
unni var misskilningur. Ef þetta
hefði verið ný staða þá hefði ég
auðvitað auglýst hana. En ég er
alls ekki viss um að þetta verði ný
staða. Við þurfum að fá hjálp við
að styrkja almannatengsl og gagn-
sæi í stjórn spítalans. Ég athugaði
með ráðgjafastofur en það kostar
mikla peninga. Svo í stað þess að
auglýsa stöðu sem ég var ekki viss
um hvort yrði til, ákvað ég að fá
reyndan mann til sex mánaða og
ekki meir. Þannig sparast tími og
peningar. Ég skil vel að það veki
athygli, en ef þetta verður síðar að
stöðu þá verður hún að sjálfsögðu
auglýst. Við förum eftir reglum.
Of auðvelt að rukka bara meira
Hulda Gunnlaugsdóttir hefur verið forstjóri Landspítalans síðan í október. Hún telur aukna kostnaðarþátttöku sjúklinga í sam-
drættinum vera of auðvelda lausn. Betra sé að endurskipuleggja. Stjórnsýsla heilbrigðiskerfisins sé fjölbreytt en ekki nógu öguð. Í
samtali við Klemens Ólaf Þrastarson ætlar hún ekki að skerða þjónustuna neitt, en skera niður um 2,7 milljarða.
Lenti sjálf í hlutverki sjúklings
Hulda tók við starfi forstjóra í október
síðastliðnum. Hún starfaði áður sem
forstjóri Aker-háskólasjúkrahússins
í Noregi, bar þar ábyrgð á 3.500
starfsmönnum og veltu upp á fjóra
milljarða norskra króna.
Hún ólst upp í Kópavogi og lærði
hjúkrun við Hjúkrunarskóla Íslands.
Hún útskrifaðist þaðan 1981. Þá
lærði hún stjórnun við sama skóla og
varð hjúkrunarforstjóri á Kristnes-
spítala í Eyjafirði. Síðan hélt Hulda til
Noregs.
Hún er gift Norðmanni, Lars Erik
Flatø, sem er forstjóri sjúkrahúss í
Ósló og eiga þau til samans fjögur
börn. Dóttirin er hjá henni, tveir
drengir eru í Noregi, en einn í
Bagdad að vinna fyrir bandarísku
utanríkisþjónustuna.
En Hulda var ekki búin að starfa
lengi á Landspítala þegar hún þurfti
sjálf að fara í einfalda skurðaðgerð.
Hún ákvað að fara í hana í jólafríinu
sínu í Noregi. Þá þyrfti hún ekki að
vera frá vinnu nema í nokkra daga
og gæti verið með fjölskyldunni á
sama tíma.
„En hagsýnin varð mér ekki í
hag, ég fékk svæsna sýkingu og var
lögð inn aftur. Ég lá inni í tíu daga
aukalega og var frá í einn og hálfan
mánuð,“ segir hún.
„En þetta getur gerst á öllum
sjúkrahúsum. Ég hef alltaf sagt að
það er hættulegt að vera á sjúkra-
húsi. Mannleg mistök geta orðið frá
því þú gengur inn um dyrnar. Fólk
heldur að það sé alveg öruggt á
sjúkrahúsi en þú ert hvergi nokkurs
staðar hundrað prósent öruggur. Það
á að halda fólki fyrir utan spítala eins
lengi og hægt er.“
HULDA OG TINNA DÓTTIR HENNAR
Tinna ákvað nýlega að koma til móður
sinnar, en nánasta fjölskylda Huldu er
annars erlendis.
Ef fókusinn hefði verið á að fólk ætti að lifa á dagvinnu,
þá hefðu kjarasamningar verið betri. En þetta var ekki
gert af því Íslendingar eru svo viljugir til að vinna.