Fréttablaðið - 30.05.2009, Page 26

Fréttablaðið - 30.05.2009, Page 26
26 30. maí 2009 LAUGARDAGUR leiðtoga er að öllu leyti einkafram- tak sem kostaði þau mikla vinnu og fjármuni. Óvíst hvað gerist þegar Dalai Lama fellur frá „Það sem er svo merkilegt við Dalai Lama er umburðarlyndi hans gagnvart öðrum trúarbrögðum og þjóðerni, vilji hans til friðar og áhugi hans á vísind- um. Hann er sérlega opinn fyrir vís- indalegum rannsóknum á andlegum málefnum og hlynntur því að þróanir í vísindalegum rannsóknum og andleg- um fræðum verði að mætast einhvers staðar á miðri leið í stað þess að þró- ast hvort í sína áttina.“ Þórhalla segir Dalai Lama vera afskaplega „spont- ant“ mann og mikinn mannvin. „Hann hlær lengi og djúpt og tekur gjarnan utan um hendur fólks og heldur þeim lengi. Í hvert skipti sem hann sér mig hrópar hann „Ísland!“ og kætist mjög. Hann nýtur þess að vera meðal fólks- ins og er besti vinur sérhvers manns.“ En hvað gerist þegar Dalai Lama fell- ur frá? Og hvernig mun frelsisbar- átta Tíbeta þróast við andlát hans? „Panchen Lama hefur það hlutverk að leiða leitina að hinum nýja Dalai Lama, en Panchen lama hvarf sporlaust árið 2001 þegar hann var sex ára gamall. Kínverjar komu með annan pilt í hans stað sem þeir halda fram að sé hinn rétti Panchen. Það er því erfitt að segja til um hvað gerist. Þegar Dalai Lama er sjálfur spurður út í hvað gerist í framtíðinni þá segir hann aðeins að hann heiti því að koma aftur á jörðina til þess að hjálpa mannkyninu, hvort sem hann verður aftur Dalai Lama eða einhver annar. Það er ótrúleg upp- lifun að sitja fyrir framan mann sem lofar manni af mikilli fullvissu að hann muni snúa aftur.“ Upplýsingar um komu Dalai Lama til Íslands ásamt áhugaverðum tengl- um eru á www.dalailama.is Þ að er frábært að eitt pró- sent þjóðarinnar mun hlýða á Dalai Lama í Laugardalshöllinni á þriðjudaginn og það lítur út fyrir að annað prósent Íslendinga hafi viljað koma,“ segir Þór- halla Björnsdóttir, en ljóst er að upp- selt er á fyrirlestur hins andlega leið- toga á Íslandi. „En það er svo sem ekki skrýtið að hann fylli húsið því það er alltaf uppselt hvar sem hann kennir. Koma hans verður vonandi góð fyrir þjóðina og líka vegna þess að þá fáum við eitthvað jákvætt í fréttirnar í stað niðurdrepandi frétta sem tröllríða öllu um þessar mundir.“ Fyrirlesturinn er klukkan þrjú á þriðjudaginn og stendur yfir í að minnsta kosti einn og hálfan tíma. Spurð um hvort erfitt sé að skilja ensku hans á fyrirlestrinum segir Þór- halla að mikilvægt sé að hlusta ekki aðeins með eyrunum. „Hann er með hreim og fólki finnst misjafnlega erf- itt að skilja hann. En hann er ekki endi- lega að segja eitthvað allt annað en svo margir aðrir. Það sem er svo einstakt er að hlutirnir sem hann segir koma frá svo miklu dýpi og frá svo miklum óendanlegum skilningi að það er best að reyna að slaka á, leyfa sér að njóta andrúmsloftsins og leyfa skilningnum að koma.“ Ferðaðist landleiðina til Indlands Þórhalla segist alltaf hafa gengið með þá hugmynd í maganum að fara til Indlands. „Alveg frá barnæsku lang- aði mig að fara þangað, það var næst- um eins og ég væri að sækja í eitthvað sem ég hafði þekkt áður og ég get jafn- vel lýst þessu sem heimþrá. Ég var þó orðin tuttugu og fimm ára þegar ég loksins fór til Indlands en þá hafði ég safnað fyrir ferðinni í mjög langan tíma.“ Þórhalla segist í raun hafa haft mjög takmarkaða þekkingu á búddisma eða austrænum fræðum enda hafi lítið farið fyrir slíkum hlutum á Íslandi á þessum tíma. „Það var dálítið skondið að á þessum tíma voru peysur úr lama- ull mikið í tísku og það eina sem ég hélt að ég vissi um „lama“ á þessum tíma var að þeir væru að búa til þessar peys- ur uppi í háfjöllunum!“ Í rauninni voru svo litlar upplýsingar um þessi mál á þessum tíma að það eina sem ég vissi var að ég var að leita að svörum sem ég fann ekki í þeim menningarheim sem ég þekkti. Ég hélt reyndar frekar að ég væri að leita að hindúisma en eins og ég segi þá snerist þetta allt saman um að komast til Indlands. Þarna var ég, sumsé, tuttugu og fimm ára gömul árið 1975 og fór landleiðina til Indlands. Ég leitaði mér að ferðafélögum í Istanbúl og fann þar tvo Breta og síðar einn Þjóðverja sem deildu ferðakostnaðin- um með mér. Við fórum mjög krókótta leið upp að Himalayafjöllin en ég hafði hugsað mér að skoða Afganistan, Íran og Pakistan. Það var allt of erfitt að ferðast til þeirra landa þegar maður var ein, ung kona. För mín endaði því í Dharam Sala. Hippastemning og tíbeskt samfélag í Dharam Sala Í Dharam Sala var hópur fólks að nema þau tíbesku búddafræði sem Dalai Lama kenndi, en hann hafði verið í útlegð frá heimalandi sínu allt frá fjórða áratug síðustu aldar. „Þarna hitti ég fólk sem var að vinna með þessar sömu spurningar og ég hafði verið að velta fyrir mér, spurn- ingar sem vörðuðu líf okkar og dauða, hvað tæki við handan dauðans, endur- holdgun og eðli mannsins. Sem krist- in manneskja hafði ég lært þau gildi að maður ætti að vera góður, gjöfull og þolinmóður en það var aldrei sagt hvernig maður ætti að finna eða rækta þessa eiginleika innra með sér. Þarna á Indlandi fann ég aðferðafræði og leiðir sem notaðar voru til þess að vinna með okkur sjálf. Á þessum tíma var greiður aðgangur að Dalai Lama og þeim kenn- urum sem voru í kringum hann. Þarna hafði myndast lítið samfélag í kring- um Dalai Lama sem snerist mikið um það að viðhalda þessari menningararf- leifð sem eftir var í Tíbet. Það hafði mikið af ritaðri þekkingu glatast en munkarnir í Tíbet læra á allt öðruvísi hátt en við erum vön á Vesturlöndum. Þar eru nemendur látnir læra mikið af flóknum heimspekilegum fræðum algjörlega utanbókar. Ég reyndi eins mikið og ég gat, og reyni enn, að fara eins mikið í kennslu til Dalai Lama og ég get. Hann kennir bæði í lokuðum hópum og á stærri fyrirlestrum en er umfram allt einstaklega mikill maður fólksins.“ Tíbeska mikið og flókið tungumál „Mín fyrsta upplifun af Dalai Lama var sú að vera á fyrirlestri og skilja ekki neitt því allt var á tíbesku,“ segir Þórhalla hlæjandi. „Það eina sem ég hugsaði um þá var að ég óskaði þess að einhvern tímann síðar á ævinni gæti ég skilið það sem fór fram. Ég sá allt þetta fólk sitjandi þarna með mikilli lotningu en skildi ekki neitt sem hann sagði. Það tók mig nokkur ár að læra tíbesku og var orðin ágætlega talfær í því. En tíbeska tungan er svo miklu meira öðruvísi en íslenska tungan og miklu flóknari. Svo er málið sem er notað í daglegu tali og málið sem er kennt á mjög ólíkt. Svo skiptist tungumálið í mismunandi hreim innan landsins og þeir skilja varla hver annan. Ég sá því að þetta yrði tíu ára nám í tungumál- inu ef ég ætlaði að skilja heimspeki- lega fyrirlestra hjá Dalai Lama og not- ast núna við túlk.“ Þórhalla hefur verið með annan fótinn á Indlandi síðastliðin þrjátíu ár og hefur að mestu leyti búið í Dharam Sala. „Ég hef einnig kynnt mér aðrar greinar búddisma í löndum eins og Malasíu, Búrma og Taílandi og hef ferðast mikið.“ Mikil vinna að baki komu Dalai Lama Þórhalla segir að það hafi lengi staðið til að flytja Dalai Lama til landsins og það hafi tekið mörg ár að skipuleggja það. „Það hefði aldrei orðið neitt úr neinu nema fyrir tilstilli tveggja vin- kvenna, Önnu Töru Edwards og Þór- önnu Sigurðardóttur sem komu til mín og sögðu mér að það væri nú eða aldrei. Dalai Lama er alltaf á ferða- lagi um heiminn en það verður að taka tillit til þess að hann er orðinn sjö- tíu og fjögurra ára gamall og maður verður að taka tillit til þess. Hann er bara mannlegur og heilsu hans hrak- ar eins og annarra þrátt fyrir að vera uppfullur af lífskrafti eins og er.“ Í framhaldi af þessari ákvörðun komu fleiri góðir vinir til sögunnar að sögn Þórhöllu en heimsókn hins andlega Heitir því að snúa aftur Andlegur leiðtogi Tíbeta, hinn fjórtándi Dalai Lama, er væntanlegur til Íslands um helgina og heldur fyrirlestur í Laugardals- höll á þriðjudag. Anna Margrét Björnsson ræddi við Þórhöllu Björnsdóttur, einn skipuleggjenda viðburðarins, en hún hefur eytt meirihluta síðustu þrjátíu ára á Indlandi undir leiðsögn Dalai Lama og kennara hans. MIKILL MANNVINUR Dalai Lama á heimaslóðum í Dharamsala en hann hefur verið í útlegð frá Tíbet meirihulta ævinnar. MYND / GETTY HIN RÉTTILEGA HÖLL DALAI LAMA Í LHASA Nú er Lhasa í Tíbet hluti af Kína og Dalai Lama er í útlegð á Indlandi. MYND / GETTY STEFNDI ALLTAF TIL INDLANDS Þórhalla Björnsdóttir fór fyrst til Indlands árið 1975 en hafði ásett sér að komast þangað allt frá barnæsku. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA Hann er sérlega opinn fyrir vís- indalegum rannsóknum á andlegum málefnum og hlynntur því að þróanir í vísindalegum rannsóknum og andlegum fræðum verði að mætast einhvers staðar á miðri leið í stað þess að þróast hvort í sína áttina

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.