Fréttablaðið - 09.07.2009, Síða 6

Fréttablaðið - 09.07.2009, Síða 6
6 9. júlí 2009 FIMMTUDAGUR SPARNAÐUR Í ÞÍNA ÞÁGU PAPPÍRSLAUS VIÐSKIPTI FRÁ 1. ÁGÚST 20 09 Frá og með 1. ágúst nk. verður allur hefðbundinn póstur frá Byr sendur út rafrænt. Pósturinn er sendur beint í heimabankann þinn. Byr mun því ekki lengur senda út eftirfarandi: • Reikningsyfirlit • Kreditkortayfirlit • Greiðsluseðla lána og kreditkorta Engin breyting verður á útsendum pósti til ófjárráða einstaklinga. Pappírslaus viðskipti fela í sér bæði einfaldari og öruggari samskipti. Pósturinn skilar sér alltaf til þín í heimabankann sem aðeins þú hefur aðgang að. Hægt er að sækja um pappír og heimabanka Byrs á www.byr.is, í næsta útibúi Byrs eða með því að hringja í síma 575 4000. Viðskiptavinir Byrs geta sparað sér þúsundir króna á ári! Dæmi um sparnað Fjöldi á ári Sparnaður á ári Yfirlit launareiknings 4 380 kr. Kreditkortayfirlit og greiðsluseðill* 12 2.100 kr. Greiðsluseðill lána í íslenskum krónum* 12 5.160 kr. Greiðsluseðill lána í erlendri mynt* 12 3.600 kr. Samtals sparnaður á ári: 11.240 kr. *Miðað er við skuldfærslu og rafrænt yfirlit D Y N A M O R E Y K JA V ÍK VIÐSKIPTI Margar leiðir til samein- ingar fjármálastofnana hafa verið skoðaðar í viðskiptaráðuneytinu, en engin áform eru um samein- ingu tveggja af viðskiptabönkun- um þremur, segir Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra. Ekki er hægt að útiloka að einhverjar af smærri fjár- málastofnun- um landsins verði samein- aðar viðskipta- bönkunum, en engin ákvörðun hefur verið tekin um slíkt, segir Gylfi. Þó sé nánast óhjákvæmilegt að einhverjar sam- einingar verði hjá sparisjóðunum. „Það hefur verið lögð mikil vinna í að skoða framtíðarskipu- lag fjármálakerfisins […] mikil vinna hefur verið lögð í að teikna upp ýmsa möguleika,“ segir Gylfi. Hann segist enn ekki hafa tekið afstöðu til þess hvaða fyrirkomu- lag hann telji heppilegast fyrir íslenskan bankamarkað. „Sameining tveggja af stóru bönkunum er mjög fjarlæg- ur möguleiki af ýmsum ástæð- um,“ segir Gylfi. Erfitt sé að rétt- læta að búa til banka með yfir 50 prósenta markaðshlutdeild út frá samkeppnissjónarmiðum. Þá myndi slík sameining einnig hafa afar neikvæð áhrif á millibanka- markað og fjármálastöðugleikann í landinu. „Ég vil sjá fjármálakerfi þar sem sparisjóðirnir gegna talsverðu hlut- verki, þá sérstaklega í þjónustu við einstaklinga og smærri fyrirtæki. Þeir myndu þá fyrst og fremst hafa rætur utan höfuðborgarsvæðisins með nánum tengslum við heima- byggðina,“ segir Gylfi. Hann segir slíkt afturhvarf til upprunalegra gilda sparisjóðanna jákvætt út frá samkeppnissjónar- miðum, enda sparisjóðirnir val- kostir við stóru viðskiptabankana fyrir viðskiptavini. Sjóðirnir verði þó að vera sæmilega stórir og líf- vænlegir, svo taka þurfi til í kerf- inu til að þessi framtíðarsýn sé raunhæf. brjann@frettabladid.is Sameiningar nánast óhjákvæmilegar Varla kemur til greina að sameina tvo af viðskiptabönkunum segir viðskipta- ráðherra. Skoðað hvort sameina eigi smærri fjármálastofnanir. Lífsnauðsynlegt fyrir land og þjóð að halda sparisjóðakerfinu segir sparisjóðsstjóri Byrs. GYLFI MAGNÚSSON Ekki hefur verið rætt við forsvarsmenn Byrs sparisjóðs um mögulega sameiningu og sparisjóðurinn hefur ekki lýst áhuga á slíku, segir Ragnar Zophonías Guðjónsson, sparisjóðsstjóri Byrs og stjórnarmaður í Sambandi sparisjóða. „Ég held að það sé lífsnauðsynlegt fyrir land og þjóð að það verði sparisjóðir í landinu,“ segir Ragnar. Hann segist frekar horfa til sameiningar sparisjóða en samein- ingar Byrs við einn af viðskiptabönkunum þremur. Hann tekur undir það álit Samband sparisjóða að raunhæft sé að miða við að fimm til sjö sparisjóðir starfi í landinu, um það bil einn í hverjum landshluta. FIMM TIL SJÖ SPARISJÓÐIR Í LANDINU RAGNAR ZOPHONÍ- AS GUÐJÓNSSON SAMEINING Til stóð að sameina Byr, Sparisjóð Keflavíkur og SPRON, en samein- ingin hafði ekki gengið í gegn þegar Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur SPRON. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA INDÓNESÍA, AP Susilo Bambang Yudhoyono, forseti Indónesíu, þykir nokkuð öruggur með endurkjör eftir fyrstu talningu atkvæða úr forsetakosningum, sem haldnar voru í gær. Samkvæmt þessari talningu var Yudhoyono kom- inn með 60 prósent atkvæða, en Megawati Sukarno- putri, fyrrverandi forseti, hlaut aðeins 17 prósent og Jusuf Kalla varaforseti kom í þriðja sæti með 13 prósent. Yudhoyono hefur lagt áherslu á lýðræðisum- bætur og þykir harður baráttumaður gegn hvers kyns spillingu. Sú barátta hans hefur þó farið fyrir brjóstið á mörgum valdamönnum innan lögreglunn- ar, þings og dómsvalds, þar sem spilling hefur verið útbreidd. Yudhoyono vonast til að fá ótvíræðan stuðning almennings til baráttu sinnar, sem myndi styrkja hann í átökum við spillingaröflin. Sjálfur varar hann fólk þó við að taka þessum bráðabirgðaniðurstöðum án fyrirvara: „Talningunni er ekki lokið, þótt fyrstu tölur bendi til sigurs í bar- áttu okkar,“ sagði hann. Opinberar tölur verða ekki birtar fyrr en 27. júlí. Fái enginn frambjóðandi meira en 50 prósent atkvæða þarf að efna til annarrar umferðar kosn- inganna, þar sem tveir efstu verða í kjöri. - gb Yudhoyono Indónesíuforseti virðist öruggur um endurkjör: Berst áfram gegn spillingu FORSETINN Á KJÖRSTAÐ ÁSAMT EIGINKONU SINNI Susilo Bambang Yudhoyono forseti vonast til að glæsilegt endurkjör auðveldi baráttu gegn spillingu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP REYKJAVÍK Jakob Frímann Magnús- son, framkvæmdastjóri miðborgar- mála, er enn við störf í Ráðhúsi Reykjavíkur þrátt fyrir að ráðningartími hans hafi runn- ið út í lok apríl. „Ég er bara að ljúka ýmsum verkefnum sem fer að sjá fyrir endann á,“ segir Jakob Frímann, en verkefni hans lutu meðal annars að hreinsun og fegrun miðborgarinnar og sam- ræmingu starfa þeirra sem koma að málefnum hennar. Ráðning Jakobs var á sínum tíma umdeild. Hann var ráðinn án auglýsingar sem var skýrt með því að um tímabundna ráðningu væri að ræða. Ólafur F. Magnússon, þáver- andi borgarstjóri, var gagnrýnd- ur vegna ráðningarinnar, auk þess sem laun Jakobs þóttu há, en hann hafði 710 þúsund krónur á mánuði sem miðborgarstjóri. Jakob segir að til umræðu sé að hann taki að sér frekari verkefni fyrir borgina í náinni framtíð, án þess að tímabært sé að hann tjái sig um eðli þeirra hugmynda. „En ég get vel hugsað mér að starfa áfram að uppgangi miðborgarinn- ar,“ segir Jakob Frímann. - sh Ráðningartími miðborgarstjóra rann út fyrir 70 dögum en hann starfar enn: Jakob Frímann er enn í Ráðhúsinu JAKOB FRÍMANN MAGNÚSSON RÁÐHÚSIÐ Kjörnir fulltrúar sögðu fyrir rúmu ári að starf Jakobs yrði auglýst í fyllingu tímans. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN Eiga Björgólfsfeðgar að fá niðurfellingu á skuld hjá Kaup- þingi? Já 5% Nei 95% SPURNING DAGSINS Í DAG: Var rétt af stjórnvöldum að bjarga bótasjóði Sjóvár með tólf milljarða framlagi úr ríkissjóði? Segðu skoðun þína á visir.is. SJÁVARÚTVEGSMÁL Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, hefur látið fella úr gildi öll leyfi til makrílveiða. Jafnframt hefur reglugerð um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum verið breytt og þar má makrílafli ekki fara yfir tíu prósent af heildarafla á hverju þriggja vikna tímabili. Gripið er til þessara ráðstaf- ana þar sem afar hratt hefur gengið á makrílkvótann og nauðsynlegt að eftirstöðvar kvótans verði notaðar sem með- afli við veiðar á norsk-íslenskri síld. - shá Breytingar á sókn skipa: Makrílveiðar takmarkaðar KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.