Fréttablaðið - 30.05.2009, Síða 49

Fréttablaðið - 30.05.2009, Síða 49
fjölskyldan 5 GAGN&GAMAN Ef væri ég söngvari Gaman er að syngja með börnum hvort sem er heima við eða í bílnum. Nú þegar tími ferðalaga er runninn upp er ekki úr vegi að dusta rykið af sönglagakunnáttunni. Nýút- komin bók Ragnheiðar Gestsdótt- ur getur þar komið sér vel. Í henni eru 120 kvæði sem öll fjölskyldan getur sungið saman, vísur sem lifað hafa með þjóðinni öldum saman. Ragnheiður tók vísurnar saman og myndskreytti bókina einkar fallega. Ratleikur í Hafnarfirði Í tilefni Bjartra daga í Hafnarfirði verður efnt til ratleiks og leiðsagnar fyrir alla fjölskylduna um skúlpt- úrana í högg mynda- garðinum á Víð- i staðatúni. Mæting er við skáta heimilið á Hjallabraut klukkan tvö í dag og minna aðstandendur þátttakendur á að klæða sig eftir veðri. Þátttaka kostar ekki neitt. Nán- ari upplýsingar um hátíðina er að finna á síðunni www.hafnarfjord- ur.is/bjartir/ Hjólatúrar Fjölskylduvænar hjólaferðir á þriðjudagskvöldum eru sniðugur kostur fyrir þá sem vilja hjóla skemmtilegan hring í félagsskap. Það er íslenski fjallahjólaklúbburinn sem stendur fyrir ferðunum og má til dæmis nefna að næsta þriðjudag verður Kópavogshringurinn hjólaður. Lagt er af stað frá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Börn þurfa vitaskuld að vera stálpuð til að geta hjólað með nema þau sitji í þar til gerðum vagni eða hjóli á tengihjóli. Munið eftir hjálminum. Laxveiði Silungsveiði Skotveiði www.strengir.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.