Fréttablaðið - 30.05.2009, Síða 34

Fréttablaðið - 30.05.2009, Síða 34
● heimili&hönnun S umir kastalar eru teiknaðir af Disney, aðrir eru úðaðir af brasilískum götugengjum. Það var þó ekki í leyfisleysi sem brasilískir götulistamenn hresstu upp á fornan skoskan kastala, heldur voru það eig- endur Kelburn-kastala í Skot- landi sem fengu þá til að mála turna og spírur í glaðlegum litum. Eins og sjá má er brasilískt graff litríkt og líflegt. Það lýsir upp skosku sveitasæluna með skærum litum. - sg Litríkur kastali í Skotlandi Kelburn kastali er einn sá elsti í Skotlandi. Nýtt víkur smám saman fyrir notuðu á íslenskum kaffi- og veit- ingahúsum, þar sem tekkhill- ur og gömul bollastell leysa nú innréttingar í háglans af hólmi. Efnahagsástandið setur strik í reikninginn en eigendur og rekstraraðilar þriggja nýlegra kaffi- og veitingahúsa vilja meina að fortíðarþrá ráði för. „Við hugsuðum staðinn sem mótvægi við þetta steríla veit- ingahúsaumhverfi í Reykjavík. Leituðumst því við að hafa hann hlýlegan og heimilislegan með skírskotunum í sögulega atburði í íslensku samfélagi; búsáhalda- byltingin var eiginlega kveikjan að honum,“ segir Aðalsteinn Sig- urðsson, hjá Íslenska barnum. Þar fengu menn fengu vini og vanda- menn til að hjálpa til við að inn- rétta allt með notuðum munum. Í sama streng taka Sonja Grant, annar eigenda Kaffismiðjunnar á Íslandi, og Methúsalem Þórisson, annar eigenda Kaffi Haiti. Sonja segir ekki annað hafa komið til greina en að innrétta með ein- hverju notuðu. „Við vildum hverfa aftur í tímann. Leggja frekar áherslu á gæðakaffi en nýtískuleg- ar innréttingar. Þess vegna tæmd- um við stofurnar, okkar eigin og hjá vinum og ættingjum.“ Met- húsalem og kona hans, Elda Þór- isson Faurelien, nýttu hins vegar innréttingar frá veisluþjónustu sem var áður í húsinu með góðri útkomu. Öll eru sammála um að tími nútímalegs stíls sé liðinn. Að minnsta kosti í bili. Heimilislegt sé það sem fólk kjósi nú. - rve Horfið aftur til betri tíma Notuð húsgögn eru að verða sífellt meira áberandi í kaffi- og veitingahúsum í Reykjavík. Fréttablaðið tók eigendur þriggja slíkra staða tali, sem segja að annað hafi ekki komið til greina en að innrétta þá með gömlum mublum. „Ég held að þetta sé góð viðbót við það öfluga samfélag sem hér er orðið til,” segir Metúsalem um Kaffi Haiti. Á Kaffi Haiti létu eigendurnir hagsýni ráða för og nýttu í staðinn mublur úr veisluþjónustu sem var áður í húsinu. Eigendur Kaffismiðjunnar, Sonja Grant og Ingibjörg Sigurðardóttir, hressar. Í Kaffismiðjunni er ljúffengt kaffið borið fram í kaffistellum frá ömmu og afa. „Hugmyndin var að fanga stemninguna í þjóðfélaginu áður fyrr,“ segir Aðalsteinn um Íslenska barinn. Á Kaffi Haiti er framandi kaffi í boði. ● Forsíðumynd: Valgarður Gísla- son Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönn- uður: Kristín Agnarsdóttir kristina@fretta- bladid.is. maí 2009 fjölskyldan [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FJÖLSKYLDUNA ] Margir þekkja gæludýr af eigin raun og geta jafnvel ekki hugsað sér lífið án þeirra. Aðrir velta fyrir sér hvað sé svona frábært við þau. Við fengum þrjár fjölskyldur til að leiða okkur í allan sannleika um það. Þær fjölskyldur sem rætt var við eiga að vísu töluvert fleiri gælu-dýr en gengur og gerist en hafa jafnframt af þeim mikla og góða reynslu. Allir voru sammála um að gildi gæludýra í uppeldi barna væri dýrmætt og að af þeim megi læra ýmislegt um lífið og tilveruna. Fjörugt heimilislíf Stella Sif Gísladóttir býr á líflegu heimili með manni sínum, Ragnari Geirdal, fósturdótturinni Sigríði Ólafíu Ragnarsdóttur, sem kölluð er Sól, og þremur hundum, ketti, tveimur páfagaukum og fullt af fisk- um. „Við erum með sjávarfiskabúr en maðurinn minn vinnur við umhirðu svona búra. Ég starfa sem hundasnyrt- ir í Dýraríkinu þannig að hundarnir eru lítið mál en ég á þrjá hunda. Tíkin er hins vegar í einangrun núna en hún er sama tegund og þessi stóri,“ segir Stella og við- urkennir að vissulega taki sinn tíma að sinna öllum þessum dýrum. Stóri hundurinn, Imbir Bezy Bezy, og tíkin Íla eru af frönsku fjárhundakyni sem kallast Briard en Imbir var fluttur inn frá Póllandi og Íla frá Svíþjóð. Ein- ungis eru nítján slíkir á landinu. „Litli hundurinn heitir Tom Cruise og er af shihtzu-tegund. Kötturinn er blanda af norskum skógarketti og persa og heit- ir Mjása en fuglarnir eru gárar og sá sem er á myndinni heitir Púki,“ útskýrir Stella. Kötturinn hefur lengst búið á heimil- inu og fylgdi Ragnari. „Mjása er orðin ellefu ára en við Ragnar höfum bæði alist upp við að eiga gæludýr. Því var nokkuð ljóst að dóttir okkar myndi líka alast upp við það. Hún er eiginlega meiri dýramanneskja en við bæði til samans og þá er mikið sagt,“ segir Stella og hlær góðlátlega. Ekki er sjálfgefið að hundar, kettir, fiskar og fuglar lifi í sátt og samlyndi en á heimili Stellu og fjölskyldu neyðast dýrin til að láta sér vel lynda. „Þau eru vön hvert öðru. Fuglarnir fljúga stund- um um heima og kötturinn hefur engan áhuga á þeim, henni var kennt það frá FRAMHALD Á SÍÐU 4 Stella Sif og Ragnar áttu bæði gæludýr þegar þau voru að alast upp og nú nýtur hin 10 ára Sól þess að búa nánast í dýragarði. Jóga fyrir börn Öðruvísi sumarnámskeið í Önundarfirði. SÍÐA 7 Lautarferðir Leynistaðir fyrir lautarferðir á höfuðborgarsvæðinu. SÍÐA 6 Kenna okkur margt um lífið FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A N TO N ÍS LE N SK A /S IA .I S /N AT 4 40 74 1 0/ 08 FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A N TO N FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A N TO N FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V A LL I 30. MAÍ 2009 LAUGARDAGUR2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.