Fréttablaðið - 09.07.2009, Síða 20

Fréttablaðið - 09.07.2009, Síða 20
20 9. júlí 2009 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 10 Velta: 41,9 milljónir OMX ÍSLAND 6 753,20 +0,93% MESTA HÆKKUN MAREL +2,18% BAKKAVÖR GROUP +1,68% MESTA LÆKKUN ÖSSUR -0,87% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,20 +0,00% ... Atlantic Airways 159,00 0,00% ... Atlantic Petroleum 475,00 +0,00% ... Bakkavör 1,21 +0,00% ... Eik Banki 89,00 +0,00 ... Føroya Banki 120,50 +0,00% ... Icelandair Group 4,75 +0,00% ... Marel Food Systems 56,20 +2,18% ... Össur 114,00 -0,87% Í fyrsta skipti frá hruni bankakerf- isins býðst smáum og miðlungs- stórum lögfræðistofum í Bretlandi aðgengi að nýjum lánum til að fjár- magna rekstur þeirra. Fyrirtækja- ráðgjöf Landsbankans var stór aðili á þessum markaði með um tíu prósenta markaðshlutdeild fyrir bankahrunið í október. Það er fjármálafyrirtækið Sys- cap sem er að bjóða þessi lán og nemur heildarfjárhæðin 50 millj- ónum punda. Í viðtali við Times Online segir starfsmaður Syscap að mörg lögfræðifyrirtæki hafi lent í miklum vandræðum að undanförnu þar sem fyrirtæki hafa dregið að greiða lögfræðikostnað til að bæta lausafjárstöðu sína. - bþa Fé eftir fall Landsbankans Verð á gulli hefur hækkað mikið á undanförnum árum og er gull stöðugt að verða vinsælla til fjárfestingar. Nú hefur þýskt fyrirtæki, TG-Gold-Super- Markt, ákveðið að opna gull- sjálfsala á fjölförnum stöðum í Þýskalandi. Sjálfsalinn, sem er fyrstur sinnar tegundar í heiminum, kallast Gold-to-Go og er hægt að velja á milli eins, fimm og tíu gramma gullstanga. Þar að auki er hægt að festa kaup á gullpeningum í nokkrum stærð- um. Gullstangirnar eru seld- ar í fallegri gjafaöskju og mun eins gramms stöng kosta um 31 evru og tíu gramma stöngin 245 evrur. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að opna 500 sjálfsala í Þýskalandi, Austurríki og Sviss á næstu árum. Nauðsynlegt er að hafa nokkra öryggisgæslu á þeim stöðum þar sem sjálfsalarnir eru staðsettir. Gert er ráð fyrir að þeir verði til að byrja með á flugvöllum og lestarstöðvum. Á heimasíðu félagsins kemur jafn- framt fram að til greina komi að opna slíka sjálfsala á hótelum, skartgripaverslunum og bönk- um. Búið er að opna fyrsta sjálfsal- ann og geta áhugasamir Íslend- ingar prófað þessa nýjung á flugvellinum í Frankfurt. - bþa Gullsjálfsalar opn- aðir í Þýskalandi GULLSJÁLFSALI Ferðamenn um flug- völlinn í Frankfurt geta nú fest kaup á eins gramms gullstöng á 31 evru. FRÉTTABLAÐIÐ/TG-GOLD-SUPER-MARKT Hagvöxtur í heiminum mun verða um 2,5 prósent á næsta ári sam- kvæmt nýrri spá Alþjóðagjaldeyr issjóðsins (AGS) um horfur í efna- hagsmálum sem birt var í gær. Spáin gerir ráð fyrir um 0,6 pró- sentustiga meiri vexti en í fyrri spá frá því í apríl á þessu ári. Í skýrslu AGS segir að þrátt fyrir aukinn hagvöxt telji sjóður- inn að atvinnuleysi komi til með að aukast á komandi mánuðum í heiminum. Horfurnar fyrir árið 2009 eru svipaðar og í fyrri spá en gert er ráð fyrir samdrætti í hag- kerfi heimsins um 1,4 prósent. Aðalhagfræðingur Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, Oliver Blanchard sagði á blaðamannafundi í gær að þau öfl sem væru að draga hag- kerfi heimsins niður væru ekki jafn sterk og áður, hins vegar væri ekki mikill kraftur í uppsveiflunni. Hann bætir við að vöxturinn verði ekki hraður á næstunni þó að horf- ur séu betri nú en í apríl. Samkvæmt spá AGS að þessu sinni mun mestur hagvöxtur vera í Asíu á þessu ári og því næsta. Af þeim löndum sem spá er birt fyrir er gert ráð fyrir mestum hagvexti á Indlandi og í Kína um sex pró- sent. Mestum samdrætti á þessu ári er hins vegar spáð í Mexíkó, 7,3 prósentum, 6,2 í Þýskalandi og 6 prósent í Japan. Athuga ber að ekki er birt spá fyrir Ísland eða önnur smærri lönd. Í skýrslu sjóðsins kemur fram að horfur í Bandaríkjunum hafi batnað nokk- uð og merki séu um að kreppan sé að ná botni. Batinn á evrusvæðinu er hins vegar hægur og fá merki um að botninum sé náð. Jose Vinals, yfirmaður pen- ingamála- og fjármálamarkaðs- deildar AGS, segir að engin for- dæmi séu fyrir jafn viðamiklum viðbrögðum og hafa átt sér stað undanfarna mánuði. Hann segir að viðbrögðin hafi dregið úr áhættu á kerfis-lægu hruni mark- aða auk þess sem traust á mark- aðnum sé að aukast. Hann bætir við að ástand heimsins sé á ákaf- lega viðkvæmu stigi og brugðið geti til beggja vona. Nauðsynlegt sé að grípa til frekari ráðstafana til að tryggja stöðugleika. „Í end- urreisn bankakerfisins er mikil- vægt að vera reiðubúinn að gera allt sem þarf til að vinna bug á þeim vandræðum sem enn eru til staðar,“ segir Vinals. bta@frettabladid.is Hagvöxtur hægur en horfur betri nú en áður Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 0,6 prósentustiga meiri hagvexti á næsta ári. Aðalhagfræðingur sjóðsins telur að batinn verði þó ekki skjótur. HAGVAXTARSPÁ ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐSINS Samkvæmt nýrri spá Alþjóðagjald- eyrissjóðsins verður mestur hagvöxtur í Asíu á næstu tveimur árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ AFP 499kr. FIMMTUDÖGUM Ódýrt í matinn á Tilboðið gildir alla daga Tilboðið gildir alla daga ATVINNUMÁL Sjö tilboð hafa borist í eignir þrotabús Loftorku Borgarnesi ehf. Eirík- ur Elís Þorláksson, skiptastjóri þrota- búsins, hefur tilboð í höndunum, sem ýmist eru í eignirnar í heild eða einstaka hluta þeirra. Þetta kemur fram á frétta- vefnum Skessuhorni. Eiríkur er að fara í gegnum tilboð- in sem eru bæði frá heimamönnum í Borgarnesi og öðrum. Allar ákvarðanir þarf að bera undir Íslandsbanka sem er með veð í eignum fyrirtækisins. Sveitarstjóri Borgarbyggðar, Páll Reynisson, sagði við Fréttablaðið nýlega að hann vonaðist mjög eftir endurreisn fyrirtækisins. Hún yrði þó gerð án aðkomu sveitarfélagsins. - shá Atvinnumál í Borgarnesi: Tilboð berast í Loftorku ehf. LOFTORKA Alls unnu 300 manns í fyrirtækinu þegar best lét. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Einkaneysla jókst um 1,7 prósent á öðrum ársfjórðungi. Aukning- in kemur í kjölfar metsamdrátt- ar á fjórða ársfjórðungi 2008 er einkaneysla dróst saman um fimmtán prósent. Þetta kemur fram í Hagvísum Hagstofu Íslands. Kreditkortavelta Íslendinga dróst saman um 7,5 prósent innanlands en 25 prósent erlend- is. Á móti kemur að kreditkorta- velta erlendra aðila hérlend- is jókst um 75 prósent á sama tímabili. Fjárfesting dróst saman um rúm 30 prósent og var samdrátt- ur í öllum flokkum fjárfestinga á ársfjórðungnum. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala launa hækkað um 4,1 prósent. Á sama tíma hækkaði vísitala neyslu- verðs um 11,6 prósent. Kaup- máttur hefur því dregist saman um 6,7 prósent milli ára. - bþa Einkaneysla á uppleið eftir mikinn samdrátt Fjármálaeftirlitið (FME) hefur vísað máli vegna gruns um mark- aðsmisnotkun til Ríkislögreglu- stjóra samkvæmt lögum um verð- bréfaviðskipti. Þetta kom fram í tilkynningu frá Fjármálaeftirlit- inu í gær. Málið fjallar um viðskipti tveggja starfsmanna sem störf- uðu við miðlun verðbréfa fyrir hönd viðskiptavina annars vegar og fyrirtækis þeirra hins vegar. Ekki er greint frá nafni fjármála- fyrirtækisins. Lögin sem vitnað er til fjalla um viðskipti eða tilboð um viðskipti sem eru líkleg til að gefa framboð, eftirspurn eða verð fjármálagern- inga ranglega eða misvísandi til kynna. Um er að ræða eins konar sýndarviðskipti, viðskipti eða til- boð um viðskipti sem byggð eru á tilbúningi eða sýndarmennsku. Um þrjú tilfelli er að ræða og áttu viðskipti sér stað með tvö félög. Umrædd brot áttu sér stað dagana 4. og 10. júní 2008 og 24. júlí 2008. - bþa Sýndarviðskipti til Ríkislögreglustjóra

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.