Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.05.2009, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 30.05.2009, Qupperneq 35
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Reykjavíkurmótið í hestaíþrótt- um er haldið dagana fyrir og um hvítasunnuhelgina. Sylvía Sigur- björnsdóttir verður því harla upp- tekin enda komin í úrslit í meist- araflokki í fjórgangi á hestinum Þóri frá Hólum auk þess sem hún keppir í fleiri greinum. „Það er mikil yfirlega sem fylg- ir svona móti enda er þetta eins konar uppskera þess sem maður hefur verið að gera í vetur,“ segir Sylvía. Hún var í námi á fyrsta ári á hestabraut við Háskólann á Hólum í vetur og stefnir ótrauð á að halda áfram og útskrifast sem reið- kennari. „Mér líður mjög vel fyrir norðan, enda frábært að gera akk- úrat það sem maður hefur ástríðu fyrir,“ segir Sylvía og bætir við að á Hólum sé skemmtilegt og sam- heldið samfélag. Sylvía er fimmta inn í úrslit- in í fjórgangi sem haldin verða á mánudag. Hún er bjartsýn á að geta unnið sig upp. „Ég hef fulla trú á því ef allt gengur upp,“ segir hún jákvæð en bætir við að Þórir sé ungur hestur sem sé enn að slíp- ast til. „Hann er aðeins sjö vetra og ég hef þjálfað hann í tvo vetur,“ segir Sylvía. Og er hún stoltur eig- andi? „Nei, því miður. Mamma og pabbi eiga hann, en ég er heppin að fá að hafa hann,“ segir Sylvía, sem er dóttir hins þjóðþekkta hesta- manns, Sigurbjörns Bárðarsonar. Þar sem úrslitin eru á mánudag fer helgin í að þjálfa Þóri ásamt öðrum hrossum sem Sylvía hefur á sínum snærum. „Ég reyni að haga þjálfuninni þannig að hest- urinn sé í góðu líkamlegu og and- legu ástandi og sé tilbúinn í átök- in,“ segir Sylvía og telur mikilvægt að samspilið milli knapa og hests sé gott. Sylvía verður þó ekki alla helg- ina á hestbaki. Hluti tímans fer í að sitja í brekkunni og horfa á aðra keppa. „Maður verður að halda sér upplýstum um dóma og keppend- ur,“ segir Sylvía. Innt eftir því hvað sé skemmtilegast að horfa á svarar hún: „Það er alltaf skemmtilegt að horfa á flott par, flottan hest sem er flott riðinn, hvort sem það er í barnaflokki eða meistaraflokki. En sú grein sem er mest spennandi að fylgjast með á úrslitadegi er oftast tölt í meistaraflokki.“ Blaðamaður hefur oft heyrt af skemmtanagleði hestamanna. Verð- ur eitthvað slíkt á boðstólum? „Það eru oft haldin bjórkvöld eða aðrar skemmtanir í tengslum við hesta- mót en ég tek lítinn þátt í þeim,“ segir Sylvía enda drekkur hún ekki áfengi. „Svo verður maður að vera með hugann við keppnina ef maður ætlar að gera vel,“ segir hún og ætlar að vera skynsöm og fara að sofa á skikkanlegum tíma svo hún verði klár í átökin á mánudag. solveig@frettabladid.is Undirbýr átök úrslitanna Sylvía Sigurbjörnsdóttir hestakona gerir fátt annað um hvítasunnuna en að hugsa um, horfa á og keppa á hestum enda stendur Reykjavíkurmótið í hestaíþróttum yfir og Sylvía er komin í úrslit. Sylvía Sigurbjörnsdóttir með hestinn Ísak frá Oddhóli en hún tekur ásamt fjölda annarra hestamanna þátt í Reykjavíkurmótinu í hestaíþróttum sem fram fer um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HARMÓNIKUHLJÓMSVEIT æsku Bæjaralands leikur á tón- leikum í Guðríðarkirkju í Grafarholti laugardaginn 30. maí klukkan 17 og í Hömrum á Ísafirði þriðjudaginn 2. júní klukkan 20. Áhersla verður lögð á að leika nútímatónlist, sérsamda tónlist fyrir harmón- ikuhljómsveit, umritanir klassískra verka og þýskra höfunda. NÝ SEN DIN G Áður 19.900 Nú 9.900 Stærðir 10-24 2 týpur Litur: svart Sölustaðir.: Járn og Gler hf - Garðheimar - Húsasmiðjan, Skútuvogi www.weber.is Weber Summit Tilboðsdagar Dagana 30 mai til 5 júní færðu Weber Summit S450 og S650 á verði sem kemur aldrei til með að sjást aftur. Afsláttur allt að 85.900 kr. - mikið úrval af aukahlutum Bergmál – opið hús! Nýtt hús Bergmáls, líknar- og vinafélags að Sólheimum í Grímsnesi verður til sýnis sunnudaginn 31. maí milli kl. 13,00 og 17,00. Allir hjartanlega velkomnir. Stjórnin líknar og vinafélag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.