Fréttablaðið - 09.07.2009, Page 40

Fréttablaðið - 09.07.2009, Page 40
28 9. júlí 2009 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Nú þegar konungur poppsins er fallinn frá og stórstjörnurnar eru búnar að hylla hann á glæsilegri minningarhátíð þá er hægt að staldra við og spá í hvað fráfall hans raun- verulega merkir. Michael Jackson var einstakur. Snillingur, fullkomn- unarsinni og öfgamaður. Hann hafði mikla hæfileika og gerði nokkrar frábærar plötur. Hann var samt ekki einn af atkvæða- mestu tónlistarmönnum sögunnar og staðreyndin er sú að hann hafði ekki gert neitt sem skipti máli tón- listarlega í tæpa tvo áratugi þegar hann kvaddi. En þó að hann hafi ekki verið áhrifamesti eða öflugasti tónlistarmaðurinn þá var hann stærsta stjarnan. Það þekkir hann nánast hvert einasta mannsbarn á jörðinni og hann á mest seldu plötu sögunnar, Thriller. Thriller er eina platan í heiminum sem hefur selst í yfir hundað milljónum eintaka. Næstu plötur ná ekki fimmtíu. Það er næsta víst að engin plata mun nokkurn tímann slá hana út. Tónlistariðnaðurinn hefur dreg- ist saman um meira en helming síðan árið 2000. Kakan er að minnka og viðmiðin að lækka. Í Frakklandi þurfti að selja 500 þús. plötur til að komast í gull, en nú þarf að selja 75 þús. svo dæmi sé tekið. Framboðið er meira nú og fleiri fá þess vegna bita af kökunni. Nú selja menn í auknum mæli beint með hjálp netsins, en þó að vef- svæði eins og MySpace eða Gog- oyoko geti í framtíðinni vonandi brauðfætt marga tónlistarmenn þá munu þau aldrei búa til gíga- stjörnur. Tímarnir hafa breyst. Og svo er Michael enn að selja grimmt. Þegar þetta er skrifað á poppkóngurinn 13 af 20 mest seldu plötunum á Amazon.co.uk, þar á meðal þær fjórar efstu. Kóngurinn er fallinn, en forskot Thrillersins er enn að aukast … Met sem ekki verður slegið BREYTTIR TÍMAR Sölumet Thriller verður sennilega aldrei slegið. Nýja plata Bibio, öðru nafni Stephen Wilkinson, er á lista yfir áhugaverðar nýjar plötur hjá Pitchfork og All Music Guide. Hún ber nafnið Ambivalence Avenue og er önnur plata hans á árinu. Fréttablaðið ákvað að kynna sér þennan vaxandi listamann frekar. Stephen Wilkinson lærði hljóð- listir við Middlesex University í London. Þar kynntist hann raf- tónlist og heillaðist sérstaklega af Boards of Canada og öðrum raf- tónlistarmönnum tíunda áratugar- ins auk þess að laðast að breskri þjóðlagatónlist frá miðri seinustu öld. Áhrifa gætir frá hvoru tveggja í tónlist hans. Fyrsta platan leit dagsins ljós með hjálp Marcus Eoin úr Boards of Canada árið 2004. Sú bar nafnið Fi og var vel tekið. Var Bibio hrósað fyrir ein- stakan hljóm, þýðan eins og mosa- grænn steinn. Tveimur árum síðar kom platan Hand Cranked. Sú var þjóðlaga- megin við þá línu sem Bibio dans- ar almennt og þótti heldur einsleit. Bibio vann sem upptökustjóri eftir það og gerði eina plötu með starfs- bræðrum sínum, Andy Harber og Richard Roberts. Hann lagði gít- arinn á hilluna fyrir hljómborð á stuttskífunni Ovalds and Emer- alds, 2008. Fyrri plata ársins, Vignetting the Compost, vakti verðskuldaða athygli fyrir fjölbreytni, en þar sneri Bibio sér aftur að seiðandi gítar-elektróník. Þótti þá útséð á hvaða hillu Bibio ætlaði sér að vera, en honum hefur verið líkt við Borko, múm og Grizzly Bear og ekki að ástæðulausu. Ambivalence Avenue kemur aðeins fimm mánuðum á eftir Vign- ette the Compost og kynnir alveg nýja hlið á Bibio. Þar má heyra fönk riff, tilbrigði við hip hop og teknó í bland við indí-rokk. Mælir undirrituð sérstaklega með laginu Jealous of Roses. Þjóðlaga-raftón- listin sem einkennt hefur feril hans hefur verið gædd nýju lífi og fær Bibio sértaklega hrós fyrir sönginn á plötunni. Í dómi Pitchfork gengur gagnrýnandinn svo langt að segja að „einn fyrirsjáanlegasti raftón- listarmaður samtímans sé skyndi- lega orðinn óútreiknanlegur“. Saga Bibio er því hvergi nærri búin. kbs@frettabladid.is Ferskur, öllum að óvörum KEMUR Á ÓVART Bibio glæðir tónlistarferill sinn nýju lífi með stórgóðri nýrri plötu. MYND/ANDREW HARPER > Plata vikunnar Stefán Karl - Í túrett og moll ★★★★ „Í túrett og moll er fín fjöl- skylduplata. Orðhengilsgrínið hans Gísla Rúnars er fyrsta flokks og Stefán Karl syngur og leikur öll hlutverk af stakri snilld.“ -TJ Þær tvær plötur sem eru hér til umfjöllunar eiga það sameiginlegt að innihalda skemmtipopp spilað á hljómborð. Hermigervill gerir sínar útgáfur af gömlum íslensk- um popplögum, en DJ flugvél og geimskip býður upp á 17 ný lög. Hermigervill er listamannsnafn Sveinbjörns Thorarensen. Platan hans inniheldur ellefu íslenska smelli í instrúmental útgáfum. Þar á meðal eru Dans dans dans, Glugginn, Starlight, Hótel Jörð, Garden Party og Þorparinn. Svein- björn spilar lögin aðallega á gamla hljóðgervla og útkoman er oft skemmtileg, til dæmis í lögunum Starlight, Garden Party og Þorp- arinn. Meginforsendan fyrir því að tökulagaplötur séu áhugaverð- ar er að útsetningarnar séu ólík- ar upprunalegu útgáfunum. Það á vissulega við hér og oft hljóma þessir gömlu syntar yndislega. Samt skilur þessi plata ekki mikið eftir sig og sum lögin eru óþarf- lega tilþrifalítil fyrir minn smekk, til dæmis Í bláum skugga, Vegir liggja til allra átta og Hótel Jörð. Eftir tvær frábærar plötur (Lausn- in og Sleepwork) þá eru þetta smá vonbrigði. DJ flugvél og geimskip er auka- sjálf Steinunnar Harðardóttur. Hún er að eigin sögn undir miklum áhrifum frá skemmtaradrottning- unni Sigríði Níelsdóttur sem hefur gefið út plötur í takmörkuðu upp- lagi og selt í 12 tónum. Rokk og róleg lög er hennar fyrsta plata. Tónlistin er einfalt og frumstætt hljómborðspopp og minnir í senn á fyrrnefnda Sigríði og á gamalt syntapopp, jafnvel Der Plan eða Residents. Söngurinn er oft skemmtilega hrár, allt að því pönkaður. Lögin eru stutt (platan er innan við hálftími) og þó að þau séu ekki öll tær snilld þá er þetta samt mjög skemmtileg plata sem ratar aftur og aftur í spilarann. Trausti Júlíusson Úr töfraveröld hljómborðsins TÓNLIST Rokk og róleg lög DJ flugvél og geimskip ★★★ Einfalt, frum- stætt og skemmtilegt. TÓNLIST Hermi- gervill leik- ur vinsæl íslenzk lög Hermigervill ★★★ Hljóðgervlaútgáfur af íslenskum smellum, sumar vel heppnaðar. Útgáfutónleikar Leav- es verða á Nasa í kvöld. Plata sveitarinnar We Are Shadows hefur feng- ið góða dóma hvarvetna en hún kom út 11. maí síð- astliðinn. Hvers vegna var beðið svona lengi með útgáfutónleikana? „Við vorum aðeins of fljót- ir á okkur,“ segir Andri Ásgrímsson hljómborðs- leikari. „Það er búið að vera svolítið mikið að gera hjá okkur síðan þá. Arnar eignaðist barn þarna rétt á eftir og Hallur fór að hitta Mikka Mús í Flórída. En núna er allt að fara á fullt.“ Leaves spilaði á Græna Hattinum í gær. Þá er lag af We Are Shadows, All the Streets Are Gold, komið í spilun. „Þetta er hresst lag. Landinn tekur von- andi vel í þetta.“ Andri segir sumarið óráðið hjá hljómsveitinni hvað varðar spilerí. „Það á bara eftir að koma í ljós. Við erum reyndar allir orðnir fullorðnir menn með krakka, þannig að við höfum ekki endalaus- an tíma eins og í gamla daga, en við reynum.“ Nokkur vel valin eldri lög verða í bland við nýju lögin á tónleikun- um, en Snorri Helgason hitar upp. Þá bætir hljómsveitin við sig blástursleikara í fyrsta skipti. Tónleikarnir hefjast klukkan tíu og kostar 500 krónur inn. - kbs Leaves spila á Nasa FULLORÐNIR OG ÞROSKAÐIR Nýjasta plata Leaves gefur hinum ekkert eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON > Í SPILARANUM Florence & the Machine - Lungs Jarvis Cocker - Further Complications Magnolia Electric Co - Josephine Major Lazer - Guns Don´t Kill People...Lazers Do Slow Club - Yeah So? Doves - Kingdom of Rust FLORENCE & THE MACHINE DOVES Tilvalið í ferðalagið Án viðbætts salts!Án viðbætts sykurs! Kjarngóð næring í þægilegum umbúðum barnamatur.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.