Fréttablaðið - 30.05.2009, Síða 32

Fréttablaðið - 30.05.2009, Síða 32
4 fjölskyldan byrjun að ekki væri leyfilegt að eltast við fuglana líkt og hundun- um var kennt að þeir mættu ekki abbast upp á köttinn. Hér ríkir bara agi,“ segir hún og brosir. Fjölskyldan hirðir dýrin í samein- ingu og ganga hlutirnir smurt fyrir sig. „Við erum frekar afslöppuð en samt leggjum við áherslu á að ala dýrin vel upp og höfum á þeim mik- inn aga. Þú færð þér ekki Labrador og ætlast bara til að hann hlýði þér, hafa þarf fyrir þessu. Í raun er mun erfiðara að ala upp hund en barn. Segja þarf hlutina mjög oft og það reynir á þolrifin í byrjun,“ segir Stella og nefnir að mikilvægt sé að velja dýrategund sem henti vel lífs- stíl fjölskyldunnar þar sem ábyrgð fylgi því að eignast dýr. „Mér finnst mikilvægt að börn kynnist dýrum. Þau kenna þeim ýmislegt um lífið og tilveruna og ábyrgð.“ Einn köttur á mann Vilma Kristín Guðjónsdóttir hefur átt ketti frá barnsaldri og rækt- ar nú norska skógarketti. „Ég hef verið í Kattaræktarfélaginu síðan 1994 og hef ræktað skógar- ketti síðan 1997. Ég hef alltaf átt ketti og hef almennt mikinn áhuga á dýrum,“ segir hún en nú á fjöl- skyldan fjóra ketti og þrjá fugla. „Við eigum þrjá skógarketti, einn húskött, tvo gára og einn Dísargauk,“ segir Vilma og nefnir að í raun sé sniðugt að eiga fugla og ketti þó svo margir haldi að slíkt fari ekki saman. „Fuglabúrið virkar eins og sjónvarp fyrir kett- ina sem mæna á fuglana í búrinu en við sleppum fuglunum ekki út nema kettirnir séu einhvers staðar lokaðir inni.“ Elsti kötturinn er tíu ára en sá yngsti þriggja ára. „Við fluttum hana inn frá Svíþjóð í hittifyrra en þetta eru allt læður sem við eigum,“ segir hún. Allir skógar- kettirnir eru vanir að vera úti í bandi og fara þannig í göngutúra með fjölskyldunni. „Ein læðan var alin upp við þetta sem kettlingur og svo hafa hinar bara fylgt eftir,“ útskýrir Vilma. Kettirnir eru mjög ólíkir persónuleikar og lýsir Vilma því skemmtilega. „Húskötturinn Mía stjórnar heimilinu og er svo- lítið frek. Henni finnst hún ekkert síðri þó svo hún sé ekki hreinrækt- uð. Elsti kötturinn Millie er hæg- látust en hinar tvær læðurnar eru miklir fjörkálfar.“ Fjölskyldan hefur oft tekið að sér gæludýr frá öðrum í gegn- um tíðina. „Við tókum til dæmis að okkur húsköttinn óvænt. Dótt- ir mín var tíu ára þegar einhver kona lét hana fá læðuna sem var þá einungis fimm vikna. Dótt- ir mín bjargaði henni og geymdi hana í fataskápnum í nokkra daga án þess að ég vissi en þegar ég sá hana var ekki aftur snúið og við tókum hana að okkur. Hins vegar tók okkur mörg ár að kenna henni að vera köttur en hún var ekkert sérstaklega gott gæludýr til að byrja með, svolítið grimm og vör um sig. Í dag er hún hins vegar fyrirtaks köttur og er oft kölluð Mía hin magnaða,“ segir Vilma og brosir. „Gaman er að segja frá því að þegar dóttirin kynnti kærast- ann fyrir fjölskyldunni þá var Mía strax mjög hrifin af honum en þar sem hún er mikill mannþekkjari þá sá ég strax að þetta hlyti að vera góður drengur.“ Þegar Vilma eignaðist börn var hún ákveðin í að þau ættu að eiga gæludýr. „Mér þykir nauðsynlegt að börn þekki til dýra og mín börn eru óskaplega hrifin af dýrunum okkar og eru mikið með þau. Síðan trúi ég því að það minnki líkurnar á ofnæmi að alast upp í kringum dýr og venjast við að vera innan um þau. Börnin læra að umgang- ast dýrin og sýna þeim virðingu og læra umhyggju með því að gefa dýrunum, klappa þeim og fara út með þau.“ Sameiginleg ábyrgð Þórunn Ýr Elíasdóttir og Guðni Már Egilsson eiga sex börn en auk þeirra búa á heimilinu hundur, köttur og hópur fiska sem svamla um í 300 lítra fiskabúri. „Hamst- urinn er nýhorfinn á vit feðranna,“ segir Þórunn en þar til nýlega var dverghamstur á heimilinu. Oft er talað um að hlutirnir fari í hund og kött þegar þeir klúðrast en að sögn Þórunnar gengur sam- búðin vel hjá hundinum Húgó og kettinum Skvettu. „Svo lengi sem hundurinn heldur sig innan vissra marka þá er kettinum sama. Hún kom á undan honum á heimilið, á sinn sess, og heldur öllum öðrum köttum frá húsinu þannig að hún er eins konar varðköttur,“ segir hún og brosir. Fjölskyldan fékk læð- una í innflutningsgjöf árið 2001 en hundurinn flutti inn á heimilið í ágúst 2004 og er að verða fimm ára. „Hann er í raun veiðihundur en maðurinn minn stundar veiði,“ segir Þórunn. Dýrahald hefur verið við lýði í þó nokkurn tíma á heimili Þórunn- ar og fjölskyldu og áttu þau eitt sinn páfagauk líka. „Mér finnst við öll hafa gott af að umgangast dýrin og þá ekki síst börnin. Þau eru það mörg að þau hafa alfarið fengið að sjá um þetta og allir hafa einhverja ábyrgð gagnvart dýrun- um. Ég sé um börnin og þau sjá um dýrin,“ segir Þórunn og hlær. Hún nefnir að notalegt sé að vita af hundinum og að kötturinn sé hei- makær og njóti þess að vera með fjölskyldunni. „Þrátt fyrir að ég sé ekki mikil dýramanneskja þá er gaman að segja frá því að kött- urinn tekur alltaf á móti mér þegar ég kem úr vinnunni og er það svo sem huggulegt.“ Fiskarnir eru í eigu elsta stráksins. „Feðgarnir sjá einna helst um fiskana sem eru af ýmsum tegundum. Allt í einu var þetta fiskabúr komið inn á heimilið og strákurinn hefur óbilandi áhuga á þessu,“ útskýrir Þórunn. Þrátt fyrir að sumum vaxi í augum að eiga fleiri en eitt gæludýr er það að sögn Þórunnar ekki mikið mál. „Hjá okkur hefur þetta verið frekar einfalt og þægilegt. Það eina sem er einhver fyrirhöfn núna eru hundahárin en annars hefur þetta ekki verið neitt mál. Við erum frek- ar afslöppuð í þessu og vöndum hundinn strax við að fara ekkert endilega út að ganga á hverjum degi og því setur hann enga pressu á það. Hann er líka búravanur og því er engin kvöð á heimilisfólkinu. Hann er bara einn af okkur og gerir svip- aða hluti og við,“ segir hún og mælir með hæfilegu kæruleysi í bland við góða umhirðu dýranna. - hs Hundurinn Húgó og fjölskylda Þórunn Ýr Elíasdóttir og fjölskylda ásamt hundinum Húgó sem vildi ekki sjá ljósmynd- ara Fréttablaðsins og leit undan. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN. Skógarkattafjölskyldan Vilma Kristín Guðjónsdóttir, Leó Kristleifsson, Sess- elía Dögg Kristleifsdóttir og Helgi Hrafn Björnsson ásamt köttunum fjórum. SVO LENGI SEM hundur- inn heldur sig innan vissra marka þá er kettinum sama. Hún kom á undan honum á heimilið, á sinn sess, og heldur öllum öðrum köttum frá húsinu þannig að hún er eins konar varðköttur. FISKAR Fyrir þá sem vilja hvorki hafa ferfætlinga né fiðurfé á heimili sínu eru fiskabúr góður kostur. Það er hægt að vera með venjulega gullfiska eða þá kaupa meira framandi tegundir á borð við trúðfiska sem börn þekkja vel úr myndinni Nemó. Fiskabúr eru líka fallegt stofustáss. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A N TO N FRAMHALD AF FORSÍÐU gæludýr lífga upp á heimilið ...

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.